Skólablaðið - 01.05.1914, Blaðsíða 15

Skólablaðið - 01.05.1914, Blaðsíða 15
SKOLABLAÐIÐ 79 á móti að brjóta Ieiðtogana á bak aftur, en það er hartnær óvinn- nndi verk, því að allur skóiinn er venjulega á þeirra bandi. Það keniur fyrir, að tveir tða þrír drengir ráða svo að segia öiium gjörðum alls flokksins, og það er venjulega auðvelt að ná aðstoð þeirra, velviija og samvinnu. Satt er það, að margir af þessum herrum eru engir fyrirmyndar nemendur; framferði þeirra og hegðun er öðrum ekki til eítirbreytni; en þeir eru samt sem áður kraftur í sínum hóp. Og sá kennari er í vanda staddun sem ekkert gott getur séð i þessum sterku snáðum, eða sem reynir að stjórna þeim með ótta og öðrum ráðum, sem ekki eiga við kjarkmikla stráka. Listin er að hafa þá á sínu bandi — v.nna með þeim. (N. W. J.) Bækur. GymnastHc Selskabs Aarskrift 1913—14. Þetta ársrit leikfimisfélagsins danska er rnjög svo eftirtektar- vert fyrir leikfimiskennara og alla sem unna ieikfimi og líkams- mentun. Joakim Larsen skólaumsjónarmaður skrifar þar sögu leik- fiminnaríiýðskólunum dönsku seinustu lOOárin, eða síðan leikfimi var gerð að kenslugrein í skólunum. Frederik Poulsen: Smaatræk af græsk Idrætsliv o. fl. En mesta athygli vekur það, sein Elli Bjorkstén, leikfimis- kennari við háskólann í Helsingfors, skrifar um leikfimisker.slu sína. Þessi kona er fyrir löngu alkunn á Norðurlöndum fyrir leikfimiskenslu og sérstaklega endut etur á því leikfimiskerfi, sem nú tiðkast um öll Norðurlönd og ke t er við Ling hinn sænska. Meðal annars heldur hún því fram að, kvenþjóðinni hæfi eigi að öllu leyti sömu æfingar og körlum. En um það mál eru enn ekki allir á eitt sáttir. Frk. Björkstén sýndi hóp finskra kvenna á Olympisku leikj unum í Stokkhólmi 1912, er svo mikið þótti til kóma, að þeir sem vit hafa á, þykjast ekki hafa séð neitt betra í líkamsíþróttum. Enda er það sérstaklega leikfimi kvenna, sem frk. Björksíén leggur stund á. En hér er ekki tækifæri til annarsen benda á

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.