Vísir - 03.12.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 03.12.1963, Blaðsíða 15
V í S I R . Þriðjudagur 3. desember 1963. /5 .'.'.V.V i j i r Ég veit, að ég hefi hreyft við gömlu sári, en þú veizt að ég tel það helga skyldu, að menn komi drengilega fram við sína. Ég aðvaraði þig á sín- um tíma, er þú varst ástfanginn orðinn í móður Angelu, því að ég vissi hverjar afleiðingarnar myndu verða. Stöðu þinnar vegna gaztu ekki átt hana, þar sem hún var ekki sömu stéttar og þú. Að minnsta kosti leiztu svo á sjálfur, en þá áttirðu ekki að ginna hana til fylgis við þig. Það var afbrot. Þú fórst ekki að mínum ráðum. Og Angela fæddist. Þú manst kannski, að það var ég, sem fékk þig til að gangast við barninu og ég gerðr mér vonir urn, að þú mundir þá ganga að eiga móður hennar — gerði mér vonir, að geta beitt áhrifum mínum til þess, að þú kvongaðist henni. En það voru falsvonir. Þú bauðst henni eins konar ölrnusu — og svo átti hún að ala upp barn þitt. Hún var stolt og hafnaði boði þínu og ég virti hana fyrir það. Hún sleit sér út fyrir barn sitt og þitt, unz heilsan þraut — og hún var grafin á kostnað þess opin- bera. V — Af hverju ertu að minna mig á þetta, Benjamín, tautaði Bernier ■— það er hræðilegt. — Lofaðu mér að tala út. Dag nokkurn kom barn það, sem ber nafn þitt og bað þig um hjálp og vernd. Þú hraktir hana burt. — Þu veizt, að ég var kvænt- ur. Og gat ég í rauninni tekið við lauslátri stúlku. — Lauslátri? Já, eins og móð I ir hennar — af því áð hún elsk- aði þig Angela hafði verið flek- uð. Og þar varst þú í sök. - Ég? — Já, hundrað sinnum já. | Angela stóð uppi ein, verndar- j laus. Hún hafði búið í hinni mestu eymd með móður sinni veikri, en hún var þín dóttir, ekki síður en Cecile, sem Var alin upp við allsnægtir og fékk allt, sem hún bað um og meira til. Hún hafði veika aðstöðu, þegar maður kom inn í líf henn- ar og taldi henni trú um, að hann elskaði hana og vildi ganga að eiga hana. Þú rakst hana á j dyr. Og Angela ól bam í heim- inn — og ól það upp af eigin ramleik án þess að gefa því ann- að nafn en sitt, af því að flag- arinn neitaði henni um sitt. Hún helgaði líf sitt þessu barni. Hún varð undantekningin frá regl- unni. Vanalega sígur áfram á ó- gæfuhlið fyrir stúlkum, sem verða fyrir þessu, en hún lifði heiðarlegu lífi og vann af mikl- um dugnaði. Hún sýndi, að hún hafði ekki átt það skilið, að vera rekin á dyr í fyrirlitningu. — Og nú ertu auðugur — og 1 að verða gamall, eins og þú sagð ; ir áðan. Hve mikinn hluta þess j ætlarðu að ánafna dóttur þinni? í — Ekki neitt, sagði Bernier j þurrlega. — Ég trúi þessu ekki. — Það er nú samt |svo, — ég ætla ekkert fyrir hana að gera. — Eftir 16 ár flögrar ekki að þér að fyrirgefa henni víxlspor sitt. — Hefði Angela hegðað sér heiðarlega hefði ég verið þess minnugur að ég er faðir hennar. En með skömm sinni rauf hún það band, sem batt okkur sam- an. Ég viðurkenni hana ekki sem dóttur mína. '-J- Það er fyrirlitlegt og órétt- látt. Þú varst búinn að viður- kenna hana og hún gat gert sínar kröfujt—g^pr^n. Ef hún neytti réttar síns ao lögum gæti hún neytt þig til þess að hjálpa sér og haft truflandi áhrif í lífi þínu. Hve margir mundu ekki gera það í hennar sporum? Hún gerði það ékki og kom þannig fram af mikilli tillits- semi. — Ég hefði tekið hana að mér, ef hún eftir dauða móður sinn- ar hefði sýnt, að hún var þess verð. — Þetta er hræðilegt, Jacques. Ég held, að hjarta þitt sé úr steini — Við skulum ekki ræða þetta frekar, sagði Bernier í höst ugum tón. En Leroyer greip í hönd síns gamla vinar. — Ég finn mig knúðan til þess að tala máli Angelu. Ég hefi dregið það í mörg ár, en nú bið ég þig að gera það, sem rétt er. Ég víl, að þú þurfir ekki að hafa samvizkubit í ellinni. Hann hélt áfram að tala máli 1 Angelu og Bernier ætlaði að rjúka burt, en Leroyer greip í hann og neyddi hann til að setj- ast aftur, því að hann sá, að hann var farinn að linast. Hvernig hefirðu ráðstafað pen ingunum til bráðabirgða? spurði hann. — Ég fól bankastjóra mínum í Marseille 1.250.000 til varð- veizlu. — Hvað heitir hann? — David Bontemps. — Hann er heiðarlegur maður sem veitir öruggri stofnun for- stöðu. Vextir? — Fimm af hundraði. — Nú, það verða 60 þúsund á ári. — Já, fyrir 250 þús. ætla ég að kaupa hús og búa þar vel um okkur. — Þig og Cecile, vitanlega. Þú ræður yfir höfuðstól upp á 1.200.000 franka, og það fé sem ég ávaxtaði fyrir þig nemur 120.000 frönkum. Þú hefir þann- ig árlega tekjur upp á 66.000 franka. — Ég ætla að gefa Cecile 500.000 franka í heimamund. — Þá verða eftir 820.000 frankar, sem er mikil eign fyrir mann, sem ekki gerir miklar kröfur til lífsins. Gætirðu nú elíki íáll.izt:&,<aS láta Gecilie‘^—? ÍCemur ekki til mála/ áð ég fari að rýja mig inn að skyrtunni hennar vegna. — Einhvern tíma verður þú að deyja sem aðrir menn — og Angela á rétt til 1/3 af eignum þínum. — Ég get búið svo um hnút- ana, að hún fái ekki grænar eyri. — Það gerir þú ekki Jaques, það væri skammarlegt. Þú ættir að gera erfðaskrá og ætla ó- skilgetinni dóttur þinni hluta af eignum þínum. Bernier hneigði höfuð og vin- ur hans hélt áfram: t — Ef til vill væri betra, að láta Angelu fá vexti af ákveð- inni upphæð, og dótturina höfuð stólinn þegar móðirin deyr. Það væri fallega gert af þér. Minnztu þess, að móðir hennar var ást- mær þín, og að Angela er þitt barn. Þótt þú sért búinn að gleyma því þúsund sinnum muntu ekki gleyma því oftar. 7116 Eltu þennan hund. Hann hefur ekki borgað blaðið í síðustu 3 skiptin. Nú gerirðu gott úr öllu. Ég veit þþ gerir, það, sem rétt er. — % veit, að þú vilt ekki; þegar Cecile einhvern tíma giftist, að þú þurfir að hlýða á rötid sam- vizku þinnar segja: Hún fékk allt, en hin dóttir þín ekkert. Jacques Bernier var orðinn hrærður og Leroyer sá, að tár féllu á handarbak hans. — Hve glaður ég er, sagði Leroyer. Nú veit ég, að þú hefir skilið mig. — Þú hefir víst rétt fyrir þér. Ég hefi ekki komið drengilega fram, en nú ætla ég að gera gott úr öllu. Viltu gera uppkast að erfðaskrá? — Viltu að ég geri það strax?, spurði Leroyer glaður. — Já, já. — Auðvitað rétt, við skulum ganga frá þessu nú, enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sínu. Ég skal gera þetta — og þú þarft ekki annað en láta taka afrit af því. — Þú verður að ganga þann- ig frá því, að ekki geti komið til ágreinings milli erfingjanna. Hjúkrunarkonan berst um á hæl og hnakka. Slepptu mér, hróp ar hún, ég kom hingað til þess að vinna, en ekki til þess að sitja og bíða eftir meiri birgðum. — ——iMHmMwm iTmTir:n1 •satr<»v~ ^ssmMHetammJsu^-r-,- Slepptu mér, segi ég. En Tarzan hlustar ekki á hana, heldur stikar af stað. Og þár sem hann heldur í handlegg hennar, þá á hún ekki um annað að velja en að fylgja eftir. Hún er falleg, segir Medu brosandi, en það er bezt fyrir hana að gera Tarzan ekki reiðan. Ég skipaði þér að koma hingað og láta þessa Púnóa vera, segir Tarzan við Naomi. Vertu nú góð stúlka, og vertu kyrr í tjaldi þínu, þangað tii ég segi þér að koma út. BUVELA SALAN ■1715 Það hefur ýmis vandamál í för með sér að búa í háhýsi v/Miklatorg Sími 23T 36 LAUGAVEGI 90-02 Seljum í dag Landrover- diesel árgerð 1962. B'.'a- og búvélasalan FÖLKSBÍLAR: Chevroiet Impala ’6ú, ekin að- eins 40 þús. km. Merredes Benz ’55 — ’61, 180, 190 og 220. Fiat 1800 ’60 Opel Kapitan '60 Voikswagen ‘55 —’62 Taunus 12 m og 17 m ’59 — ’63. Taunus 17 m station ’62. VÖRUBÍLAR: Mercedes Benz '60 — '63 Volvo '61 5 tonns- Bedford ’61 —’63 Skandiallabis ’60 Volvo ’62 9 tonna Qievrole* '59 Jeppar > ”'ea; nar. Jeppakerrur. Dráttarvélar af öllum tegund- um og aðrar búvéiar. f- og búvélasalan vid Miklatorg ÍWntun prentsmiöja 6, gúmmistlmplagerí Elnholtl 2 - Slml 20960 Særuúlpur kr. 998,00

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.