Vísir - 03.12.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 03.12.1963, Blaðsíða 8
8 ta VISIR o _ Utgetandi: Blaðaútgáfan VISIH. Ritstjóri: Gunnar G. SchraÆ. AAqfoðarritstjóri: Axe) Thorstemson Fréttastjóri: Þorsteinn O. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti S. Askriftargjald er 70 krónur á mánuði. I lausasólu 5 kr einL — Simi 11660 (5 Knur). Prentsmiðja Visis. — Edda h.f. Tvöfeldni Framsóknar fjEIM sem lesa Tímann hlýtur aS vera það ljóst, að í herbúðum Framsóknar er ekki einhugur um að vinna að samkomulagi í kaupdeilunum. Þeir eru vafalaust margir í flokknum, sem óska þess af heilum hug, að farsæl lausn finnist. En það virðast vera álög á Fram- sóknarflokknum, að verri öflin þar hafi alltaf undir- tökin. Þau ráða t. d. algerlega yfir Tímanum og reka þar stórhættulegan áróður gegn hagsmunum þjóðar- heildarinnar. Fólk er aldrei of oft varað við að trúa því, sem Tíminn segir. Þeir sem kynnu að halda að það sem hér er sagt um skrif Tímans, sé hið gamla pólitíska þras, þar sem einn segir að það sé hvítt, sem annar seg- ir svart, ættu að kynna sér rækilega skrif þessa sama blaðs á þeim tímum, sem flokkur þess hefur verið í ríkisstjórn og ráðið þar miklu. Þá hafa oft verið ná- kvæmlega sömu vandamálin við að etja og nú. Þau eru ekki ný af nálinni. Allar ríkisstjórnir hafa þurft að glíma við þau meira og minna síðustu áratugina. Allar uppástungur og tillögur 'í'ramsóknarmanna, sem enn hafa komið fram, eru annaðhvort gagnslaus- ar eða mundu gera illt verra. Þetta vita foringjar flokksins ofur vel. Þeir eru ekki svo skyni skroppnir, að þeir trúi sjálfir á „bjargráð" sín, né að þeir mundu nota þau, ef þeir fengju sjálfir völdin. En þeir vona að með þessu sé hægt að blekkja almenning og gera ríkis- stjórninni erfiðara fyrir, og ef það skyldi takast er til- ganginum náð. Hvað slíkt mundi kosta þjóðina, láta þeir sér í léttu rúmi liggja. Það er vissulega kominn tími til þess, að verka- menn og aðrir, sem hlut eiga að kaupdeilunum, geri sér grein fyrir því, hvert forustulið Framsóknarflokks- ins og kommúnistar eru að reyna að teyma þá. Innan rákisstjórnarinnar og stuðningsflokka hennar er fullur vilji til þess að rétta hlut þeirra, sem verst eru settir í kjaramálum. En hitt er jafnvíst, að yrði farið eftir því sem Tíminn leggur til og heimtar, mundi það leiða út í ófærur ~ og það vita Framsóknarforingjarnir sjálfir. Það er mjög ósanngjarnt að kenna ríkisstjórninni um það, hvernig komið er í dýrtíðar- og kaupgjalds- málunum. Stefnan, sem hún markaði í upphafi/hefði komið í veg fyrir þá þróun, sem síðar hefur. orðið, ef þjóðin hefði staðið óskipt með stjórninni um fram- kvæmd stefnunnar. En það er engin ný bóla, að illvíg og óábyrg stjórnarandstaða geti komið í veg fyrir það á ýmsan hátt, að viturleg stjórnarstefna verði borin fram til sigurs. — Og því er ekki að neita, að sumir af fylgismönnum stjórnarflokkanna, innan verklýðs- samtakanna og launþegastéttanna, hafa ekki gætt sín nógu vel gegn undirróðri og blekkingum þeirra úr stjórnarandstöðunni, sem alltof víða hafa valizt til forustu í þessum samtökum. — En í þeim átökum, sem nú eru framundan, verða það vonandi hinir vitrari og sanngjarnari, sem ráða. V1S IR . Þriðjudagur 3. desember 1963. Sir Alec Douglas-Home, for- sætisráðherra Bretlands, flutti ræðu eftir heimkomuna frá Washington, þar sem hann var viðstaddur útför Kennedys for- seta sem kunnugt er, og vakti ræðan mikla athygli vegna bjartsýni þeirrar, sem forsæt- isráðherrann lét í ljós um hið komandi ár. Ræðuna, sem var hin fyrsta, sem hann hefur haldið eftir við- ræður, sem hann átti við hinn nýja Bandaríkjaforseta, Lyndon B. Johnson, flutti hann í Grant- ham, Lincolnshire. 1 henni lét hann skína í vonir um endi kalda stríðsins, samkomulag um að hefja afvopnun, og — að ef til vill yrði haldinn fundur æðstu manna á árinu 1964. • Hann sagði við yfir 1000 á- heyrendur 1 Grantham: „Þegar ég tók við embætti utanríkis- ráðherra fyrir þremur árum gat ég ekki brugðið á loft neinum vonum um, að við gætum lagt út á þá braut, sem leiddi til samkomulags um að binda endi á kalda stríðið. Ég held, að ég geti með gildum rökum lýst von- um mínum i þessu efni nú“. HVAÐ HÆGT VÆRI AÐ GERA „Vér kynnum að geta afstýrt fyrirvaralausri, vopnaðri ofbeld- isárás með því að staðsetja verði Sir Alec Home forsætisráðherra Er þíðan, sem bindur endi á kaida stríðið, framundan? í athugunarskyni á öllu Norð- ur-Atlantshafsbandalags-svæð- inu og Varsjár-bandalagssvæð- inu að Sovétríkjunum meðtöld- um, Bretlandi og Bandaríkjun- um. Vér kynnum að geta hafizt handa um að byrja að eyða kjarnorkuvopnum og byrja þann ig afvopnunarþróunina. Vél kynnum að geta náð sam- komulagi við Rússa um að kjarn orkuvopn verði ekki látin í té öðrum Allt þetta verður mikl- um erfiðleikum bundið — og það þarf tvo til þess, að sam- komulag náist, eða fleirl. Ég lofa ykkur því, að brszka stjórnin mun haida áfram að leita samkomulags við Sovét-, ríkin. Ég treysti því, að einnig sov- étríkin geri sér grein fyrir þvi, að það sem áunnizt hefur, gæti glatazt á ný, og geri það, sem í hennar valdi stendur til þess að koma til móts við okkur, svo að vér getum raeðzt við á sama grundvelli, setzt að samninga- borði og skrásett samkomulag, sem yrði til sameiginlegra hags- muna þjóðanna í austri og vestri“. FÉLAGSMÁLALEG HEILBRIGÐI OG TRAUSTUR EFNAHAGUR Og Sir Alec hélt áfram: „Eigi Bretland að gegna forustuhlut- verki verðum vér að sjá svo um örugglega, að félagsmálaleg heil brigði ríki i landinu, og að það sé efnahagslega traust. Vér get- um ekki hyatt aðra til dáða, nema vér triíum á sjálfa oss. Á hættutíma i heimi hér, þeg- ar vér erum ekki eins sterkir efnislega og þegar vér réðum yfir heimsveldi, verðum vér að leita þróttar og valds til upp- bótar, og það er þess vegna mikið hagsmunamál fyrir oss, að leita hins nánasta samstarfs og bandalags við Bandaríkin, en það er þar, sem orkan er fyrir hendi. Norður-Atlantshafsbandalagið er skjöldur vor og það verður að vera bandalag Atlantshafs- rikja áfram. Og því aðeins að vér séum hollir bandamenn, get um vér krafizt hollustu". EIN ÞJÓÐ ,,Ef einhver segir við mig, að Bretar ættu að afsala sér því valdi, sem þeir ráða yfir, með því að afvopnast einir, mundi ég segja hinum sama að draga feld yfir höfuð sér og hugleiða málið á nýjan leik“. — a. Ný bók: Mmningar Margrétar fró Öxnafelli Á sviði innanlandsmála, sagði Sir Alec, er markið að sam- eina þjóðina — koma því til leiðar, að Bretar verði ein þjóð, einhuga og sterk — það væri það, sem íhaldsflokkurinn stefndi að því að í nútíma Bret landi væri ekki rúm fyrir neina aðgreiningu „um þá og okk- ur, æðri og lægri“. Það skiptir engu máli hvert starf okkar er, eða hvar við eigurn heima, eða hvar við feng um eða fáum skólamenntun. Við erum allir ein þjóð. Hann kvað íhaldsflokkinn vilja efnahagslega betur meg- andi þjóðfélag og aimennari not velmegunarinnar, hann vildi þjóðfélag, þar sem menn væru ekki dæmdir eftir því hvaðan þeir kæmu, heldur hvað þeir væru og eftir þá lægi. í ræðunni hélt Sir Alec áfram áð skylmast vjð leiðtoga Verka- mannaflokksins um vandamálin og sagði: Bókaútgáfan Fróði hefur sent á markaðinn framhald bókarinn- ar „Skyggna konan“, en það eru frásagnir um dullækningar Mar- grétar frá ÖxnafeUi, sem várð viðfræg um land allt á slnum tíma. Fyrra bindið kom út 1960 og varð þá í röð metsölubóka, þann- ig að það seldist upp á fáum vikum. Var bókin endurprentuð skömmu siðar. Skyggna konan II, sem nú var að koma á markaðinn gejnnir viðbótarfrásagnir um hinar dul- rænu lækningar Margrétar frá öxnafelli og skyggni hennar. í bókinni er ennfremur kafli um enskan huglækni, sem vakið hef- ur mikla athygli í heimalandi sínu í meir en aldarfjórðung. Þessi bók mun ekki síður vekja athygli en fyrra bindið, enda eru bækur um dulæn «fni meðal eftirsóttustu bóka á mark- aðinum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.