Skólablaðið - 01.05.1914, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.05.1914, Blaðsíða 11
SKOLABLAÐIÐ 75 sagt að nota Barnabiblíuna, fremur en biblíusögur þær sem tíðkast hafa, þó hún sé lengri og nokkuð dýrari. Verðmun- urinn er eigi eftir teljandi; því enginn efi er á því, að þær 2 kr. sem fara fyrir Barnabiblíu, bera margfaldan ávöxt. Barnabiblían er ágæt bók, eigi aðeins nauðsynleg fyrir börnin, heldur alla. Hún ætti að vera til á hverju heimili, og helst í hvers manns eigu. Við það mundi aukast skiln- ingur og tilfinning fyrir biblíunni sjálfri. Menn mundu frem- ur lesa Barnabiblíuna af því hún er styttri. Búast má við að í farskólum verði eigi komist yfir hana aila. Kennarinn verður þá að reyna að velja þá kafla, er mest hrífa barnshjartað. Tilgangur kristindómskenslunnar er fyrst og fremst sá, að glæða það góða og göfuga, og fá það til að festa rætur og þroskast, gerir því minna til, þó fræðslan verði eigi alstaðar söguiegt kerfi. Einnig mætti tala við börnin um þá kafla, sem tíma vegna verður að sleppa, og hvetja þau til að lesa litlu biblíuna sína, alla, betur seinna. Mundu flest þeirra gjöra það. Reikningsbók Sigurbjörns Á. Gíslasonarer góð, sú besta, sem barnaskólar eiga kosí á. Hún er að vísu nokkuð löng og dýr, en kenslubók í reikningi má eigi vera mjög stutt. Dæmin þurfa að vera mörg, og margbreytileg, bæði munn- leg og skrifleg, og um fram alt sögð með orðum, svo æfing fáist til að nota reikninginn í lífinu. Landafræði Mortens Hansens, eða Karls Finnbogasonar, verður að láta börnin lesa, en hvorug er hentug fyrir far- skóla. Landafræði K. F. er skemtilegri, en hún er dýr, og farskólabörn komast eigi yfir nema lítinn hluta hennar, enda eigi skyldug að læra annað í landafræði, en dálítið um ís- land, vita um legu helstu landa í Evrópu og hvernig álfur liggja á hnettinum. En af því að bókin er svona löng, freistast kennarar oft til að láta börnin lesa meira, cn lögin beinlínis heimta. þetta væri nú gott, ef tími leyfði, en af því hann er takmarkaður, verður niðurstaðan sú, að annaðhvort tekur landar'r.námið ofmikinn tíma frá öðrum námsgreinum, eða námið verður kák, sem að litlu, eða engu gagni kemur.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.