Skólablaðið - 01.05.1914, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.05.1914, Blaðsíða 12
__76____________________SKOI.ABLAÐIÐ_____________________ Hentugust landafræði handa farskólum væri þannig: Skýrt yfirlit yfir alt ísland t. d. svipað því, sem er í landa- fræði K. F., og heildaryfirlit yfir álfurnar, sína í hverju lagi. Evrópulöndin geta börnin lært að þekkja á kortinu. Kortabók Morten Hansen verða þau að eiga. Eins og nú standa sakir, verður heppilegast að láta lesa um ísland, en kenna hitt að mestu leyti bókarlaust, með kortinu. Sögukver Boga M. er sniðið eftir ákvæði fræðslulaganna um nám í íslandssögu. Óþægilegt er að byrja ekki fyr en á 16. öld. Ómissandi að börnin viti eitthvað um fund íslands, landnám, íslendingasögur o. fl. — verður þá að byrja á munnlegri kenslu. Kvæðin eru vel valin, og mjög gott að binda þau við sögukverið. Ágrip B. M. mun víða notað. Sumir kaflarnir eru samt lítt við barna hæfi t. d. um stjórn landsins og Jón Sigurðsson. Ekkert glæðir fremur ættjarðarást, og eflir dug og manndáð, en sagan, og fögur kvæði; er því nauðsynlegt, að börnin eigi kost á að lesa létta og skemtilega íslandssögu, svo þau fái sem glöggvasta hugmynd um mennina, sem dýpst spor hafa eftir skilið „við tímans sjá“. í dýrafræði eru of mörg nöfn í náttúrufr. Bjarna Sæ- mundssonar, væri betra að nefna færra, en lýsa nákvæmara. Dýrasögur ættu helst að fylgja, og kennarinn að auka við þær eftir mætti. Sögur gjöra alt nám skemtilegra. Kenslukona. J&ótasöJtt o$ lesVtarSéróa Oftar en einu sinni hefur verið leitast við að vekja athygli lesenda þessa blaðs á nauðsyn bókasafna í hverri sveit og stofn- un lestrarfélaga, og nokkur rök hafa verið færð fyrir þeirri nauðsyn. f 4. og 5; árgangi blaðsins má lesa greinar um þetta efni, og verður það, sem þar er sagt ekki endurtekið hét.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.