Vísir - 03.12.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 03.12.1963, Blaðsíða 5
VlSIR . Þriðjudagur 3. desember 1963. útlönd 'i morgun útlönd í uiorgun útlönd í morgun utlönd í morgun Skýrsla FBI um forsetamoriii lögi fyrir JOHNSON forseta i vikunni Skýrsla rannsóknarlögreglu Bandaríkjanna um forsetamorð- ið og morðið á Lee Harvey Os- vvald, sem var sakaður um að vera banamaður forsetans, mun verða lögð fyrir Johnson forseta nú í þessari viku. Þegar Johnson skipaði FBI að hefja gagngera rannsókn varð- andi morðið var tekið fram, að engu skyldi haldið leyndu um það, sem rannsóknin leiddi í Ijós. Saksóknari Texas, Waggoner Carr, hefur nú fyrirskipað rétt- arrannsókn á forsetamorðinu, og á morði Jack Rubys á Lee Harvey Oswald. Saksóknari skýrði frá þessu eftir að hann hafði rætt við John Conally rík isstjóra, sem særðist, eins og skemmst er að muna, í árásinni á forsetann, af skotum sama manns og myrti forsetann, að því er talið hefur verið. Réttarrannsóknin á að hefj- ast undir eins og FBI hefur lok ið rannsóknum sínum, en taki rannsókn FBI of langan tíma, gæti svo farið, að réttarrann- sóknin byrjaði fyrr. FRAMKOMA JACKS RUBY FYRIR OG EFTIR FORSETAMORÐIÐ í frétt frá Dallas f morgun segir, að rétt fyrir forsetamorð- ið hafi Jack Ruby trúlega staðið við húsglugga, þar var útsýn til gluggans sem morðinginn stóð við, er hann skaut á Kennedy| og Conally. Sjónarvottar segja,| að Ruby hafi snætt hádegisverð með tveimur mönnum í mat- stofu blaðsins Dallas News réttj fyrir forsetamorðið. Þar næstj fór hann inn í skrifstofu þess starfsmanns, sem var vanur að taka við auglýsingum Ruby og var Ruby f herberginu þegari .skotið var á forsetann og Con- ally. Hvarf Ruby þá á braut úr byggingunni og veittu fæstir því athygli, enda þá allt í uppnámi. Réttarrannsókn af hálfu Texas var rædd við Conally ríkis- stjóra. FRÚ KENNEDY BÝR Á- FRAM í WASHINGTON í grein f Life, sem kom út í gær, eftir náinn vin Kennedyfjöl- skyldunnar, segir að frú Jacque- Iine Kennedy ætli að búa áfram í Washington og Massachusetts. Frú Jacqueline Kennedy vottaði í gær þakkir sínar öllum þeim, sem hafa hughreyst hana f sorg hennar og vottað henni samúð, bréflega og í skeytum. Það var Pierre Salinger blaða- fulltrúi sem bar fram þessar þakk- ir fyrir hönd hennar og allrar Kennedyfjölskyldunnar. Pierre Salinger sagði, að frú Kenrtedy hefði persónulega fengið ► Bæjarstjórn Parísar sam- þykkti fyrir helgina, að kalla eina af aðalgötunum f borginni Kennedystræti. 293.000 samúðarbréf og 26.000 | þús. bréf og skeyti send til sumar- skeyti sem send voru beint til heimilis fjölskyldunnar í Hyannis Hvítahússins, auk þess voru 250 ! Port í Massachusetts. Salingqr blaða- fulltrúi Johnsons I frétt frá Washington í gær var sagt, að Pierre Salinger, sem var blaðafulltrúi Kennedys, hafi skýrt frá því, að hann muni starfa áfram sem blaðafulltrúi Lyndons B. John- son forseta. Lyndon B. Johnson forseti hefur beðið ýmsa aðra nánustu samstarfs menn Kennedys forseta að starfa áfram fyrir sig, og hafa þeir allir fallizt á það. /t fundi neðri deildar í gær gerði Gylfi Þ. Gíslason við- skiptamálaráðherra grein fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingu á lögum um Seðla- banka íslands. Hinar fyrirhuguðu breytingar eru tvær. Annars veg- ar er gert ráð fyrir að hámark innlánabindingar verði aukið ú'r i5 — 20% í 25% og hins vegar að Seðlabankanum verði heimilað að gefa út verðbréf eða aðrar geng- istryggðar skuldbindingar. Tilgangur á- kvæðanna um há- markshækkun inn lánabindingar er sá að gera Seðla- bankanum í ríkara mæli en áður kleift að veita sparifé lands- manna til undir- stöðuatvinnuveganna, með aukn- um endurkaupum á afurðavíxl- um. Með útgáfu gengistryggðra verðbréfa verður leitazt við að örva sparifjármyndun og auka tpaust landsmanna á gjaldmiðlin- í ræðu sinni lagði viðskipta- málaráðherra áherzlu á það hlut- verk Seðlabankans að veita viss- um hluta sparifjár landsmanna frá bankakerfinu þangað sem þörf atvinnuveganna væri mest fyrir fjármagn. Síðan fór ráðherr ann nokkrum orðum um hlutverk Seðlabankans I stjórn íslenzkra peningamála. Hvarvetna er varðveizla gjald- eyrisvarasjóðsins talin til megin- verkefna seðlabanka. Seðlabank- ar geta ekki átt og varðveitt gjaldeýrisvarasjóði, án þess að öðlast hlutdeild f auknu sparifé landsmanna. Á sama hátt verður Seðlabankinn að fá tilsvarandi hluta af sparifjármagninu, ef þess er krafizt að hann auki út- lán sín, t. d. með endurkaupum afurðavíxla. En sparifé lands- manna er undirstaðan undir heil- brigðum útlánum. Ef fjárins er aflað með aukinni útgáfu seðla, verður afleiðingin augljóslega verðbólga og verðfall gjaldmiðils- ins. Ráðherrann sagði að Seðlabank inn hefði í Iangan tíma verið knú in til að annast veruleg útlán til atvinnuveganna án þess að fá eðlileg skilyrði til þessarrar starf semi. Útlánin jukust stig af stigi og afleiðingarnar komu fram f jafnvægisleysi í efnahagsmálum og rýrnandi gjaldeyrisstöðu, með an Seðlabankinn hafði ekki heim ild til innstæðubindingar svo að hann gæti mætt lánaþörfinni með eðlilegum hætti. Það var því óhjákvæmilega ein af ráðstöfunum núverandi stjórn arflokka að stöðva aukningu end- urkaupa og þá miklu skuldasöfn- un bankanna við Seðlabankann, sem henni var samfara, þegar við reisnarráðstafanirnar voru gerðar árið 1960. Arangurinn sagði til sfn í vax- andi jafnvægi og stórbættri gjald- eyrisstöðu Seðlabankans, sem batnaði um 1394 millj. kr. í stað þess að hún hafði rýrnað um 795 millj. kr. a árunum 1955 — 1959, ef miðað er við sama gengi. Þennan gjaldeyrissjóð verður að efla, sagði ráðl.errann. Hann má ekki minni vera ef hann á að verða fullnægjandi til að mæta sveiflum í aflabrögðum og á verð lagi útflutningsafurða. Þess vegna væri endurskoðun á meg- instefnunni um kaup afurðavíxla nauðsynleg. Verð- og kauphækk- anir undanfarinna ára hafa aukið þörfina fyrir endurkaup afurða- víxla, og er ekki unnt að mæta þeirri þörf nema með auknum innstæðubindingum. Þá sagði ráðherrann að ekki væri ætlunin að 25% innstæðu- bindingu yrði komið á þegar í stað. Nauösynlegt væri að gera sér grein fyrir þörfinni á rekstr arlánum og að hve miklu leyti væri unnt að mæta henni með endurkaupum á afurðavíxlum. Það er því megintilgangur þess ara aðgerða að gera bankakerf- inu auðveldara en áður að leysa rekstrarfjárþörf atvinnuveganna án þess að spilla hinum mikla ár- rangri sem náðst hefur. Þá vék viðskiptamálaráðherra að síðara atriði frumvarpsins, um verðbréfaútgáfu Seðlabankans. Hann kvað trú manna á gjaldmiðl inum hafa minnkað verulega und anfarna tvo áratugi. Verðbólgu- þróunin hefði átt sinn þátt í því ásamt gengisfellingum. Háir vext ir, skattfrjálsir hafa vegið á móti þessu, Með því að gefá mönnum kost á gengistryggðum verðbréfum geta sparifjáreigend- ur fengið möguleika til að vernda fé sitt gegn gengisfellingum. Það er stefna ríkisstjórnarinnar að komast hjá gengisfellingu og er útgáfa gengistryggðra verðbréfa eins konar staðfesting á því. Lúðvík Jósefsson, Alþýðubal., lýsti því yfir að AI- þýðubandalagið væri andvígt frv Hann kvað út- gáfu verðbréfa til komna v e g n a þess að fólk væri hætt að leggja sparifé í bankana og vildi ekki láta bankana ráðstafa fjármagn inu. Þá taldi hann að það væri áreiðanlega ckki ætlunin að að- stoða atvinnuvegina með innláns bindingunni, það hefði verið sagt áður, en ekki gert. Innstæðubmding — Jnfnvægi og gjaldeyrisvarasjóður — Aukin útlón til atvinnuveganna æ í2KB2!r«i uRv. ÆmiúSEsaemi:;ma

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.