Skólablaðið - 01.05.1914, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.05.1914, Blaðsíða 9
SKÓLABLAÐID 73 Þar standa jafnt að vígi að svara, stóigáfaði guðspekingurinn og óiæsi einfeidningurinn. Hvorugur veit neitt. Og trúrnaðurinn og trúleysinginn taka höndum s*man á alvöru- stundinni og játa báðir, að þeir séu jafningjar, því svör þeirra séu þau sömu, ósk og von, — von og ósk. Eg lá sveittur í rúmi mínu niðursokkinn i þessar hugsanir. Öðru hvoru gægðust upp i huga mér áhyggjurnar fyrir morgundeginum. Ásökunin yfir því að vera bamakennari með þessari vesalings þjóð. Hugraunin að hafa eytt bestu árum æfi sinnar í að fræða æsku- lýð á því landi, þar sem þjóðin er bæði blind og tilfinningalaur fyrir þessu göfuga starfi og geldur grjót fyrir gull góðum 'tarfsmönnum. Þær komu óboðnar bugsanirnar um alla skuldaflækjuna. Nú var góðvinurinn einn búinn að lána mér um 20 > krónur,búinn að rétta mér hjálparhönd yfir alt brimið og alla boðana, sem eg var á floti yfir. Hve nær átti jeg að greiða þessa skuld og allar aðrar? Hve nær verð jeg launaður starfs.naður í þessum óláns víngarði? Hvc nær verðuni við íslensku barnakennararnir settir á sama bekk og nágranna- þjóðirnar setja kennara sína? A't þetta vakti ógleði í huga mínum og margt fleira. Ein hugsunin rak aðra. En í þessum svifum gekk maðui inn í stofuna. Hann var samverka- maður minn, lennari frá bainaskólanum. Hann færði mér skrautritað bréfspjald frá kennuruni barnask jlaus, fylgdi þar með hlýleg kveðja og glaðleg sumarósk. Eg leit á spjaldið og varð hlýr í hug. »Það fylgir hér lít ð eitt meira«, sagði vinur minn og rétti mér 150 kr. í gulli. »Kennararnir senda þér 100 kr. og skólastjóri 50«. »Ouð hjálpi mjer! þurfalingur! aumingi!« Eg fékk hitakaf. Vinur minn klappaði á hönd mér og sagði, að þetta væri 11 gamans gert og til að gleðja mig. Eg skildi alt þetta vel, — Mér var ekki auðið að fara nema einn veg. Eg hlaut að þiggja og þakka, þiggja og þakka rausnarlega gjöf og hlýu og bróðurkæileika fullviss um að geta aldrei launað hínu smærsta Og hérmeð votta eg innilega ta þakklæti skólastjóra og öllum starf- systkinum niínum við skólann fyrir bréfspjaldið og peningagjöfina. Og þó þungt sé að þiggja fé eins og gustuksmaður og það af félögum, sem eru jafn illa setiir í þjóðfélaginu. og starfsystkin mín, þá lít eg þó á tilganginn, lrvort heldur hefir verið brjóstgæði, með- aumkun, velvild, fjelagslyndi eða alt þetta sameinað og mér verður léttara um að þigpja Og eg flyt þeim öllum að siðustu hugheila ósk um gleðilegt sumar og bjarta og farsæla framtíð. Hallgr. Jónsson.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.