Skólablaðið - 01.05.1914, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.05.1914, Blaðsíða 5
SKOLABLAÐIÐ 69 próf í þana skóla, þar sem reynslan og lífið, starf yðar sjálfra, á að byggja ofan á grundvöllinn, sem hér hefur ver- ið lagður. Sá skólinn getur sýnt, hvað þér megið í kenn- arastarfi. Eg gjöri eigi ráð fyrir, að þér hafið ástæður til að afla yður [frekari undirbúnings undir kennarastarf, síst að svo stöddu, þó að vera megi, að þér finnið til þess bæði löngun og þörf. Hún er svo algeng nú á yðar aldri þessi útþrá, löngunin til að sjá meira af heiminum en unt er hér heima. Hvorki dettur mér í hug að lá hana né lasta. Hún virð- ist hafa verið ríkust hér á landi áður, þá er mest var tápið og fjörið. þá vildi hver sem mátti út í heiminn að leita fjár og frama. Og nú er aftur svo komið, að mörgum þykir „þröngt milli fjallanna sinna,“ og „dreymir um frelsið og dáðríkt líf og dýrðina í öðrum löndum“ og langar til „að halda út í heim til hallanna úr moldarbænum“, til að vinna sér þar frama, eins og Væringjarnir fornu, er frægir urðu „frá Miklagarði til Niðaróss“. Svo hafa þeir kveðið nafn- arnir, Einararnir, og mæla þar það, er í margra brjóstum býr. En eftir fáein ár játar þó annar svo innilega, að í dalnum hans þrönga komist „nú fyrir sú unum öll“ er hann óski sér helst að finna. Og hinn lýsir hátíðlega yfir því, fyrir „Væringjans“ hönd, „að aldrei bresti sú trausta taug með tregandi heimþrá hins forna anda“, og að hólm- inn “— ísland — „á starf hans, líf hans og mátt og í vöggunnar landi skal varðinn standa“. Fyrir báðum ber að sama brunninum — heim, heim. Og þá dettur mér í hug það sem Kíneas sagði forðum við konung sinn, ofurhugann, sem ætlaði fyrst að leggja undir sig allan heiminn og setj- ast siðan um kyrt og njóta næðis og unaðarins heima. „Hví eigi göra það nú þegar“? sagði Kíneas. það er nú líklega lítilmannlegt, að láta sér detta þau orð í hug, ein- hver^heimalningsbragur. En eg er líka heimalningur; hef aldrei mikið til útþrár kenr, en heimþrá- þekki eg vel. Heima hefur altaf verir „sú unun öll, sem óska eg helst að finna“. í íjöllum íslands býr „sú Hulda“, er sí og æ hefur seitt mig og seiðir „að fóstruknjánum". Við engin fræði né skemtanir uni eg huganum eins

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.