Skólablaðið - 01.05.1914, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.05.1914, Blaðsíða 2
66 SKÓLABLAÐIÐ prófi þeirra, t. d. hækka lágmark einkunna. Það k, tni hart niður á mörgum efnilegum manni, sem af einhverjum a.tæðum hefði haft lélega undirbúningskenslu. Auk þess eigi ólíklegt, að hækk- un lágmarks myndi hafa í för með sér hækkun vitnisburða, t. d. að 5 yrði þá litlu meira virði en 4 nú o. s. frv. Að minsta kosti er það reynsla sumra kennara, að þeir eru tregari til að gefa 3 í lærdómsdeildinni (lágtnark 4) en í gagnfræðadeild (lág- mark 3 V2). Ekki geðjast mér að tillögunni um að taka stúdentspróf á Akureyri, en hvorki er það af kala til skólans þar, né af því að eg efist um, að það geti vakið holla samkepni. En lítum bara á horfurnar núna og næstu árin. í fyrra tóku 30 neniendur stúdentspróf, nú eru stúdentaefnin um 20, næsta ár sennilega um 30, þriðja árið 30—35 og fjórða árið (samkvæint aðsókninni núna að gagnfræðaprófi og með venjulegri viðkomu að norðan) 40—50. Ef taka mætti stúdentspróf f Akureyrarskóla, myndi sennilega fara þar líkt og hér, flestir halda áfram eftir gagnfræðapróf að minsta kosti vafahust fleiri en nú. Ef stúdentaviðkoman, og þar nieð tala embættismannaefna, er áhyggjuefni nú, hvað myndi þá? Skólastjórinn kemst svo að orði í grein sinni: »Eg hef litið svo á að meiri stund beri að leggja á þroskun nemandans í slíkum skóla sem þessum en kunnáttu hans í hinum ýmsu fræðigreinum, sem kendar eru eða réttara sagt notaðar eru nem- andanum til andlegrar þroskunar.« — Þetta er vafalaust rétt, enda er það tekið fram í reglugerð Mentaskólans, að sameiginlegt markmið beggja deilda sé að efla sálar- og líkams-þroska nem- endanna. En engum ætti að dyljast, að fremur á þó ákvæðið um sálarþroskun við lærdómsdeildina en gagnfræðadeildina, því að gagnfræðadeildinni er ætlað að »veita hæfilega afmarkaða almenna mentun* og eigi síst sem grunclvöll undir framhaldsnám (að miklu leyti í sömu námsgreinum) í lærdómsdeild, en lærdómsdeild á hins vegar að gera menn fœra um að stunda vísiudanám, ekki eingöngu búa þá undir framhaldsnám í einstökum greinum (rmarkmið lærdómsdeildarinnar er að veita nemendum æðri al- menna rnentun á þeim grundvelli, sem lagður er í gagnfræðadeild skólans, og gjöra þá færa um að stunda vísindanám við sér-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.