Vísir - 11.08.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 11.08.1966, Blaðsíða 9
VÍSIR . Fimnnudagur K. agust 1966. B3ZB // Á gera Mývotnssvæðið að Friðun ýmissa sérstæðra náttúrumyndana og landsvæða hefur oft verið á döfinni og til umræðu á undanfömum árum. Fyrir nokkrum árum var Þingvallasvæðið gert að þjóð garði og nú síðast í ár, Skaftafell í Öræfum. Mývatn hefur þá sérstöðu meðal fegurstu staða landsins, að fyrir utan náttúrufegurð er þar að finna sannkallaða paradís fugla hér á iandi og um leið verðugt verkefni vfs- indamarina bæðl innlendra og erlendra. Um leið er Mývatnssvæðið rikt af náttúmgæð- um, hefur auðlindir eins og kísilgúr O'- ' ->gað er straumur ferðamanna. Þegar kisiliðjuframkvæmdir voru 1>. við Mývatn vom strax uppi umræður um það, að stóriðja myndi hafa óheillavænieg áhrif á náttúrulíf svæöislns og náðu þær um- ræður hámarki með fjölmennum fundi bænda úr Mývatnssveit, sem skýrt var frá i Vísi á sínum tíma. Hefur blaðlö snúið sér til fjögurra manna, fuglafræöings, formanns Náttúmvemdarráös íslands, alþingismanns, sem á sæti f Náttúruvemdamefnd Mývatnssveitar og formanns Ferðamálaráðs og leitað álits þelrra um friðun þessa landsvæðis, sem margir telja, að ekki eigi sinn lika í heiminum. Finnur Guðmundsson. Finnur Guðmundsson, fugíafrasðingur — Það er ekki framkvæman- legt nema því aðeins, að allir Mývetningar væru fluttir í burtu og allar jarðirnar lagðar í eyði og landið algjörlega tekið eignamámi. Við Mývatn hafa aldrei verið gerðar neinar rannsóknir svo að viðhlítandi séu, en þjóðnýt ing væri ekki annað en skerðing á persónufrelsinu. Hins vegar væri hægt að reyna að hafa einhver áhrif á þróunina, og er það sjálfsagöur hlutur. Þýðingarmesta skrefið væri að setja upp rannsóknarstöð við Mývatn þar sem sé unnið að alhliða rannsóknum á náttúru- lífi svæðisins og jafnframt reynt að hafa áhrif á það, að náttúrunni sé ekki spillt að nauðsynjalausu. Og fyrir hverja á að friða landið? Túrista? En þeir spilla ekki síður fyrir en t.d. skepnur. Fremur ber að reyna að ná samkomulagi við bændur án erfiðleika og árekstra, en allar framkvæmdir í búskap og öðru er fremur neikvætt fyrir nátt- úruna. Því aö gera svæði eins og i kringum Mývatn að þjóðgarði fylgir gífurlegur kostnaður, þegar umferð túrista þar er oröin eins mikil og þegar á sér staö. í Bandaríkjunum er túristum leyfður aðgangur að vissum stöðum í þjóðgörðum en starfslið ákveður vegina, sem fólkið má fara eftir. Um þetta gilda strangar reglur og fylgir því geysimikill kostnaður aö hafa allt úndir eftirliti og t.d. þetta fjölmenna starfslið. Þetti held ég að komi ekki til mála hjá okkur. Annars þýðir lítið að boila- leggja um svona hluti meðan við vitum ekki einu sinni hvað er til ills eða góðs fyrir nátt úruna. Birgir Kjaran, formaður Náttúru- verndarráðs — Ég álít að ógerlegt sé að gera Mývatn að þjóð- garði. Þama eiga tugir ein- staklinga jarðeignir og þama era enn menn, sem eiga sum- arbústaði. Hins vegar væri mjög æski- legt, að friðlýsa ákveðin svæði eins og Slúttnes, vegna jurta- Iífsins, og Dimmuborgir, vegna sérstæðra náttúmmyndana. Friðlýsing þýðir m. a. það, að sett eru upp ákveðin skilti, sem Náttúruvemdarráð er að koma sér upp, friölýsing þýðir einnig það, aö fólk hlíti á- kveðnum umgengnisreglum og spilli ekki hinni upprunalegu náttúru þar sem hún er enn fyrir hendi. Nú hafa ýmsar framkvæmdir verið gerðar við Mývatn, sem við ráðum ekki við, t.d. í sam bandi við kísilgúrverksmiðjuna Náttúruverndarráð skrifaði Kís- ilgúrverksmiðjustjóminni 1 sam bandi við þessar framkvæmdir og lofaði kfsilgúrverksmiðjan f staðinn, að leggja fram eitthvað af sínum fjármunum til þess að koma upp fuglarannsóknarstöð við Mývatn, sem er mjög merkilegt áform. Aðalatriðið hjá okkur, sem vinnum að náttúruvemdun er að fá almenning til þess að vera virkir þátttakendur í nátt- úruvemd með því að ganga um fegUrstu staði landsins eins og siðað fólk f stað þess að vaða um að hætti dýrsins. Birgir Kjaran. Bjartmar Guðmundsson alþingismaður, Sandi, Aðaidal — Ég álit það nauðsynlegt að varöveita sem allra mest ó- snortna náttúru við Mývatn, sérstaklega fuglalífið og lands- lagsmyndanir. Ég geri ekki ráð fyrir öðru en að byggð verði við Mývatn eins og verið hef- ur og að hún aukist eitthvað. Álitamál er hvað eru nauðsyn legar og hvað ónauðsynlegar framkvæmdir. Ég lít svo á, að náttúmnni við Mývatn stafi ekki hætta af kfsiliðjufram- kvæmdum, mesta hættan á að vera að olía komist í vatnið svo að fuglalífi verði hætt, en það á að fyrirbvggja. Annað, sem gæti skaðaö fuglalffið er of mikil umferð, sem gæti raskað ró þeirra. 1 norðvesturhominu við Mývatn er mjög lítil umferð, en meiri við Reykjahlíð. Það hefur kom- ið f ljós, að fuglinn hefur fært sig í eýjamar og í skóginn, sem kallaður er og kæmi því til mála að friðlýsá æði stórt svæði í norðvesturhlutanum. Nú er kominn vegur allt i kringum vatnið, og stafar af umferðinni mikill ófriður fyrir fuglana. Kemur mjög til greina að beina öllum ferðamanna- straumnum að leiðinni sunnan megin vatnsins, en loka vegin- um hinum megin. í stuttu máli sagt tel ég, að varðveita þurfi Mývatnssveit- ina að mestu leyti, friðlýsa vestur- og norðurhluta vatns- ins og að halda algjörlega ó- skertum landslagsmyndunum, sem Dimmuborgum og Grjóta- gjá og öðrum myndunum kring um vatnið, skipuleggja þarf svæðið f kringum Reykjahlið og stefna þangað aukinni byggð og eitthvert eftirlit þarf að hafa með þeim stöðum, sem margir ganga um eins og Dimmu- borgir og Grjótagjá t. d. Bjartmar Guðmundsson. Lúdvig Hjálmtýsson. Lúdvig Hjálmtýsson, formaður feröa- málaráðs — Mér fyndist sjálfsagt, að gera Mývatn að þjóðgafði, þó ekki væri nema til þess að upp fylla skilyrði um jafnvægi f byggðlandsins Að Norðleriding- ar fengju sinn þjóðgarð eins og við hér sunnanlands með Skafta felli f Öræfum. Þannig tel ég að friða bæri Mývatn, einn af fegurstu og sérstæðustu stöðum á land- inu. Það þyrfti að gera með sét- stökum lðgum á Alþingi eins og gert Var á sfnum tfma með þjóðgarðinn á Þingvöllum. Nú veit ég hins vegar, að þessi staður er orðinn skipu- lagsskyldur, svo það er kannski ekki hætta á, að hann verði eyðilagður með t.d. sumarbú- staðabyggingum. Ég myndi þó telja, að þama þyrfti að rfsa stórt og fullkomið hótel, því að þarna er fyrir ein af ferða- mannaparadfsum landsins. Ég miða náttúrlega við það, að þama yrðu ekki gerðar fram- kvæmdir eða rask nema það, sem bráðnauðsynlegt getur tal- izt og undir umsjón skipulags- stjóra rfklsins. Þannig yrði að sjálfsögðu að haga til að ferðamenn gætu gengið um og notið náttúmfeg- urðarinnar og yrði umferð þeirra óbundin og óþvinguð að öllu leyti, en skylda allra þeirra, sem gengju um staðinn, væri að virða hann og eins og hvem annan helgidóm. Að sjálfsögðu yrði að koma þama eftirlits- maður, embættismaður eins og þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöll- um. Meðan við eram ekki búin að ala okkur upp sjálf nægilega þyrftum við að hafa einhvem refsivönd reiddan upp yfir okkur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.