Skólablaðið - 01.05.1914, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.05.1914, Blaðsíða 3
SKOLABLAÐIÐ 67 mentastofnanir landsins og við háskóla«). En þegar nú þar við bætist, að sú reglugerð lærdómsdeildar, sem við búum við, krefst mjög svo yfirgripsmikiis náms í ýmsum greinum, en gagn- fræðadeild hins vegar / reyndinni er ekkert annað en undirbún- ingsdeild undir hiua deíldina, þá er auðsæit, að gagnfr.d. verður a>ð láta sér annast um að undirbúningsnámið sé í góðu lagi. Og meðan kröfum og tilhögun er ekki breytt, verður gagnfræðaskól- inn á Akureyri auðvitað að rækja sömu skyldu, að svo miklujeyti sem hann býr nemendur undir lærdómsdeildina, hvernig sem hann kýs að afla þeiin nemendum þroska og þekkingar, sem eiga ekki þangað að fara. — Eg skal fúslega játa, að eg get hugsað mér annað fyrirkomulag á lærdómsdeildinni, væntanlega betra: breytta kensluaðferð í sum- um greinum (sbr. grein Böðv. Kristjánssonar í 1. og 2. tbl.), minni yfirferð og jafnvel færri námsgreinir, en ábyggilegra nám. Ómeltur hrafl-Iærdómur er lítils virði eða blindur átrúnaður á einhver gullkorn kennaranna, en sjálfstætt nám, þó að eigi sé það mjög yfirgripsmikið, hygg eg að muni þroska menn eins vel og margt annað. Jón Ófeigsson. Kennaraskólanum sagt upp. það var gert eins og lög gera fyrir vetrardaginn síðasta. Tóku þar vorpróf 53 nemendur alls, 28 stúlkur og 25 pilt- ar. Skólinn byrjaði veturinn með 63 nemendum, en van- höld urðu óvenjumikil vegna veikinda. Kennarapróf tóku þessi 20: 1. Arndís Jónsdótli með aðaleinkun 87 stig. 2. Arndís Kristjánsdóttir 82 — 3. Elísabet Björnsdóttir » — 53 — 4. Guðríður Guðmundsdóttir — * — 90 — 5. Guðrún Magnúsdóttir » 61 — 6. Haraldur Björnsson » 79 — 7. Haraldur Guðmundsson « 76 —

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.