Vísir - 11.08.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 11.08.1966, Blaðsíða 8
8 VÍSIR . Fimmtudagur 11. ágúst 1986. VÍSIR. Utgefandi: BlaöaOtgatan VISIR Rltstjöri: Gunnar G. Sctaram A8stoðarrltst}órl: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jónas Kristjðnsson Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Auglýsingar Þingholtsstræti 1 Afgreiðsla: Töngötu 7 Ritstjðm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði tnnanlands. 1 lausasölu kr. 7,00 elntakið Prentsmiðja Visis — Edda ta.f Batnandi hagur bænda Qrð formanns Búnaðarfélags íslands og framsóknar- mannsins Þorsteins Sigurðssonar á Stéttarsambands- þingi bænda voru hæfileg ráðning þeim, sem skrifa um búnaðarmál í Tímann. Þorsteinn sagði í ræðu sinni að bændur hefðu aldrei haft það betra á íslandi en nú. Hér er annað hljóð í strokknum en hið sífellda kvart og kvein, sem í málgagni Framsóknarflokksins má lesa um ástandið í þessum stóra atvinnuvegi. Formaðui^ Búnaðarfélagsins trúir greinilega ekki á móöuharðindavæl Tímans og mun enginn lá honum það. ' £nn ein raunarollan birtist í forystugrein Tímans í gær. Þar er reynt að telja bændum og öðrum trú um að erfiðleikar í landbúnaðinum stafi eingöngu af verð bólgunni. Hér er farið allsendis skakkt með hlutina. Sannleikurinn er sá að bændur hafa fram að þessu fengið hækkanir á afurðir sínar sem eru talsvert meiri en almennar kauphækkanir í landinu. Þannig hefur verið betur gert í þeirra málum, eins og sjá má af því að á síðustu fimm árunum hefur kaup- gjaldsliðurinn í verðgrundvellinum hækkað um 141% en Dagsbrúnarkaupið hefur ekki hækkað nema um 83% á sama tíma. Hér hefur bóndinn fengið gamalt misrétti leiðrétt, undir núverandi landbún- aðarstefnu, sem Ingólfur Jónsson hefur haft svo ágæta forustu um. það er vitanlega einnig eintómur þvættingur að það sé verðbólgunni að kenna ef útflutningsuppbætumar duga ekki á þessu ári. Það sem gerzt hefur er það, sem formaður Stéttarsambandsins, Gunnar Guð* bjartsson, benti réttilega á, að aukning framleiðsl- unnar hefur orðið geysimikil og þá helzt í mjólkur- afurðunum, en ekki í þeim afurðum, sem hægt er að fá hærra verð fyrir á erlenda markaðinum. Ekki eru nema 2—3 ár síðan bændur töldu ekki annað fært en framleiða mjólk á ræktuðu landi. Það olli fram- leiðsluaukningunni á mjólkurvörunum. Nú er reynsla hins vegar fengin fyrir því að betur borgar sig að hafa sauðfé á ræktuðu landi. Þó ekki hefði nema helm- ingur framleiðsluaukningarinnar orðið í sauðfjáraf- urðum væri hér ekki í dag um neinn vanda að ræða. Þetta er forystumönnum Stéttarsambandsins eins og Gunnari í Hjarðarholti ljóst, þótt forystumenn Tím- ans og framsóknarmanna hafi ekki enn megnað að skilja þessa einföldu staðreynd. Sannleikurinn er sá að hagur bænda hefur sífellt farið batnandi undan- farin ár vegna réttrar stefnu í landbúnaðarmálum. Þeir erfiðleikar sem í bili steðja að munu verða yfir- stignir, sagði Ingólfur Jónsson á þinginu. Bændur landsins munu taka undir þau orð ráðherra, því sem betur fer eru þeir, eins og hann, bjartsýnir á framtíð landbúnaðarins. Breyting á brezka kvið- dómafyrirkomiiittgimi Tilkynningu Roy Jenkins um hunu fugnuð í neðri múlstofunni Roy Jenkins innanríkisráð- herra Bretlands boðaði í vik- unni breytingu á brezka kvið- dómafyrirkomulaginu (jury syst em) og er breytingin f því fólg- in, að hverfa frá því að allir kviðdómendur verði að vera sammála um þaö hvort sak- bomingur sé „sekur“ eða „ekki sekur“, — og þess í stað ráöi úrslitum 10.2 atkvæöa meiri hluti í kviðdómi úrslitum. Jenk- ins kvað breytinguna greiða fyr- ir þvf að komið yrði löigum yfir ntarga sem annars kynnu að sleppa. Sú breyting sem hér um ræð- ir, er merkur viðburður í brezkri Iagasögu, þvf að lög háfa aidrei fyrr leyft meiri- hlutaúrskurði kviðdóms. Þá er gert ráð fyrir í frumvarpinu, að kviðdómur fái nægan tíma til þess að íhuga og taka á- kvörðun f máli. Þá er fyrirhuguö sú breyting að girt verði fyrir að menn sem dæmdir hafa ver- ið fyrir afbrot skipi sæti kvið- dómara. Frumvarp um það o. fl. tii breytingar á hegningar- lögunum verður lagt fyrir þing- ið á hausti komandi. Málstofan fagnaði þessum breytingum. En hvers vegna var frumvarpiö um meirihluta í jkvjðdóm^Jfigt fram nú —r svo til rétt áöur en sumarleyfi þing- manija? Hvað lá á? Þaö kom fram við umræð- una. Jenkins sjálfur sagði, að það væri komið í ljós, að of margir kæmust undan við nú- verandi skipulag — og meðal þeirra eru, sagði hann: — „stórhvelin“, mennimir, að baki þeirra sem sendir eru á mörkina til fanga, koma hverg' nærri sjálfir, skipuleggja allt og hirða bróðurpartinn af ránsfengnum. Og Jenkins kvað ekkert eitas niðurdrepandi fyr- ir lögregluna og það, að reyna það, aö þegar hún við mikla fyrirhöfn, eftirgrennslanir og á- hættu héfur komizt að hver er aðalmaður að baki glæpa- manns — eða ef til vill glæpa- hrings — að sá hinn sami slepp- ur vegna ágalla laganna, J)ar sem þau eru næg vörn gegn því, að slíkum mönnum takist að spilla (corrupt) vitnum og kviðdómendum. Meöal þeirra, sem fagnaði breytingunni var Quentin Hogg úr flokki íhaldsmanna, og kvaö hann svo að orði, að menn hefðu gert of lítið úr „þessari starf- Roy Jenkins. Quentin Hogg. semi atvinnuglæpamanna." Hann hvatti m. a. til strarigara eftirlits með starfsemi alls kon- ar klúbba, sem væru „miðstööv- ar glæpastarfsemi" 113 metra stáSþil y rekið niður í Reyðar fjarðarhöfn í sumar Á Reyðarfirði er nú verið að hefjast handa við annan áfanga hafnarinnar, 113 mctra stálþil, sem á að reka niður fyrir haust ið. Framkvæmdir við höfnina hafa nú staðið síðan 1962 og var í fyrra lokið smíði stórrar hafskipabryggju, kostuðu þær framkvæmdir 11 milljónir. Undanfama mánuði hefur verið unnið við að botnrannsaka Fjarðarleirumar, þar sem höfn- inni er ákveðinn staður. Reikn- að er með að dýpi við væntan- legt stálþil verði um 7 metrar og ætti þvf að koma að gagni sem viðlegupláss allstórra skipa. Efni á þilið er þegar komið á staðinn. í framhaldi af botnrannsókn- unum verður gerð gangskör að kortlagningu háfnarinnar og er sá þáttur málanna í höndum Vita- og hafnamálastjórnar. Að skipulagi hafnarinnar verður unnið í samráði við Skipulag ríkisins, þar eð jafnframt verð- ur komið skipulagi á næsta um- hverfi hafnarinnar. Framhald þessara hafnarmannvirkja, verður inn með firðinum þeim megin sem þorpið er. „Lucy-skemmtunin" í Hvitn húsinu Blaðlð New York Herald Tribune birtir þessa mynd undir ofangreindri fyrirsögn, en á myndinni segir sá, sem talar vlð Johnson forseta: — Verið ekki að hafa áhyggjur af að missa dóttur, gleðj- Izt heldur yfir, að yður hefir bætzt nýr kjósandi. (Eiginmaður Lucy er repúblikani).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.