Skólablaðið - 01.05.1914, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.05.1914, Blaðsíða 8
72 SKOLA BLAÐIÐ fara þeir eftir því, hvernig próf börnin taka, sem þó er engan veginn réttur mæhkvaröi. Skólablaðið getur þess, að erfitt muni að halda foreldrafundi í sveitum og er það sjálfsagt rétt, ef fundirnir ættu að vera margir árlega. Öðru máli er að gegna, væru foreldrar og aðstandendur barnanna boðaðir til fundar við kennarann t. d. þegar skóli væri settur á haustin og svo einhvern tíma seinni hluta vetrar, því að þá virðist mönnum ekki vera vorkun að sæ'kja fundina en í skammdeginu tnun það erfitt. Kennararnir ættu líka senr oftast að koma á heimilin til þess þannig að kynnast lifnaðarháttum manna og aðbúð barnanna. Eg veit að það eru fleiri kennarar en eg, sem æskja sam- vinnunnar, en það virðist senr þeir séu hræddir við að slíkri ný- breytni mundi illa tekið og vilji fyrir hvern mun losna við þau óþægindi, sem af kynni að leiða, En við megum ekki hugsa þannig. Við megum ekki grafa tilfinníngar okkar, og góð áform undir fargi vanans ug ftieypidomanna. Áhyggjufullu nræðurnar hafa engin not af vinarhug okkar, ef við sýnum hann hvorki í orði né verki og látunr hann engu Ijósi kasta kring um okkur; hinar bundnu, þögulu, ósýnilegu tilfinniirgar gagna lítið við kuida lífsins og myikri, en hið óbundna i orðurn og verkum lýsir og vermir Ferjukoti 4. febrúar 1914. Halla R. Jónsdóttir. Sumardaqurinn f’ursti var runrinn npp. Hann var | fimtugasti dagurinn frá misd Óskars litla, þrítugasti og sjöundi dagurinn frá dánardægri Ólafs míns og tuttugasti og sjötti dagurinn, sem eg lá í lungnabólgunni. Eg vaknaði kl. 5 um morguninn eiss og eg á venju til um þetta leyti árs. Eg var búinn að liugsa tipp aftur og aftur mo gbirhugsanirnar mínar: Þeir eru dánir, tiorfnir, drengirnir mínir, það er veruleiki, teiskm veruleiki, enginn drauintir, guð hjálpi mér! Og hvar er mcð- vitundin, íifsaf ið, sálin? Þeirri spurningu svarar enginn, eri allir ganga með hana í hjartanu frá vöggunfi’ til grafarintrar. J

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.