Vísir - 03.12.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 03.12.1963, Blaðsíða 4
V í S I R . Þriðjudagur 3. desember 1983. a verksmiðja ISAFIRÐI allt sé rétt er tekið til við prentunina og tekur hún að sjálfsögðu misnftmandi langan tíma, eftir því hve löng bókin er, hve stórt upplag o. s. frv. Síðan er bókin bundin inn, hlífðarkápan sett utan um og síðustu höndina á verkið leggja stúlkur, sem setja sellófanpapp- írinn utan um — og bókin er tilbúin að fara í bókaverzlan- irnar. Þegar okkur bar að garði í Leiftri var Gunnar Einarsson Gunnar að bókaútgefendur væru nú á síðasta snúning með að koma bókum sínum á markaðinn fyrir jólin, því að út á land þyrftu bækurnar að komast sem fyrst, því að sam- göngur væru svo óvissar á þessum tíma árs. — Leiftur er nú í þann veginn að flytja í nýtt húsnæði, áfast hinu gamla, en þar sem1 annríkið er svo mikið verður að bíða með flutning prentvélanna fram yfir jól. Þeir eru að prenta mn f?tm SOt Wf Tiljji .• f. \'_"j íl blrtast Irettír um bækur, aug- lýsingar um bækur og í dag- blöðum birtast dómar um bæk- ur Það er vel fyrir því séð að Islendingar hafi eitthvað að lesa um jólin Það er rætt um höfunda bók- anna, persónur þeirra og annað efni, en hvar bækurnar, sem við fáum f hendurnar, hvítu blöðin með svörtu stöfunum verða til heyrist minna um. Bókaútgefendur eru ótal- margir og sömuleiðis prent- smiðjurnar en í prentsmiðjun-. um er nú víðast hvar unnið dag og nótt til að afkasta þvf sem gera þarf fyrir jólin. Bæði er að hörgull er á prenturum og svo gerði 10 daga verkfall prentara heidur en ekki strik í reikninginn og mun það jafn- vel hafa orðið til þess að bæk- ur sem áætlað var að kæmu út fyrir jólin ná ekki nægilega snemma til að komast á mark- aðinn. Við brugðum okkur í heim- sókn í tvær prentsmiðjur borg- arinnar fyrir skömmu tii að sjá hvernig þar er umhörfs á þess- um mikla annatfma. 1 Isafoldarprentsmiðju var allt í fullum gangi. Á fyrstu hæð var verið að prenta, á ann- arri hæð var verið að setja bæk ur og á þriðiu hæð var verið að binda inn bækur. Vélar vinna nú orðið flest þessi störf, en það þarf fólk til að stjórna vél- unum. Mörg eru þau handtök sem vélarnar geta ekki gert og má við þau sjá fólk á öllum aldri, faglært og ófaglært, karl- menn og kvenfólk. Það fer langur tími og mikil vinna í að gera eina bók. Eftir Fréttamaður Vísis á ísafirði átti tal við Steinþór Kristjáns- son verksmiðjustjóra um fram- leiðslu og starfsemi nýrrar plast verksmiðju, Torginol, sem stofn sett hefur verið á I’safirði og hefur nýlega hafið starfsemi sína. Verksmiðjan er staðsett á Stakkanesi við Skutulsfjörð. Frá sögn Steinþórs fer hér á eftir. Nýlega tók til starfa verk- smiðja, sem framleiðir gólfefni, sem komíð getur í stað gólf- dúka í íbúðarhúsum og ennfrem ur má nota það á gólf, er þurfa meira slitþol, t. d. gólf í sjúkra- húsum, verksmiðjum, samkomu- húsum o. fl. stöðum. Aðalkosturinn við lagningu þessa nýja efnis er sá, að ekki þarf að pús.sa gólfin, eins og nauðsynlegt er, þegar um lagn ingu á dúk er að ræða. Gólfin eru samskeytalaus og eru þau því auðveldari í þrifum og eng- in hætta er á að efnið losni frá gólfinu vegna vatnsaga eða af öðrum orsökum. Haga má slit- þoli gólfanna eftir vild, t. d. má í anddyrum, þar sem mikið mæð ir á, hafa meiri styrkleika en títt er um þau gólfefni, sem hingað til hafa verið notuð. Til marks um styrkleika efn- isins má geta þess, að hafa má slitþol þess svo mikið, að hinir örmjóu, illræmdu kvenhælar vinni ekki á því, svo að eitthvað sé nefnt. Fleiri nýjungar eru á döfinni, þótt það, sem að framan greinir, megi teljast til sérstakra nýj- unga og mun verksmiðjan einn- ig fram'leiða1 ýmsar aðrar teg- undir úr skyldum efnum. Þá er og nýhafin framleiðsla á veggplasti, sem einnig má setja á ópússaða fleti. Má því vænta þess, að húseigendur geti sparað sér töluverða fjárhæð með því að nota þessi efni, þar sem ekki er nauðsynlegt að pússa þá fleti, sem efnin eru lögð á. Verðið fer eftir slitþoli gólf- anna og er sambærilegt við A og B þykktir venjulegra gólf- dúka og verður þvi ódýrara, ef tekið er tillit tii vinnunnar við að leggja og líma dúkana, að ekki sé talað um pússninguna á gólfunum. Efnin eru framleidd í ýmsu litavali samkvæmt vestur-þýzku einkaleyfi fyrir ísland, sem þeg ar hefur verið selt á ieigu til 104 ianda heims og margbúið er að reyna og prófa af rann- sóknarstofnunum í Þýzkalandi og víðar. Fyrirtækið mun reyna að sjá um að þjálfa menn víðs vegar um landið til að vinna að lagn- ingunni. Nú þegar hefur Þor- steinn Löve, múrarameistari, Sig túni 35, Reykjavík, tekið þetta að sér þar og i nágrenni, og hefur hann þegar lagt í gólf á nokkrum stöðum í Reykjavík. Eigandi verksmiðjunnar er samnefnt hlutafélag. Stjórnarfor maður og framkvæmdastjóri verksmiðjunnar er Jón Þórðar- son, múrarameistari á Isafirði. Verksmiðjustjóri og efnafræð- ingur fyrirtækisins er Steinþór Kristjánsson, ísafirði. I Isafoldarprentsiniðju. Sigurður Þorláksson prentari og Guðgeir Ólafsson verkstjóri virða fyrir sér kápu af bókinni „Sumar í Sóltúni“, sem verið er að prenta í nýlegri prentvél. Nú er jólabókaflóðið að skclla yfir. Gluggar og hillur bókaverzlananna fyllast af ný- útkomnum bókum. Menn taia um bækur, skrifa um bækur, deila um bækur, hrósa bókum, setja út á bækur, kaupa bækur, já og að sjálfsögðu lesa þeir bækur. í dagblöðum og útvarpi að hún hefur verið rituð og út- gefandi og höfundur hafa sam- ið er tekið til við gerð bókar- innar. Hún er sett, síðan eru lesnar prófarkir og tekur það oft þó nokkuð langan tíma því að yfirleitt þarf margt að at- huga og lagfæra. Þegar gengið hefur verið úr skugga um að að afgreiða háan stafla af barnabókum, en nú í ár gefur Leiftur út milii 10 og 20 barna- og ungiingabækur. Við röltum inn í prentsmiðjuna og var þar. verið að prenta kápur á bækur og dagatöl fyrir árið 1964 því að sjálfri prentun jólabókanna mun að mestu lokið.. Sagði Hverinn hvarf Breytingar hafa orðið á hverum í Hveragerði, sem bæjarbúar þar vilja setja í samband við gosið í Gosey. Um sama leyti og gosið hófst féll einn hver á hverasvæð- inu niður. Or honum hafði fengizt heitt vatn til upphitunar barna- skóla og fleiri húsa I Hveragerði. Varð að loka skólanum í tvo daga meðan verið var að fá vatn annars staðar frá. Þá vakti það nokkra athygli, að annar hver, sem áður var kunnur, Biáhver, en hefur verið vatnslaus frá því Hekla gaus fór nú af stað um svipað leyti og Gosey myndað- ist og er hann nú fullur af sjóð- andi vatni. Minnisvarði um Ásgeir Sig- urðsson í Fossvogskirkjugarði Minnisvarði um Ásgeir Sigurðs- son fyrrv. skipstjóra og formann Farmanna- og fiskimannasambands íslands var í gærdag afhjúpaður í Fossvogskirkjugarði, að viðstaddri núverandi stjórn félagsins og nán- ustu ættingjum og vinum. Örn Steinsson vélstjóri, hinn ný- kjörni formaður samtakanna af- henti Þorkeli Sigurðssyni vél- Jóhannes Sigurðsson hefur nú staðið 57 ár við pressuna, og langt er frá að hann sé farinn að þreytast. Hann vinnur nú í Leiftri og á myndinni er hann ásamt Ágústi Björnssyni prentara. Prentvélin er að prenta kápu utan um barnabók um „Zorro“. stjóra, bróður hins látna, stein- inn, fyrir hönd þeirra og lagði sjálfur veglegan blómsveig á leið- ið, I stuttu ávarpi, minntist hann á hversu happsæll Ásgeir hefði ein- att verið á löngum sjómannsferli sínum, og kvað eftirmælin sem rituð væru á steininn fullkomlega verðskulduð. Þau eru úr Hávamál- um: Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr it sama, en orðstírr deyr aldrigi, hveims sér góðan getr. Mikill einhugur ríkti innan sam- takanna um að reisa þennan minn- isvarða, og er það nær einsdæmi að áhugi skuli vera jafn almennur og raun bar vitni um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.