Skólablaðið - 01.05.1914, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.05.1914, Blaðsíða 4
68 SKÖLABI.AÐIÐ 8. Haraldur Leósson með aðaleinkun 91 — 9. ída Pétursdóttir —«— 65 — 10. Guðbjörg Guðmundsdóttir —»— 88 — 11. Jens Hermannsson —»_ 78 — 12. Jónas Magnússon —« — 86 — 13. Kristín Vigfúsdóttir —«— 74 — 14. Oddur Sveinsson —«— 89 — 15. Ólafur Jónsson — € — 74 — 16. Sigríður Guðmundsdóttir » 74 — j7. Sigríður Magnúsdóttir «■ 80 — 18. Sigurður þorkelsson 71 — 19. Valdimar Jónsson « 74 — 20. Vigdís Gísladóttir — « — 68 — Prófdómendur við kennaraprófið skipaði stjórnarráðið þá Goðmund prófast Helgason, Jón fræðslumálastjóra þór- arinsson og þórhall biskup Bjarnason, og þar að auki Ólaf kennara Rósinkrans til að dæma um leikfimi, en Stefán kenn- ara Eiríksson og frúrnar Guðrúnu Briem og Sigríði Magn- úsdóttur um handavinnu. Kennarapróf í leikfimi tóku 18, öll nema 3. og 5. í röðinni hér að framan. En kennaraprófi í söng lauk enginn að þessu sinni. Úr ræðu skólastjóra. . . . þér sem lokið hafið burtfararprófi, farið héðan með þeim vitnisburði frá skólanum að þér séuð fær um að gjörast kennarar við barnaskóla vora. „Og ekki er nú árangur- inn mikill eftir 3ja vetra nám“,mundu margir hugsa, því að löngum hefur það verið talin vinna fyrir amlóða og lið- leskjur að kenna börnum og flestir þótt til þess fullgóðir; eg tala nú ekki um, ef þeir hafa myndast við að ganga í einhvern skóla. Eg vona að þér hafið þó öll átt hingað það erindi, að þið skiljið betur eftir en áður, hversu það starf cr vandasamt, veglegt og mikilsvert, að vitnisburðurinn, sem þér fáið frá skólanum, reynist því aðeins sannur, að þér gjörið það sem í yðar valdi stendur til þess að sanna hann, með því að reyna sífelt að taka yður fram. Burt- fararprófið héðan er í rauninni ekki annnað en inntöku-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.