Vísir - 03.12.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 03.12.1963, Blaðsíða 7
V1SIR . Þriðjudagur 3. desember 1963. Tíu Skuggs j árbækur Nýjar bækur frá SKUGGSJÁ I Hafnarfirði verða samtals 10 á þessu hausti, skáldsögur, ferða- bækur, fræðirit og ein barnabök. Bækurnar eru: SEGÐU ENGUM eftir Hönnu Kristjónsdóttur er Reykjavíkur- saga og fjallar um ungt fólk, ástir og fjölskylduvandamál. Eftir Elínborgu Lárusdóttur kemur skáldsagan EIGI MÁ SKÖPUM RENNA. Er það ástar- saga og efni hennar sótt aftur á 18. öld. Öðrum þræði er hér um að ræða sanna lýsingu á þjóð- háttum og aldarfari 18. aldarinn- ar og hugsanalífi fólks þess tíma. Að hinum er hér um að ræða ástarsögu, með skýrum og fast- mótuðum persónulýsingum. Andrés Kristjánss'on ritstjóri hefur tekið saman bók um hið víðfræga Geysisslys. Heiti bókar- innar er GEYSIR Á BÁRÐAR- BUNGU og segir þar á látlausan en skýran hátt frá þessu slysi, sem vakti athygli jafnt innan lands og utan. í bókinni er mik- ill fjöldi mynda, bæði af slys- staðnum og frá því er leitarmenn og áhöfn vélarinnar koma til Reykjavíkur. VILLIBLÓM í LITUM eftir Ingimar Óskarsson grasafræðing, er ný bók í bókaflokknum „Or ríki náttúrunnar“. Hér er um að ræða litmyndir af Flóru íslands og hinna Norðurlandanna, en texti Ingimars er sniðinn fyrir ís- ienzka staðháttu. í bókinni eru litmyndir af 667 tegundum nor- rænna jurta og greinagóðar lýs- ingar á þeim öllum. Eftir Lúðvík Kristjánsson kem- ur síðara bindi af ævisögu Þor- láks Ó. Johnson ÚR HEIMSBORG í GRJÓTAÞORP. Þorlákur Ó. Johnson var mikill umbóta- og hugsjónamaður og má hann telj- ast faðir frjálsrar innlendrar verzlunar. Saga Þorláks Ó. John- son er brot af þjóðarsögunni á síðari hluta 19. aldar. KÖKUR MARGRÉTAR eftir Margréti Jónsdóttur er lítil og handhæg bók, samin af konu, sem I hart nær 40 ár hefur bakað kökur í eldhúsinu heima hjá sér og selt þær Reykvíkingum. Alls eru hér 90 uppskriftir og er í bókinni að finna hvernig bezt er að búa til ýmsar kökur og kex, stórar kökur og tertur, smákök- ur, krem og mauk. Bókin er prýdd myndum. Tvær hinna vinsælustu er- lendra skáldkvenna, sem bækur hafa átt á íslenzkum bókamark- aði undanfarin ár, eru Theresa Charies og Margit Söderholm. Eftir þær báðar koma nýjar bæk- ur nú, KARÓLÍNA Á HELLUBÆ eftir Margit Söderholm, en bók Theresu Charles heitir LOKAÐ- AR LEIÐIR, spennandi ástarsaga. Eftir danska Grænlandsfarann, ferðalanginn og rithöfundinn Ejn- Andrés Kristjánsson ritstjóri hefur samið bók um hið eftir- minnilega Geysisslys á Vatnajökli fyrir rúmum áratug. Hér birt- ist mynd af áhöfn fiugvélarinnar við komuna tii Reykjavíkur. ar Mikkeisen, skipstjóra, kemur ný bók, FERÐ I LEIT AÐ FURÐU LANDI, frásögn af landaleit í norðurhöfum, saga mikilla ævin- týra og skemmtilegra atvika. Loks kemur lítil og falleg barna bók, TRILLA OG LEIKFÖNGIN HENNAR eftir J. L. Brisley, hinn vinsæla höfund bókanna um Millý Mollý Mandý. slenzkar Ijósmæður Skálda., hin nvi Afmælisdagabækur hafa löng- um verið í hefð á íslandi. í fljótu bragði undrast maður þær Vinsældir sem þær hafa öðlazt meðal fólks en þarna fer saman annars vegar fróðleiksfýsn ís- iendingsins, að kunna einhver deili á náunganum, a.m.k. hve- nær hann er fæddur, og hins vegar ástin á ljóðinu sem oftast fvlgir afmælisdagabókum. Nú er ný afmælisdagabók komin á markaðinn. Sú heitir hvorki meira né minna en skálda, en einhvers staðar stend- ur að ,,Skálda“ hafi að geyma „fegurstu kvæði á norðurhveli heims“. Biáfellsútgáfan í Reykja- vík gaf bókina út en Jóhannes. skáld úr Kötlum tók bókina sam- an og. bjó undir pre.ntun. Að Skáldu hinni nýju standa 365 skáld, eða jafnmargir höf- undar og dagarnir í árinu eru margir. Kémur vísa hvers höf- undar á hans eigin afmælisdag, en síðan eru reitir fyrir 6 — 7 manns til að skrifa nöfn sín og fæðingarár á hverri blaðsíðu. Jóhannes skáld úr Kötlum seg- ir í inngangi bókarinnar að fólk megi ekki balda að þessari bók sé endilega ætlað að færa því „fallega afmælisvísu“ með ein- skærum hamingjuóskum, heldur beri fremur að líta á hana sem takmarkaða svipsýn inn í hugskot höfundanna, hvers um sig og alira samt. Bókin er að útliti með nokk- uð óvenjulegum hætti, bundin í flauel á fremra spjaldi og kili, en í pappa að aftan. Það er gert með það fyrir augum að hún liggi á borði, en sé ekki höfð í skáp. Á flauelssíðunni er silf- urskjöldur og ætlunin að á hann sé grafið nafn eiganda. KVÖLDVÖKUÚTGÁFAN hefur sent á markaðinn II. bindi af bók- inni um íslenzkar ljósmæður, 270 bis. bók meö frásagnaþáttum og æviágripum 29 Ijósmæðra, ásamt myndum af flestum þeirra. Meiri hlutinn er enn ,úr safni sé.ra Björns O. Björnssonar. Hefur hann verið búinn að draga á land mikið efni til jjessarar útgáfu, og vel sé honum fyrir. Ritstjóri safnsins, séra Sveinn Víkinttur, ritar þrjá- þáttanna og formála. Átján aðrir (menn og konur) rita sinn þáttinn hver. Átta ljósmæður rita sjálfar sína kafla, og eru það beztu þættirnir — sumir ágætir. Eftirminnilegar eru sumar frá- sagnir þessa bindis, en í heild tekur bókin ekki hinu fyrra fram. Auðvitað verður slíkt safnrit misjafnt að gæðum og ýmislegt keimlíkt hjá fleirum í sams kon- ar sþarfh,, íjigi að, síðiir, er mikill rengur ao ’ hvef'n “ 'nýrri bók' af slíky tagi, margt sérstætt og gagnmerkiíegt. Við lestur þessarar bókar, eins og hinnar fyrri, vekur það sér- staka athygli manns, hve mikla alúð ljósmæðurnar hafa lagt í starf sitt og hve mikla samvizku- semi, fórnfýsi og áhuga þær hafa haft til að bera. Flestar, ef ekki ailar, virðast hafa tekið starfið sem köllun, helgað sig þvi og litið á hitt sem aukaatriði, hvað fékkst í aðra hönd. Eftir- tektarvert er guðstraust þeirra og óbiiandi kjarkur. — Ég full- yrði, að þessir þættir eru hollt lesefni fyrir unga jafnt sem aldna, já', lærdómsríkir, sumir hverjir. íslenzkri persónusögu er feng- ur að þessari bók, virðingarvert fyrirtæki að koma henni á fram- færi og óskandi, að hún gangi svo vel út, að þess vegna verði engin fyrirstaða á, að við fáum fleiri bindi af ljósmæðraþáttum. Jóhannes Óli Sæmundsson. BÓK UM RÓMAYELDI Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur sent á markaðinn mikið rit og stórt um Rómaveldi eftir ameríska heimspekinginn Will Durant. Er þetta fyrra bindið af tveim um sögu og menningu >ó JglNN af kunningjum okkar Vísis-manna hringdi I okk- ur á dögunum, meira en lítið ergilegur. kann var nýkominn inn á skrifstofu sína, sem er í sama húsi og skrifstofur Vísis á Laugaveginum. Kunningi okkar hafði komið með strætisvagni, því bíllinn hans var bilaður. Hann fór úr vagninum við stöð- ulinn, andspænis húsinu. Én þeg ar hann vildi komast yfir göt- una var það talsverðum hættum bundið. Bílaumferðin var mikil í báðar áttir. Þegar dró úr umferðinni úr annarri áttinni, var bílaröð á leið úr hinni, og ekki óhætt að fara út á götuna. Þannig gekk þetta lengi. Bif- reiðastjórum datt ekki í hug að staðnæmast til að hleypa kunn- ingja okkar og raunar fleirum, yfir götuna. En sárastur var kunningi okkar yfir því að bíl- arnir fóru hratt um götuna, óku stundum á vegarbrúninni, og slettu frá sér langt út fyrir brautina, — og fór kunninginr, ekki varhluta af slettunum. Nú mætti gera tvennt á þes' um stöðli. Lýsa götuna betur, og skapa fótgangandi fólki for réttindi til að auðvelda því að komast yfir götuna. Það verðu: með einhverjum hætti að skylda ökumenn til að staðnæmast, þeg- ar fólk þarf komast yfir götuna, á þessum stað og öðrum, sem líkt er ástatt um. Annar vegfarandi kvartar yfir því að ökumenn taki ekki nægi- lega mikið tillit til vegfarenda, sem fara yfir á gatnamótum Nóatúns og Laugavegar á grænu ijósi. Þeir beygja inn á þessar götur án tillits til veg- farenda, hindra þá í að komast yfir eða skjóta þeim skelk í bringu með því að aka að þeim. Fótgangandi maður á í þessum tilfellum rétt umfram ökumann inn. sem ökumanninum ber að virða. Rómaveldis, en eitt af niörgum um sögu mannkynsins í heild eftir sama höfund. Will Durant hefur samið risa- vaxið verk um sögu mannkyns- ins „The Story of Civilization" sem byrjaði að koma út 1935 og siðan hvert bindið rekið annað. Saga Rómaveldis er 3ja bindið í því ritsafni og hér kemur aðeins fyrri hluti þess út. Er það þó stór bók, nær 400 síður með mörgum sérprentuðum myndum. Bókin fjallar um alla meginþáttu í lífi Rómverja hinna fornu, seg- ir frá störfum þeirra og menn- ingu, m. a. stjórnmál, hagfræði, siðfræði, trúarbrögð, náttúruvls- indi, heimspeki, iistir og yfirhöf- uð allt það er máli skiptir í sögu þessarar menningarþjóðar. Höfundur ritsins þykir hafa einstæða yfirsýn í menningu og sögu fornþjóða, jafnhliða ljósri framsetningu og mikilli stílsnilld. Fyrir þær sakir er bókin gefin út í íslenzkri þýðingu. Jónas Kristjánsson hefur þýtt hana. Saklausa dúfan Nýr höfundur hefur haslað sér völl með ástarsögu, „Saklausa dúfan“. Höfundurinn heitir Már Kristjánsson, Reykvíkingur að uppruna. Þetta er viðburðarík ástarsaga íslenzks sjómanns og gerist með- al sjómanna og léttúðarmeyja i framandi landi og álfu. Saklausa dúfan er heiti á knæpu í litiu þorpi. Þangað safn- ast sjómenn og lauslætislýður saman og þar mætir sjómaður- inn íslenzki örlögum sínum I ást til einnar gleðikonunnar, sem i augum hans er fegurri en aðrar konur, betri en aðrar konur og sem hann ann meir en öðrum konum. Það eru samskipti hans og annarra við þessa konu, sem höfundur lýsir í skáldsögu sinni. „Saklausa dúfan“ er á 4. hundr að síður að stærð. Útgefandi er bókaútgáfan Fróði. \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.