Vísir - 11.08.1966, Blaðsíða 2

Vísir - 11.08.1966, Blaðsíða 2
VÍSIR . Fimmtudagur 11. ágúst 1966. Tveir teikir í 7. deild / kvöld, á Akureyri og í Laugardal MÍ í frjálsum íþróttum Þriðji hluti Meistaramóts íslands í frjálsum íþróttum fer fram í Laugardal 20. og 21. ágúst n. k. Fyrri daginn verður keppt í tug- þraut, fimmtarþraut kvenna og 4x800 metra boðhlaupi, en síðari daginn í tugþraut og 10 km. hlaupi. Þátttaka tilkynnist Einari Frí- mannssyni, c/o Samvinnutrygging- ar, Reykjavík, fyrir 15. ágúst. Búðir hufu miklu þýðingu 1 kvöld fara tveir leikir fram í 1. deildinni í knatt- spymu, en báðum þessum ieikjum var frestað á sín- um tíma og er nú skotið inn á milli, enda þótt lands þjálfarinn í knattspyrnu hafi raunar verið búinn að fara fram á að fá leikmenn til að koma saman í kvöld. AKUREYRI OG KR FYRIR NORÐAN. I kvöld fljúga KR-ingar norður með Fokker-flugvél F. í. og keppa kl. 20 við lið Akureyrar. Áður gerðu KR-ingar tilraun til að heimsækja þá norðanmenn, en þá voru lendingarskilyrði það slæm að flugvélin varð að snúa viö aftur til Reykjavíkur. , Akureyringar verða eflaust erf- iðir á heimavelli sínum, enda hef- ur það komið í ljós enn eitt sum- arið að Akureyrarliðinu fer fram eftir því sem líður á sumarið. KR-ingar eru líka heldur £ sókn og geta náð 14 stigum í mótinu með því að vinna þá leiki sem eftir eru. Þetta GÆTI nægt til sigurs, — KR mun því leggja allt upp úr því að vinna þennan leik. Akureyri á einnig möguleika á aJ5» sigra með 13 stigum. AÐ DUGA EÐA DREPAST FYRIR ÞRÓTTARA. í kvöld eiga Þróttarar leik heimavelli við lið Skagamanna Laugardal. Akranes hefur 6 stig eftir 6 leiki eins og KR og á því enn möguleika á að sigra. Fyrir Þróttara er þetta mjög stór leikur. Þeir verða að vinna, ætli þeir að gera sér nokkrar minnstu vonir um áframhald í 1. deildinni. — En hver veit nerr það sjáist þegar farið er að harðna á dalnum. Báðir leikirnir í kvöld hefjast kl. 20. Staðan í Valur Keflavík Akureyri Akranes KR Þróttur 1. deild er nú þessi: 8 5 12 18:11 11 Á myndinni missir Einar Helga son markvörður Akureyringa knöttinn milli fóta sér í leik við Val. í kvöld verður Einar að lík indum £ markinu'hjá Akureyr arliðinu i leiknum við KR á Akureyri i kvöld. ^\V.\\vv,v.vv.^'W^>>^ww>>>w.v.».v.w.w.'.w.v.vAv.ss-ftWV>wwyw>xw.»w*.w.wAV.*.'.sw.sy.,.\\v.w.,.\v.^ . „BASEBALL“ á Háskólavellinum Oft er kvartað yfir þv£ að iþróttalff okkar sé of fábrotið og hér sé ekki hægt að finna Iþróttagreinar við allra hæfi. Eflaust er þetta ekki með öilu rétt, þv£ allir eiga að geta fund- ið sér iþrótt við hæfi. Á Háskólavellinum £ Reykja- vfk er oft iðandi fjör, ekki sízt þegar hópar starfsmanna koma saman til keppni i knattspymu, sem gerist mjög oft. Eitt kvöldið hitti Jóhannes Birgisson fyrir óvenjulegan iþróttaflokk á vellinum. Þama vom nokkrir frá upplýsinga- þjónustu Bandarfkjanna að leika baseball, sem er tvimæla- laust vinsælasta íþróttin í Bandaríkjunum. Leikurinn er mjög skemmtilegur og eru margir áhu ,-.samir hér á landi eftir að hafa séð leikinn í sjón- varpi og kynnzt reglunum nokk- uð, en þær eru ekki mjög flókn- ar. Á þessum myndum er einn af yfirmönnum upplýsingaþjón- ustunnar í baseballleiknum, á fyrri myndinni að slá boltann en á þeirri síðari er hann kom- inn í aðra stöðu og grípur bolt- ann faglega. LIÐ WALES Á MÁNUDAGINN Landslið Wales, sem kemur til Reykjavíkur á morgun og leikur hér landsleik á mánudaginn verð- ur þannig skipað frá markverði til vinstri útherja: G. L. Burrows, Barry Town, A. Gowing, Lovell’s Athletic, J. B. Griffin, Borough United, G. G. Renton, Bridgend Town, M. Jones fyrirliði, Barking, D. W. Lawrence, Bridgend Town G. D. G. Lloyd, Llanelly, K. Davies, Royal Air Force, I. Regan, Barry Town, B. Fitzgerald, Lovell’s Athletic, D. McCarter, Portmadoc. Tuttugu tillögur að náttúruverndarmerki Tuttugu tillögur að merki fyrir Náttúruverndarráð hafa borizt ráð- inu, sem efndi til samkeppni um gerö merkisins fyrir nokkru. Rann fresturinn fyrir tillögurnar út þann 1. júlí. Þegar valin hefur verið sú tillaga sem bezt þykir henta, verður gert merki, sem síðan verður notað í bréfhaus fyrir ráöið og ennfremur á koparskilti og máluð skilti, sem komiö verður upp víðs vegar um landið í þjóðgörðum og á friðlýst- um svæðum. Verður þá bætt við áletrunum fyrir neðan merkið, sem gefur til kynna að um friðhelga staði sé að ræða. ► í fréttum frá Nýju Dehli er sagt frá handtökum um 800 manns i Bihar, Norðaustur-Indlandi, þar sem samsteypa róttækra flokka haföi hvat’t til allsherjarverkfalls I gær (þriðjudag). — Skólum í Bihar er lokað fyrstu 4 daga þess- arar viku. — Kvaddir hafa verið til vopna 18.000 heimavarnarliðs- menn til þess að aðstoða lögregl- una við að halda uppi lögum og reglu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.