Skólablaðið - 01.05.1914, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.05.1914, Blaðsíða 6
70 SKÓLABLAÐIÐ vel og við sögu þess og tungu. Eg veit, að það er enn sagt, að heimskt sé heima alið barn, en sannara var það máltæki, meðan engar voru bækur til. Hitt var líka sagt, að hollur sé heimafenginn baggi. þau orð eru sönn og þurfa ekki að eiga við matinn einan, því margt hefur fleira en maðkað korn orðið oss íslendingum óholt og dýrt er flutst hefur til vor handan um hafið. Ekki hafa allar ferðirnar „til hallanna úr moldarbænum" orðið til frægðar né gæfu, farmönnunum sjálfum né öðrum. Löngum höfum vér því miður fengið að kenna á því, að þangað „fór svo margur mannvænn og stór, en hrumari og heimskari heim kom en fór“. — Eg segi ekki þetta til að amast við utanferðum, né til þess að niðra „Væringjunum“, „landanum sem vill mannast á heimsins hátt“, né vanþakka það, sem vér eigum þessum mönnum upp að inna að fornu og nýju, en fyrir hina, sem ekki eiga þess kost eða ekki langar til þess er gott að muna, að vér þurfum ekki „að leita lengst í álfum“ að mentun né gæfu yfirleitt, því að „vort lán býr í oss sjálf- um — ef vit er nóg“ ef vér kunnum að greina kjarnann frá hisminu. — Ferðamaður nokkur kom inn í kirkjugarð á Vestur-jótlandi, þar sem landið er harðbýlast í Danmörku og fólkið kjarnbest. Á viðhafnariitlum legsteini las hann þar þeissi orð neðan undir mannsnafni: „Hann var kennari hjá oss í 50 ár. Hann ól upp dugandi, tápmikla danska kynslóð og græddi upp 50 dagsláttur af móa og mýri“. þar neðan undir stóðu einkunnarorð æfinnar: „Drottinn er minn styrk- ur“. Eg færi þennan legsteín í huganum heim í einhvern sveitakirkjugarðinn hérna og set á hann íslenskt mannsnafn og orðalag og mér finnst hann fara þar svo vel og vera þar svo mikil þörf á honum, að eg held að eg vildi ekki skifta á honum fyrir háreistan minnisvarða í einhverjum „Miklagarðinum“ út í löndum. Eg finn, að það má líka vinna stórvirki og góðvirki hér heima í fámenninu og í kyr- þey, og guð einn veit hvað þyngst verður á metunum, er upp verða gerðir reikningarnir. Gjarna vildi eg óska, að eitthvað líkt því, sem á steininum stóð, mætti setja á leiðið yðar allra, þegar skeiðið er runnið á enda. En umfram alt

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.