Vísir - 03.12.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 03.12.1963, Blaðsíða 1
VtSIR 53. árg. — Þriðjudagur 3. desember 1963. — 163. tbl. Forsetinn væntan- i legur heim í dag Forseti íslands er væntanlegur heim til lslands úr Bretlandsför sinni í dag með flugvél frá Fiug- félagi ísiands. í gær heimsótti forsetinn Edinborgarháskóla og i gærkvöldi sat hann kvöldboð hjá háskólarel.: Nóbelsverðlaunahaf anum Appleton. Edinborg, 2. desember. Frá Emil Björnssyni. Um 60 íslendingar hafa dvalizt f Skotlandi í vetur. Flestir þeirra sóttu fuílveldisfagnað á heimili Sig ursteins Magnússonar aðalræðis- manns Islands í Edinborg í gær, en forsetahjónin voru þar meðal gesta. Sigursteinn bauð gesti vel- komna. Drukkið var forsstaminni og forsetinn flutti ávarp og þakkir til ræðismannshjónanna. Var full- veldisfagnaður þessi stærri Islend- ingasamkoma en haldin hefur ver- ið um Iangt skeið í Skotlandi. 1 morgun heimsótti forsetinn bókaútgáfufyrirtækið Thomas Nel- son an Sons, sem hefur með hönd um útgáfu íslenzkra fornrita. Kom- in eru út 3 bindi, Gunnlaugs saga Heiðrekssaga og Jómsvíkingasaga og Völsungasaga er í undirbúningi. Texti íslenzku fornritaútgáfunnar er öðrum megin í opnu en enskur texti hinum megin. Þessi brezka út- gáfa á íslenzkum fornritum hófst árið 1956 fyrir áeggjan íslenzkra fræðimanna og Sigursteins aðal- ræðismanns. Forstjóri útgáfufyrir- tækisins gaf forseta íslands fyrr- Framh. á bls. 6. ■ ■ fí-: æ | ..i! Peter Thomas aðstoðarutanrfkis ráðherra setti ráðstefnuna Fiskveiðiráðstefnan I London er nú hafin og stendur hún f jóra daga. Hana sitja fulltrúar rikja Fríverzlunarbandalagsins og Efnahagsbandalags Evrópu—og fulitrúar Islands, Irlands og Spánar. Hún var sett af Peter Thomas aðstoðarutanrlkisráð- herra Bretiands. Formaður sendinefndar Nor- egs á ráðstefnunni er Klaus Sunnanaa fiskimálastjóri. Búizt er við, að Bretar muni ræða um „aðgöngu að fiskimiðunum", og þegar um þau er rætt mun verða lögð áherzla á það af norsku sendinefndinni, að fisk- veiðar hafi verið stundaðar svo mikið á miðum á NA-Atlants- hafi, að nauðsyn sé að gera held ur ráðstafanir til þess að draga úr veiði. Norska sendinefndin mun halda því fram, að hið nýja ráð, sem fiskveiðar á norð austanverðu Atlantshafi heyrir undir, ætti að fá aukið vald og skilyrði til að láta til sin taka, þannig, að sem allra fyrst verði lagzt á þá sveifina með öllum þunga, að koma fram ráðstöf- unum til verndar fiskistofnin- um. Verkefna Lundúnaráðstefn- unnar hefir þegar verið getið hér í blaðinu, en hún var boðuð til þess að ræða sameiginlega hin ýmsu vandamál, og því boð ið á hana fulltrúum helztu fisk- veiðiþjóða Norður-Atlantshafs. Von Breta er, að samkomu- lagsgrundvöllur náist, eftir ráð- stefnuna til þess að byggja á samninga. Æ háværari raddir hafa heyrzt á Bretlandi um út- færslu fiskveiðimarkanna, en við Bretland er þriggja mílna landhelgi, og er ekki langt síð- an ekki mátti nefna, að við henni væri hreyft, eins og þegar deilurnar stóðu um útfærslu landhelginnar við Island. Nú skilja Bretar betur nauðsynina, en afstaða stjórnarinnar er að kanna undirtektir á sameigin- legri fiskimálaráðstefnu, og fá- ist útfærslan við Bretland ekki samþykkt þar, telja Bretar sig hafa óbundnar hendur um út- færluna. Framh. á bls. 6. VB. HOIMAR TAUNN AF — frá áramótum hafa 50 'islenzkir sjómenn drukknað Fullvíst þykir nú að vélbáturinn Hólmar GK 546 hafi farizt og með honum fimm menn. Báts ins var saknað s. 1. föstudag og hefur verið gerð mjög víðtæk leit, en án árangurs. Leitað hef- ur verið úr lofti, á sjó og gengið hefur verið á f jörur. Leit hefur nú ver- ið hætt. Með skipverjun um á Hólmari hafa alls 50 íslenzkir sjómenn drukknað frá s. 1. ára- mótum. Þessir menn voru á vélbátn- um Hólmari: Helgi Kristófersson, skip- stjóri, Sandgerði, 27 ára gamall, kvæiitur átti þrjú börn. Sigfús Agnarsson, stýrimaður frá Heiði I Gönguskörðum í Skagafirði 21 árs, ókvæntur. Guðmundur Stefánsson, vél- stjóri, frá Gilhaga í Lýtings- staðahreppi 1 Skagafirði, ókvænt ur. Gunnlaugur Sigurðsson, mat- sveinn frá Vestmarinaéyjum, 46 ára ekkjumaður méð fimm börn. Tveir af áhöfninni, þeir Hélgi og Gunnlaugur láta eftir sig börn, Helgi 3 ásamt eiginkonu og Gunnlaugur fimm. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu hefur leit nú verið hætt, en gengið verður á fjörur, ef eitthvað skyldi reka. — Eins og Vísir skýrði frá I gær fundust um s.l. helgi stlu- fjalir og hlerar, ásamt ollubrús- uiri. Verður brakið sént suður, til nánari athugunar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.