Vísir - 11.08.1966, Blaðsíða 4

Vísir - 11.08.1966, Blaðsíða 4
4 VISlR . ititudasur II. ágúst iklibb. FISKIMIÐIN VIÐ Undanfaraa daga hefur gist Reykjavíkurhöfn eitt nýjasta og fullkomnasta hafrannsóknarskip Þjóð- verja, Meteor. Er skipið nú /fT ',,Av I / / <íf * '1' <vk\& > . ■:> wr '-v _________ A Skipstjóri Meteor, E. W. Lemke. i sjöttu leiðangursferð sinni frá því það hljóp af stokkunum í Bremerhafen. Markmið þessarar rann- sóknarferðar er að gera mælingar á landgrunninu við Suðaustur-Grænland til nytja fyrir þýzku tog- arana, sem fiska á þeim slóðum. Fréttamaður Vísis gerði heim sókn 1 skipið í fyrrádag og ræddi við skipstjórnarmenn og leiðangurs stjórann um hlutverk þeirra og markmið vísindaleiðangurs þessa. Meteor stundar rannsóknir á vegum þýzka hafrannsóknarráðs- ins, sem aðsetur sitt hefur i Ham borg. Heitir hið nýja skip 1 höf- uðið á einu fyrsta hafrannsóknar skipi Þjóðverja, sem fór marga fræga vísindaleiðangra á árunum milli styrjaldanna og voru þá gerð ar margar rannsóknir, sem f dag hafa grundvallarþýðingu fyrir haf- fræöina. Leiðangursstjóri í þessum Græn landsleiðangri er Karl Ansorge, Dipl-Ing. en hann er forstöðumað ur sjómælinga í Hafrannsóknar- stofnuninni þýzku. Skipstjóri Mete- or er Ems-Walter Lemke. Héðan frá íslandi mun skipið halda til mælinga við suð-austur strönd Grænlands. Þar em ein beztu fiskimið þýzka úthafsflotans ekki siður en togara annarra þjóða, þar á meðal íslenzku togaranna. Nokkrar mælingar eru til af þess- um hafsvæðum og landgrunninu þar, en ekki nógu nákvæmar. Veiðisvæðin á landgrunninu liggja á tiltölulega afmörkuðu svæði og því er talið nauðsynlegt fyrir botnvörpuveiðar á þessum slóðum að kortin séu sem nákvæm ust. Landgrunnið grænlenzka nær þarna tiltölulega skammt út frá ströndinni og við jaðar þess snar- dýpkar og er mikill halli allt niður á 1500 metra dýpi. Auk fiskikortagerðar fyrir þýzka úthafsflotann er ætlunin að vinna í þessum leiðangri að almennri kortagerð af þessu hafsvæði, og munu því aðrar þjóðir hafa fullt gagn af'þeim upplýsingum sem í starfi leiðangursins fást. Auk þessa eru um borð veður- fræðingar, sem senda munu upp loftbelgi til þess að kanna veður far og loftstrauma á þessum slóð- -fer^PÍSfil //$r Msw®* Leiðangursstjórlnn Dipl.-Ing. K. Ansorge. — Teikningamar gerði þýzkl listamaðurinn dr. W. Hay- Hansen fyrir Vísi. um við strönd Grænlands. Þá eru einnig um borð sérfræðingar frá kjarrtorkustofnunum þýzkum. Munu þeir taka sýnishorn af sjón um allt niður á 100 metra dýpi til þess að kanna geislavirk áhrif nið- urfallsefna kjarnorkusprengja þeirra, sem sprengdar hafa verið í háloftunum á undanförnum árum. Loks munu sjávarstraumar einn ig verða kannaðir af vísindamönn um skipsins, selta sjávarins og smá lífverur. Leiðangurinn lagði upp frá Ham borg 1. ágúst og mun skipið koma þangað aftur 17. september. Borað eftir gasi við Lagarfljót Vísir nafði i gær samband við ísleif Jónsson, verkfræðing, hjá Jaröborunardeild ríkisins og spurðist frekari frétta af borun- artramkvæmdum þeim, sem veriö er að framkvæma austur á Héraöi. Sagði Isleifur, að borunum heföi verið hætt á þeim stað, sem þær hafa farið fram undanfarið, en það er ofarlega á Héraðinu, á bökkum Lagarfljóts. Yrði nú hafizt handa um að bora neðar við Lagarfljót, þar sem Gilsá rynni út í það, en þar hefðu myndazt eyrar allmiklar og gas gysi upp á ýmsum stöðum. Sagöi lsleifur, að eftir um það bil vikutíma yröi hafizt handa um aö bora á þessum stað. Hann kvað ekki líklegt, að gas sem hefði hag- nýtt gildi myndi finnast þar, en tilraunir þær, sem framkvæmdar yrðu, myndu leiða hið sanna í ljós í málinu. SKIPAFRÉTTIR -SKIP4Urr,£RB KIKISINS Ms. Esio fer austur um land 15. þi m. Vöru- móttaka dag til Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norð- fjarðar Stöövarfjarðar, Raufar- hafnar, Húsavíkur, Akureyrar og Siglufjarðar. Farseðlar seldir á miðvikudag. Ms. Herðubreið fer vestur um land í hringferð 16. þ. m. Vörumóttaka í dag til Norðfjarðar, Djúpavíkur, Ólafs- fjarðar, Kópaskers, Þórs- hafnar, Bakkafjarðar, Vopna- fjarðar, Borgarfjarðar, Mjóa- fjarðar, Stöðvarfjarðar, Breiðdals- víkur, Djúpavogs og Homafjarðar. Farseðlar seldir á mánudag. TLÖGD V'isindaleiðangur hafrannsóknarskipsins Meteor mun safna mikilvægum upplýsingum um landgrunnsfiskimið Grænlands > j’ Hið fullkomna, þýzka hafrannsóknarskip Meteor við Ægisgarft 1956 1 1966 TÍU ÁRA Ávallt í fremstu röð framleiðenda H.P. húsgögn unnin eingöngu af fagmönnum Sér smíðuð húsgögn sem fást hvergi annars síaðar. AÐEINS ÞAÐ BEZTA Sófasettfö REX Stílhreint, þægilegt, vandað. Tvímælalaust eitt fallegásta sófasettið á markaðinum í dag. Álkæði 100% ull, til í flestum litum. Bólstrun Harðar Péturssonar Laugavegi 58, sími 13896.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.