Skólablaðið - 01.04.1914, Page 15

Skólablaðið - 01.04.1914, Page 15
SKÓLABLAÐIÐ 63 2. Getur nokkur vafi leikið á því, að stjórn íslands heyri undir landafræði? 3. Er ekki rétt að leggja að minsta kosti fult eins mikla áherslu á líf þjóðanna og menningu þeirra eins og lands- lag ogstaðaröð? 4. Hvort teljið þér betra að kenna lítið svo vel og nákvæm- lega, sem kostur er á, eða mikið illa, í barnaskólum, þar sem tíminn er að vísu takmarkaður? 5. Er nokkur goðgá að tala um jafnaðarmannastefnuna í barnaskólum og sýna hinum tilvonandi kjósendum t. d. fram á misréttið mikla, að þeir, sem fyrir fátæktar sakir þurfa að þiggja af sveit, eru sviftir almennum kosningarrétti? Guðm. R. Ólafsson. úr Grindavík Svör: 1. Nei, það mundi hver góður kennari gera. 2. Hver kenslubók í landafræði skýrir meðal annrs frá stjórnar- skipun ríkja. 3. Um það eru kennarar sjálfráðir. Rétt er það í alla staði. 4. Jafnan er betra að kenna vel en illa, en um nákvæmnina verður að fara eftir atvikum. Vísindaleg málfræði, sagna- fræði eða trúfræði hentar t. d, eigi börnum. 5. Því fer fjarri, ef það er gert æsingalaust og kennarinn treystir sér til að gera börnum slík mannfélagsmál Ijós og skiljanleg. Foreldrafundur var haldinn á Eyrarbakka 15. febr. í vetur; hann var vel sóttur (70 manns) og bar margt á góma. Kennarinn gekst fyrir fundarhaldinu og flutti erindi um barnauppeldi og samvinnu foreldra og kennara að því máli. Úr Styrkta“sjóði handa barnakennurum var í f. m. úthlutað 650 krónum til þriggja kennara (300, 200 og 150).

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.