Skólablaðið - 01.05.1914, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 01.05.1914, Blaðsíða 14
78 SKÓLABLAÐIÐ Hver vill taka að sér að veita liósi inn í islensku bænda- býlin — þar sem það er ekki fyrir? Það þarf ekki að ferðasí um þvert og endilangt iandið, eins og Wergeland gerði. Það er hægðarleiknr að stofna lestrarfélag og bókasafn í hverri sveií hér á landi á einu ári, ef prestunum og kennurunum kcmur saman um að vilja það, vilja gangast fyrir því. Líklega sanni næst, að hvar sem einhver einn maður tæki sig til og hreyfði því máli, þá mundi hann leiða það til sigurs, ef ekki þegar í stað, þá von bráðar. Ekki er að vita, hverjir til þess verða að sinna þessu mál', en ekki ólíklega til getið að það verði víðast hvar presfarnir eða kennararuir, eða prestar og kennarar saman. Og væri þá vel og málinu borgið. Skólaleiðtogar. í flestum skólum mun einn eða fleiri drengir vera leiðiogar hinna: þeir gerast forustumenn í leikjum og öllum framkvæmdum, jafnvel í hugsunarhætti og hegðun hinna nemendanna. Ef þessir skólaleiðtogar vinna með kennaranum, verður skólahaldið auðvelt fyrir hann, Slíkir leiðtogar eru ávalt úrræðagóðir, og þeim eru allir vegir færir; oft eru þeir miskunnarlausir og stjórna þegnum sínum járnhendi, þó að afleiðingin verði sú, að aðrir máttugri forustumenn steypi þeim frá völdum. Það er eðlilegt fyrir börn að fylgja einhverjum leiðtoga; barnaféiagsskapurinn er nú einu sinni svo gerður. Og leiðtogunum er hegnt miskunnarlaust og hiklaust. Þessir leiðtogar eru einbeittir í mótspyrnu sinni móti þeim fullorðnu, sem fallið hafa í ónáð hjá þeim, en aftur framúrskar- andi góðir og eftirlátir við þá, sem skilja þá og semur við þá. Þeir hafa sín ákveðnu lög og reglur, umbun og hegningu, Það er vitur kennari, sem tekur þá í sína þjónustu. Og þeir eru fúsir til að ganga í þjónustu hvers þess kennara, s«tn sýnir þeim traust. Margur skóli hefur beðið tjón af því, að kennarinn hefur vanrækt að taka þessa góðu krafta sér til hjálpar, en reynt þvert

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.