Vísir - 03.12.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 03.12.1963, Blaðsíða 2
VISIR . ÞriBjudagur 3. desember 1963. 'f M B* TSL *W . liíir«ffl|l%itEi-Síteiií!;iíiiiiwíilÍ JÓN BIRGIR PÉTURSSON rffiœiWs iiii BHW ijl 81 iiiiiaifBsfesiiðiíssei Frá aðalfundi KR: Bezti árangur knattspynw- deildar KR frá upphafí Sautjándi aðalfundur Knatt- /rnudeildar KR, var hajdjnn I agsheimilinu við Kaplaskjóls- veg mánud. 25. nóv. 1 upphafi fund arins minntist form., Sigurður Halldórsson, tveggja félaga er lét- ust á árinu, þeirra Magnúsar Más- sonar og Guðmundar Ólafssonar, en hann var einn af stofnendum Storklubbens KR eins og Danir Orslit í ensku knattspyrnunni Jaugardag urðu þessi: 1. deild: V;ton Villa —Ipswich ’: ackburn Rovers—Arsenai lackpool—Leicester "'ielsea — Bolton Wanderers ' iverpool — Burnley 'ottingham F,—W. Bromwich 0:3 iieffield U.—Manchester U. 1:2 íoke City—Birmingham ottenham —Sheffield W. /est Ham —Fulham /olverhampton — Everton 2. deild: V ury—Newcastle 1—2 Cardiff City-Plymouth Argyle 3:1 T,eeds — Swansea 2:1 Manchester City —Huddersfield 5:2 ' iorthampton—Middlesbrough 3:2 ' lorwich — Charlton 1:3 '’ortsmouth —Preston 1:2 '.otherham—Leyton Orient 2:4 cunthorpe — Grimbsy 2:2 "underland —Southampton 1:2 ' indon Town — Derby County 0:0 nefna KR oftast. Fundarstjóri var kosinn Einar Sæmundsson, og stýrði h»nn fund- inum sem var vel sóttur af hinum fjölmörgu félagsmönnum deildar- innar. KR tók þátt í 33 knattspyrnumót um af 34 sem keppt var í á árinu, þeir unnu 14 þeirra, eða fleiri en nokkurt annað félag, þeir urðu Islandsmeistarar í þrem fiokkum, í 5. fl., 2. fl. og í mfl., en þar sigruðu þeir nú í 18. sinn. Bikar- keppni KSÍ unnu þeir nú f 4. sinn í röð, en ekkert annað félag hefur hlotið þann heiður að verða bikarmeistari, anna? en KR. Þessi árangur er sá bezti er félagið hef- ur náð frá því það var stofnað. Á vegum KR fór utan í sumar til Danmerkur og Þýzkalands, 80 manna hópur í vel heppnaða keppn isferð. Þessi hópur var stærsti í- þróttaflokkur er farið hefur utan, héðan frá íslandi, enda sögðu dönsku blöðin um komu KR þang- að að innrásin værin hafin. Allan vanda af þessari miklu för hafði formaðurinn Sigurður Halldórsson og honum til aðstoðar var Sigur- geir Guðmannsson. 8 KR-ingar léku með Landsliði Isiands á móti Englendingum, og hafa aldrei fleiri KR-ingar leikið með lands- liðinu í einu. Á fundinum var afhentur af- reksbikar 2. flokks KR, en hann er vejttur þeim leikmanni 2. flokks, er skarar fram úr við á- stundun og æfingar á árinu. Að þessu sinni var bikarinn veittur Þórði Jónssyni, fyrirliða 2. flokks, og ieikmanns f 1. deild. Skýrsla gjaldkera var lesin upp og sýndi, að fjárhagur deildarinnar er sæmilegur. Á næstu ári á KR 65 ára afmæli, svo búast má við, að ýmislegt verði gert til eflingar fjárhagnum, en hann er eins og aliir vita versti óvinur allra íþrótta félaga. Hagnaður af leikjum Mfl. £ Reykjavík og íslandsmótinu varð um 30.000 kr. og af Bikarkeppn- m T i m i iC' iáhiBmtiaimáliéifmi jmlii inni um 9000 kr. Þá var og 500 kr. hagnaður af Landsmóti 2. flokks. KR lék þrjá gestaleiki á árinu, afmælisleik við Fram, sem endaði með sigri afmælisbarnsins Fram 3-2. Þá lék KR við þýzka iiðið Holstein Kiel og tapaði 0—2, síð- an við finnsku meistarana Haka, en þann leik vann KR, 6 — 2. Með KR lék hinn vinsæli knattspyrnu- maður Þórólfur Beck. Leikir 1. deildar voru vel sóttir af áhorfendum á árinu, og kann KR öllum þeim er studdu félagið utan vallar sem innan beztu þakk- ir. Á fundinum urðu miklar um- ræður út af þjálfaramáli félagsins, en enginn hefur enn fengizt til þjálfunar M-flokks og verða KR- ingar nú líklega I fyrsta sinn að leita út fyrir raðir félagsmannanna með það vandamál. Öli stjórn knattspyrnudeildar- innar var einróma endurkosin með lófaklappi, en hana skipa: Formaður: Sigurður Halldórsson. Varaform.: Sigurgeir Guðmanns- son. Ritari: Hörður Óskarsson. Gjaldkeri: Hörður Felixson. Meðstjórnendur: Hans Krag, Helgi Jónsson, Ellert Schram og Bjarni Felixson. Tvöfaldur íslandsmeistari og Bikarmeistari á árinu Þórður Jónsson, með verðlaunabikar KR. Mánudaginn 25. nóv. var afhentur verðlaunabikar 2. flokks KR. Þessi bikar, sem er gefinn til minningar um Sigurjón Steindórsson, er ABC — RAFMAGNSTÆKI Suðuplötur m Ofnar Straujám ABC-rafmagnstækin eru gæðavörur frá Vestur-Þýzkalandi. Fást í helstu raftækjaverzlunum. Allir varahlutir fáanlegir. G Marteinsson h.f. HEILDVERZLUN Bankastræti 10. Sími 15896 MÁLVERK AKAUPENDUR Athugið að þau málverk sem ekki seldust á uppboðinu í Breiðfirðingabúð s. 1. laugárdag verða til sýnis og sölu fyrir sanngjarnt verð í sýningardeild /5- 'jfsk' Málverkasölunnar Týsgötu 1 næstu daga. Fallegar jólagjafir. Semja ber við uppboðshaldarann. Kristján Fr. Guðmundsson í MÁL- VERKASÖLUNNI Týsgötu 1. Sími 17602 frá kl. 2~6 e. h. veittur þeim pilti, sem mestan á- huga, framför og skyldurækni sýnir á leikjum 2. flokks KR á árinu. Með bikarnum, sem er far- andbikar, er einnig verðlaunapen- ingur, er leikmaðurinn fær til eignar. Þetta er í 7. sinn sem bikarinn er veittur, og hafa margir þekkt- ustu leikmenn KR og Iandsliðsins hlotið hann, t.d. Garðar Árnason, Sveinn Jónsson, Ellert Schram, Örn Steinsen og Þórólfur Beck. Að þessu sinni var bikarinn veittur hinum unga og bráðefnilega Ieik- manni Þórði Jónssyni. Þeir, sem sáu leiki Mfl. KR í ár, tóku áreið- anlega eftir duglegum og snjöll- um unglingi sem !ék í stjöðu hægri framherja í nokkrum_, leikjum Reykjavikurmótsins og lslands- mótsins og einnig stöðu innherja í bikarkeppni KSÍ, en þar var leikur Þórðar á móti Keflavík eft- irminnilegur. Þórður hefur einnig átti mjög góða leiki með 2. flokki félagsins og átti drjúgan þátt í ieiknum er KR varð íslandsmeist- ari á móti ÍBK, en Þórður hefur verið fyrirliði þess flokks f sumar, og á enn eftir eitt keppnisár þar. Þórður er sonur Jóns Oddssonar, verkstjóra f Héðni, sem margir muna eftir úr hópi KR hér áður fyrr. Þórður á þvf ekki langt að sækja sína skemmtilegu tækni og dugnað, sem fram hafa komið í sumar. Hann hóf æfingar með KR, enda fæddur Vesturbæingur, í 4. flokki, undir handleiðslu Guðbjarnar Jóns sonar og sýndi strax mikla hæfi- Ieika sem ekki hafa minnkað á liðnum árum. Hann h£fur tvisvar orðið Reykjavíkur og haustmeist- ari með 3. flokki, og f ár íslands- meistari í tveim flokkum og bik- armeistari aðeins 18 ára gamall. Hvað framtíðin ber f skauti sér getum við ekki sagt um, en við spáum því, að nafn hans eigi eftir að ,verða vel þekkt í íslenzkri knattspyrnu, og geri garðinn fræg- an fyrir KR og Iandsliðið. Jólafundur Húsmæðra- félags Reykjvíkur JÓLAFUNDUR Húsmæðrafélags Reykjavikur verður haldinn í Sig- túni miðvikudaginn 4, þ.m. kl. 8 og hefst með jólaspjalli. Jólafundur Húsmæðrafélagsins er orðinn árviss skemmti- og fræðslufundu, reykvískra hús- mæðra fyrir jólin, þar sem þær fá tækifæri til að sjá og heyra ým- islegt nýtt f matargerð og bakstri. Þórunn Pálsdóttir húsmæðrakenn- ari sýnir ýmsar skemmtilegar nýj- ungar og gefur góð ráð. Til dæmis sýnir hún föndur, sem börn og fuíl orðnir geta gjört til sparnaðar fyr- ir jólin. Tízkusýning á barnafatnaÖi und- ir stjórn frú Sigríðar Gunnarsdótt- ur skólastjóra Tízkuskólans. Okkar skemmtilegi Ringeberg mætir. Uppskriftir fást af mat og kök- um. Happdrætti. Konur velkomnar meðan húsrúm leyfir. Veitingar á staðnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.