Skólablaðið - 01.04.1914, Síða 2

Skólablaðið - 01.04.1914, Síða 2
o sko’lablaðiö sem tíðkast á góðu sveitaheimili og lögboðna andlega fræðslu. þeir, sem kynnu að vilja taka börn þessi til fósturs og uppeldis, eru beðnir að snúa sér til fyrstu skrifstofu stjórnar- ráðsins, sem gefur allar nánari upplýsingar. Pess skal getið, að í ráði er, að sjóðurinn bæti einu barni við til uppfósturs, árlega í næstu 12 ár. Tilboð óskast fyrir 15. apríl næstkomandi. Stjórnarráð íslands, ?. febrúar 1914. * * * Að undanförnu hefur vöxtunum af gjafasjóði Jóns þorkelssonar verið varið til skólakenslu barna í Kjalarnes- þingi, í orði kveðnu. En í raun og veru hefur fénu verið skift niður milli hreppa Kjósar- og Gullbringusýslu og Reykjavíkur, og þann veg orðið til lítilsháttar léttis í sveitar- gjöldum, sem sáralítið hefur um munað. þessi ráðstöfun fjárins hefur ekki verið í neinu sam- ræmi við tilætlun gjafarans —, og því allsendis ólögleg. Á þessu er nú verið að gera lagfæringu, og bætist Torchillii- sjóðnum um leið það tilfinnanlega tjón, sem hann beið af útgáfu minningarritsins um Jón rektor, sem áður hefur verið minst á hér í blaðinu, þar sem varið var um 5000 kr. af sjóðnum til útgáfu þeirrar bókar. það er nú í alla staði vel ráðið að þessi breyting er gerð. En orkað getur það tvímælis, hvort nægilega háar kröfur eru gerðar tíl uppeldis þeirra barna, sem sjóðurinn á að standa straum af. „Verða því þeir, sem uppeldi þeirra hafa á hendi að veita þeim stikt likamlegt uppeldi til matar og fata sem tiðkast á góðu sveitaheimili, og lögboðna andlega frœðslu.“ þetta eru kröfurnar í auglýsingu stjórnarráðsins stendur ekkert um það, hve há árleg meðgjöf með börnunum eigi að vera. En ef- laust verður hún svo há, að meira mætti heimta en þetta

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.