Vísir - 03.12.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 03.12.1963, Blaðsíða 6
6 ~f— - V í SIR . Þriðjudagur S. aSscMjli' ;iu Aldarafmæli Thor Jensen I dag, 3. desember, eru liðin 100 ár frá fæðingu Thor Jensen. Hann fæddist í Friðriksberg, útborg Kaupmannahafnar. Faðir hans var byggingameistari í • Kaupmanna- höfn og var Thor einn af tólf syst- kinum. Það má segja, að ástæðan fyrir þvf að Thor fluttist til íslands hafi verið, að hann féll á gagn- fræðaprófi. Þá var aðeins ein leið opin fyrir hann, að hefja verzlun- arnám og varð það Ur, að hann réðist til kaupmannsins Valdemars Bryde á Borðeyri í Hrútafirði. Thor var aðeins 14 ára, er hann steig á skipsfjöl og sigldi til ó- kunna landsins í norðri. Hann sigldi inn á Borðeyrarhöfn 5. júní 1878 og hóf störf við verzlunina og var hann í fyrstu kauplaus sem lærlingur. En fljótt kom í ljós að hann kunni að bjarga sér, tók hann m.a. að sér afgreiðslu á blöð- um og aflaði sér fljótt aukatekna. En frá upphafi kom hann sér mjög vel. eignaðist tiltrú og vináttu fjölda fólks. Á Borðeyri starfaði Thor í sex ár, Fékk hann þá atvinnu ýmist í Borgarnesi eða á Akranesi og komst vel inn í verzlunina. Varð hann verzlunarstjóri í Borgarnesi við verzlun Johans Langes. En árið 1894 hóf Thor sjálfstæð- an rekstur, er hann keypti verzlun Snæbjarnar Þorvaldssor.ar á Akra nesi. Verzlun sú hafði verið að falli komin, en í höndum Thors jókst hún mjög, enda var Thor alla tíð sérstaklega vinsæll maður og lað- aði hvarvetna að sér vini og við- skiptamenn ,en áhætta fylgdi og sjálfstæðum rekstri og varð hann fyrir stór óhöppum. Yfirgaf hann Akranes sem efnalaus maður með stóra fjölskyldu haustið 1899 og fluttist til Hafnarfjarðar. Var hann þá að því kominn að flytjast til Ameríku. Hann lagði þó ekki árar í bát og nú réðist hann f stórvirki, það var að stofna Godthaabs-verzlunina í Reykjavík, en hún stóð á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis, þar sem Reykjavíkur-apótek er nú. Blómgaðist hún brátt og varð brátt ein þekktasta verzlun á landinu og SJÁLFSTÆÐISFÉLAG SELTIRNINGA Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtu- daginn 5. desember kl. 20,30. Thor Jensen á fyrstu starfsárum sínum. annaðist innflutning og útflutning Smám saman fór hann lfka að taka þátt í útgerð og gekkst fvrir stofn un útgerðarfélaga með ýmsum þekktum sægörpum. Hann beitti sér þá m.a. fyrir félagsstofn-n, sem olli algerum þáttaskilum í íslenzk- um útvegi, það var togaraútgerðar- félagið Alliance, sem lét smíða fyrsta fslenzka togarann „Jón for- seta“. Sfðan tók hann þátt f margs konar félögum um útgerð, verzlun og framkvæmdir en hámarki náði þessi starfsemi hans f stofnun Kveldúlfs 1911, en þar hafði það og sína þýðingu, að synir hans Richard, Kjartan, Ólafur og Hauk- ur voru uppvaxnir og tóku í vax- andi mæli þátt í rekstrinum. Thor Jensen kom þá víða við sögu, var þá m.a. frumkvöðull að stofnun Eimskipafélags I’slands. Loks tóku þeir synir hans við togararekstrinum, en Thor Jensen gat þá dregið sig f hlé frá honum og snúið sér að því sem hann hafði löngum dreymt um, að setja á fót stórbýli. Keypti hann Korpúlfsstaði í Mosfellssveit, sem þá var smákot og gerði úr því mestu jörð á Is- landi. Sýndi það sem annað stór- hug hans og framfaraviðleitni. Thor Jensen andaðist að Lága- felli í september 1947. Hér hefur verið rakin f stuttu máli saga mesta athafnamanns, er starfað hefur hér á landi. En þar verður einnig að geta þess hluta, sem kona hans, Margrét, átti í þessu, en henni taldi hann sig eiga allt að þakka. Brezkur togari jJ'eJaiðe Jaasm ,iusJ ui.... Varðskipið Óðinri tók 1 brezka togarann, Carlisle GY 681 4.5 sjómflur fyrir innan fiskveiði- takmörkin út af Vestfjörðum. Fór Óðinn með togarann til Isafjarðar og við réttarhöld i máii skipstjór ans í gær, játaði hann brot sitt. Er dómur væntanlegur siðar í dag. Skipstjóri togarans heitir Derek Russel Grant og er aðeins 28 ára gamall. Hann kvaðst hafa verið sofandi og stýrimaður skipsins ver ■mteí- gær 'iá' áHTákt.' Viðurkeriridi skiþs'tjórinn strax staðarákvörðun skipsins. Togarinn Carlisle var tekinn að ólöglegum veiðum við Snæfellsnes f vor en þá var annar skipstjóri með hann. — Er togarinn kom inn til ísafjarðar í gærmorgun kom í Ijós að nokkrir skipverjar voru með influenzu. Var skipið því sett í sóttkví. Kvikmyndasýning- ar Varðbergs í dag Svo mikil aðsókn hefur verið að kvikmyndasýningum Varðbergs um líf og starf Kennedys Banda- ríkjaforseta ,að ákveðið er að efna enn í dag til tveggja sýninga í Nýja Bíó kl. 5 og 7. Voru afhentir miðar að sýningum í VR-húsinu kl. 12 — 2. Hafi ekki allir miðár gengið út þá munu fleiri komast SKIPAFRÉTHK Ms. Esja fer austur um land til Vopna- fjarðar 7. desember. Vörumóttaka þriðjudag til Djúpavogs, Breiðdals- víkur, Stöðvarfjarðar, Fáskrúðs- fjarðar, — Reyðjarfjarðar, Eski- fjarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar Borgarfjarar og Vopnafjarðar. Far- seðlar seldir á föstudag. Sýklarannsóknir — ritarastarf Stúlka óskast til aðstoðar við sýklarann- sóknir og önnur til ritarastarfa í Rannsókna- stofu Háskólans v/Barónsstíg. Stú lents- menntun æskileg. Laun samkvæmt launa- kerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Rannsóknastofu Há- skólans fyrir 9. þessa mánaðar. M.s. Herjéjfur fer til Vestmannaeyja og Horna- fjarðar 4. desember. — Vörumót- taka til Hornafjarðar 1 dag. Landhelgen Framh at bls. 1. Útfærsla fiskveiðilögsögu við Bretland varðar hagsmuni marg ra þjóða, sem ekki sitja Lund- únaráðstefnuna, Sovétríkjanna, (sem sjálf hafa 12 mflna fisk- veiðmörk). Póllands o fl. Fiskverzlun verður og rædd, eins og áður hefir verið getið hér f blaðinu. Fulltrúar tslands á ráðstefn- unni eru Henrik Sv. Björnsson ambassador, Davíð Ólafsson fiskimálastjóri. Hans G. Ander- sen ambassador og dr. Oddur Guðjónsson, Form. og Henrik Sv. Björnsson ambassador ts- lands í London. Seló — Framh. af bls. 16. verkfræöingur, sem teiknað hefur öll skip félagsins, er með Selá hér, og er þetta hans fyrsta sjóferð, þó að hann hafi teiknað fjölda skipa. Aðalvél Selár er 1050 ha. Deutz vél, og gekk skipið 12 sjómílur í reynsluferðinni. Það var Guðný Þorsteinsdóttir, kona Sigurðar Njálssonar forstjóra sem skírði skipið. Skipstjóri er Steinar Krist- jánsson, fyrsti stýrimaður Jón Axelsson, og fyrsti vélstjóri Þórir Konráðsson. Sokkor — Framh. af bls. 16. leiðsla fyrir innanlandsmarkað- inn ekki hefjast fyrr en eftir áramót, sem fyrr segir. Er nauð synlegt að reyna vélarnar í nokkurn tíma áður, svo og að hreinsa þær upp, því þær koma vaselínbornar til landsins til varnar raka. Formaður stjórnar Sokkaverk smiðjunnar Evu, Haraldur Jón- asson, sagði okkur I gær að sokkar verksmiðjunnar yrðu al- gerlega samkeppnishæfir við er lenda, bæði hvað verð og gæði áhrærði. Hann sagðist mjög von góður, enda þótt fyrirtæki sem þetta væri e. t. v. nokkuð á- hættusamt, þar eð markaðurinn væri með öllu ókannaður af ís- lenzkum aðilum, Haraldur sagði að, Belgir hefðú viljað kaupa 200.000 pör af fslenzkum sokk- um, en ekki kvað hann enn búið að gera neina samninga þar að lútandi og óvíst hvort af yrði. Vélar sokkaverksmiðjunnar eru tékkneskar og taldar mjög góðar, enda notaðar af sokka- verksmiðjum um alla Evrópu, og afgreiðslufrestur frá verk- smiðjunum er mjög langur. Gerðar hafa verið mjög smekk legar plastumbúðir fyrir EVU- sokkana og voru þær gerðar í Danmörku og hafa heppnazt einkar vel. Þess má að lokum geta, að á þessu ári eru liðin 25 ár síðan fyrsti nylonsokkurinn var fram- leiddur. Stórhætta — Framh. af bls. 16. vera um það bil jafn háa tölu og gerist á heilum vikum, þeim, sem verstar eru hvað árekstra snertir. t gærmorgun urðu einnig nokk- uð margir árekstrar, flestir á til- tölulega skömmum tíma. Þ. á m. urðu þrír árekstrar nær samtímis á Miklubraut innan við Lönguhlíð. Þeir urðu á svo til sama blettinum og munaði litlu að þeir orsökuðu umferðarteppu um stund. Lögregl- an segir að þarna sé hliðarhalli á götunni, sem eigi hvað mesta sök á þessu þegar fsingu gerir. Strax og stigið er á hemla renna bíl- arnir undan hallanum og f áttina að vegbrúninni. Ef annað farartæki er þar fyrir, er árekstur óumflýj- anlegur. Annars telur lögreglan að öku- mennina sé lfka nokkuð um að saka. Þeir hugi ekki að sér sem skyldi og aka of hratt miðað við aðstæður. Oft leggja þeir af stað af götu þar sem engin fsing er og engin hálka, spretta þá úr spori, en koma allt f einu inn á flug- hálan kafla og hafa þá enga stjórn á farartækinu. Af borgarinnar hálfu hefur ver- ið reynt að ráða bót á hálkunni með þvf að bera sand eða salt á hættulegustu staðina, og það hefur vafalaust hjálpað mikið. Annað, sem lögreglan telur að dragi veru- lega úr árekstrum er þegar að- vörun er komið á framfæri til bíl- stióra í gegnum útvarpið. í gærmorgun var viða flughálka úti á vegum landsbyggðarinnar og skýrði Vegagerðin frá því að Hval fjarðarleiðin væri einkum varasöm. Ekki hefur samt frétzt af neinum óhöppum þar, en bíll valt á Mos- fellssveitarvegi gegnt Lágafelli í gær og stórskemmdist. Forsetðan — Framh. af bls. 1. nefnd 3 bindi .ennfremur sýnishorn fslenzkra rímna, 3 bindi af útgáfu Craigies, útgefið fyrir nokkrum ár- um. Þótti forsetanum sérstaklega vænt um gjöfina. Ennfremur heim- sótti forsetinn Landsbókasafn Skot lands í Edinborg. Skoðaði forset- inn þar m.a. fslenzk handrit og bækur, en þarna er mjög gott safn íslenzkra bóka og handrita svo sem frumútgáfa Guðbrandsbiblíu. Eru þarna 103 handrit, þar af 3 skinnhandrit, eitt merkasta hand- ritið er frumhandrit drykkjarbókar Eggerts Ólafssonar um drykkju og drykkjusiði á íslandi. Ennfremur er þarna handrit af Snorra Eddu. Orkneyjarsögu og Galdrabók frá 18. öld. Þökkum innilega samúð við andlát og útför móður okkar GUÐRÚNAR PÉTURSDÓTTUR Sveinn Benediktsson Guðrún Benediktsdóttir Pétur Benediktsson Bjarni Benediktsson Olöf Benediktsdóttir t Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTRÍÐAR M. EGGERTSDÓTTUR frá Fremri-Langey. Bergsveinn Jónsson Eggert Jónsson Björn Jónsson Ingibjörg Jónsdóttir Kjartan Jónsson Lóa North Friðrik lónsson María Jónsdóttir Þórarinn Jónsson Magnúsína Bjarnleifsdóttir Lára P. Bjamadóttir María Hafliðadóttir Sigurður Þórðarson Gróa Þorleifsdóttir James North Karla Stefánsdóttir Guðmundur Bjarnason Borghild Eðvald barnabörn og bamabarnabörn. \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.