Vísir - 11.08.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 11.08.1966, Blaðsíða 6
/ t VÍSIR . Fimmtudagur 11. ágúst 1966. Aukin verði síldarieit við SV-land Hlnn 3. ágúst sl. var haldinn í Reyltjavík aöalfundur Félags síldar saltenda á Suðvesturlandi, en sam tökln ná yfir svæðið frá Vest- mannaeyjum og vestur fyrir land til Vestfjarða. Fundarstjóri var kjörinn Sigurður Ágústsson, Stykk | ishólml. Formaður samtakanna, Jón Áma son útgerðarmaður flutti skýrslu stjómar og kom þar m.a. fram, að vegna minnkandi afla á miðun um fyrir Suður- og Vesturlandi hefði síldarsöltun á höfnunum á þessu svæði minnkað á sl. 3 árum úr 140.000 tunnum í 36.000 tunnur. Kvað hann nauðsynlegt, aö síldar rannsóknir og síldarleit á þessu svæði yröu stórauknar, en jafn- framt að ekki minnkuðu rannsóknir á hafinu fyrir norðan og austan vegna þessa. Þá skýrði Jón frá þvf, að félaginu hefðu borizt óskir frá Vísitulan — Framhald af bls. 16 lagsuppbót á laun og aðrar vísitölu bundnar greiðslur. Athygli skal vak in á því, að þessi verölagsuppbót skal ekkl reiknuð af launum að viðbættri þeirri verðlagsuppbót (13,42%), sem gildir á tímabilinu júní—ágúst 1966, heldur miðast hún við grunnlaun og aðrar grunn- greiðslur. Verðlagsuppbót á vikulaun og mánaðarlaun skal, samkvæmt á- kvæðum nefndra laga, reiknuð í heilum krónum, þannig að sleppt sé broti úr krónu, sem ekki nær hálfri krónu en annars hækkað í heila krónu. Dagana 25. og 26. ágúst n.k. verður þing Flugmálasambands Norðurlanda haldið í Reykjavík. Flugmálasambandið var stofnað 26. jan. 1963, og eru öll flugmála- félög Norðurlandanna í því. Flugmálafélag íslands mun ann- ast þetta fjórða þing og hið fyrsta hér á landi, og munu sækja það tveir fulltrúar frá Danmörku, tveir frá Finnlandi, þrir frá Nor- egi og tveir frá Svíþjóð. Á þinginu hér verða mörg mál til umræðu enda löngu sannað og viðurkennt, aö flugmálafélögin hafa verið og munu verða sá ræð- ari, sem flugmálum landanna veitir hvað bezt og kemur þeim í höfn. Flugmálafélög um allan heim miðla hvert öðru mikilli þekkingu og reynslu, og Flugmálafélagi íslands er mjög gagnlegt að halda við þau traustum tengslum. Á hinum Norð- urlöndunum eru flugmálafélögin tiltölulega mannmargar og fjár- sterkar stofnanir, og þar sem Flug málafélag fslands hefur ekki bol- Félagi síldarsaltenda á Noröur- og Austurlandi varðandi möguleika á stofnun heildarsölusamtaka allra síldarsaltenda á landinu. Tók Jón fram í þessu sambandi að síldar saltendur á Suður- og Vesturlandi væru mjög ánægðir meö störf síld arútvegsnefndar og skrifstofu hennar en stjóm samtakanna teldi þó rétt, að verða við óskum um við ræður um málið. Á fundinum flutti Gunnar Flóv enz erindi um markaösmál saltsíld ar. Kom þar fram, að markaðir í USA og á Norðurlöndum vilja að- Samkvæmt lögum nr. 65/1966 um hægri handar umferð skal dómsmálaráðherra skipa þriggja manna framkvæmdanefnd, er hafi á hendi undirbúning og stjóm framkvæmda við breytingu úr vinstri f hægri handar uniferð. Starfssvið framkvæmdanefndar þessarar skal m. a. vera þetta: 1. að kanna og sannreyna, eftir því sem unnt er, áætlanir um framkvæmdir og kostnað, sem leiðir af breytingunni. 2. að fylgjast með, að fram- kvæmdar verði nauðsynlegar breyt ingar á vega- og gatnakerfi lands- ins. 3. að undirbúa og framkvæmá £ samráði við yfirvöld, félög og stofnanir nauðsynlega fræðslu og upplýsingastarfsemi, svo og stuðla magn til að fylgja öðrum eftir, hef- ur það tíðum falið hinum Noröur- löndunum umboð sitt. Hafa þau sýnt mikinn skllning á sérstöðu okkar og reynzt hið bezta í hví- vetna. Svo skemmtilega vill til, að Flugmálafélag íslands er 30 ára 25. ágúst. Afmælisins verður þó ekki minnzt fyrr en á Flugmála- hátíðinni, sem haldin verður í haust. I Flugmálafélag íslands hafa þejr jafnan- skipað sér, sem flugi og flugmálum unna. Má t.d. nefna núverandi flugmálastjóra Agnar Kofoed-Hansen, sem var fyrsti for- seti félagsins, og síðan má áfram benda á menn í öllum greinum flugsins, hvort heldur um er að ræða áhuga- eða atvinnumenn. Gagnsemi Flugmálafélagsins er ótvíræð, og þótt þaö gegni ekki enn eins miklu beinu hagrænu hlutverki hér og sums staðar ann- ars staðar, verður að þvl stefnt, og eru allir flugáhugamenn og | konur velkomin I félagið. eins kaupa stór síld, stærri en veiðzt hefur við Suðvesturland. Austur-Evrópuþjóðir hefðu stórauk ið saltsíldarframleiðslu sina á und anfömum árum, og sumar þeirra væru famar að flytja út saltaöa síld. Þá væri söltun slldar I Hol landi að aukast og væri nú meiri en á sama tlma en I fyrra. Þá sagði Gunnar Flóvenz frá niðurstöðum rannsókna Jakobs Jakobssonar á síldarstofninum fyrir Suðurlandi (sunnlenzka sildarstofninum), og kom þar fram, að . um verulega rýmun stofnsins hefur verið að ræða á undanfömum árum. Nokkrar tillögur vom samþykkt ar á fundinum, m.a. um síldarleit fyrir Suðvesturlandi, og um að halda óbreyttu verzlunarfyrirkomu lagi við jafnvirðiskaupalöndin. að því, að ráðstafanir verði gerðar til að koma I veg fyrir umferðar- slys í sambandi viö brevtinguna. 4. að ákveða greiðslur vegna kostnaðar, sem leiðir af breyting- unni. 5. að gera tillögur um nauðsyn- legar stjómvaldsráðstafanir I sam- bandi við breytinguna. í nefndina hafa verið skipaðir eftirtaldir menn: Einar B. Pálsson, verkfræðingur, Kjartan Jóhanns- son, héraðslæknir, og Valgarð Briem, héraðsdómslögmaður, og er hann formaður nefndarinnar. , Fyrirlesfur um rannsóknarmál í dag, fimmtudaginn 11. ágúst, flytur E. Fjellbirkeland, fram- kvæmdastjóri yfimefndar rann- sóknarmála I Noregi, fyrirlestur I 1. kennslustofu Háskólans kl. 17.30. Fyrirlesturinn nefnist: Organisa- tion for naturvidenskabelig forskning og humaniora með særlig henblik pá de erfaringer som er gjort i Norge. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. SAS — Framh. af bls. 1. flugfélaganna, austan hafs og vestan, hafa lýst því yfir, að það sé ekki sanngjarnt að krefj- ast sama gjalds af farþegum, sem fljúga með þessum nýju þotum og hinum, sem nú eru I notkun, og þá er komið út sama hlutfallið og er nú I dag milli þota og skrúfuvéla. Síldin — Framh at bls. 1. af síld af þessum slóðum og virðist hún vera feit og stór. Góður afli var hjá síldveiði bátunum sunnan lands I nótt. Bátamir fupdu gríðarstóra torfu út af Krýsuvíkurbergi og fengu þar margir dágóðan afla. Vitað var um 5-6 báta á leið til Vestmannaeyja i morgun meö 5-600 tunnur nokkrir voru á leið til Suöumesja. Mest hafði Geirfugl (áður Héðinn) frá Grindavík um 1500 tunnur og var hann kominn Iangleiðina til Keflavíkur meö aflann þegar blaðið frétti af ferðum hans í morgun. Nokkur Straumur var undan Krýsuvíkurbergi í nótt og hamlaði hann nokkuð veið- um. Eban — Framhald af bls. 16 hr. Eban það tækifæri, sem honum byöist með því að á- varpa Islendinga. Sagði hann það ekki síður ánægjulegt að tækifærið byöist innan veggja Háskóla íslands, þar sem bæöi íslendingar og ísraelsmenn legðu mikla áherzlu á það að mennta íbúa landanna, og skildu vel hlutverk mennta- manna I nútíma þjóðfélagi. Síð- an vék hr. Eban að íslandi og ísrael, bar saman þjóðirnar, sögu þeirra og trúarbrögð. Sagði hann, að þær ættu margt sameiginlegt, m.a. það, að tung- ur þeirra væru ekki talaöar af fleiri þjóðum en einni. Þá vék hr. Eban að smáu þjóðunum og sagði að 1 dag væru tlmar hinna smáu þjóða. Sagði hann, að fyrir mörgum árum hefði sú kenning verið rlkjandi meðal margra sögusér- fræðinga og annarra sögu- fróðra manna að hin smáu ríki myndu ekki þrífast lengi, sjálf- stæði þeirra yrði alltaf erfiðara að varðveita er tlma liðu, en nú hefði komið I ljós, að kenningar þessara manna hefðu ekki við rök að styðjast. Þá sagði hann, að það væri alltaf af koma betur og betur I ljós, að þjóðimar gætu ekki lifað einar sér, hvort sem þær væru stórar eða smáar. Þetta sönnuðu hin mörgu og marg- víslegu bandalög, sem mvnduð hefðu verið vlða um heim á síðustu árum. Þetta ætti ekki aðeins við um hernaöarbanda- lög, heldur einnig bandalög sem mynduð hefðu verið til að tryggja efnahagslega afkomu meðlima þeirra. Þá ræddi hann um það, hve erfitt væri að fá hin smáu og sjálfstæðu ríki til að gefa eftir af sjálfstæði sínu og blandast eða sameinast öðrum ríkjum, sem náskyld væru. Nefndi hann sem dæmi, að þrátt fyrir að íbú- ar S.-Ameríku töluðu flestir spönsku, og hefðu sömu trúar- brögð legðu íbúar hinna ein- stöku ríkja áherzlu á, að þeir væru Argentínumenn, Bolivíu- búar og svo frv. Þetta hlyti að benda til langlífi hinna smáu þjóða. Tilvera hinna smáu þjóöa væri söguleg staðreynd. Þá sagði Eban, að hinar smáu þjóðir hefðu mikil áhrif á heimsfriðinn. Með því að við- halda jafnvægi I innanríkismál- um sínum gætu þær varðveitt heimsfriðinn. Þær hættur, sem undanfarin ár hefðu ógnað heimsfriðinum hefðu mest megns stafað af óróleika I innanlandsmálum hinna smáu ríkja. Nefndi hann sem dæmi kenningu sinni til staðfestingar, að þannig væri t. d. I Laos, á Kúbu, £ Viet-Nam og fleiri smáum ríkjum. Eftir að hinar andstæðu fylkingar innanlands hefðu hafizt handa um að berj- ast og ógna hver annarri hefðu stórveldin dregizt inn I átökin. Þetta væri hinum smáu ríkjum hollt að muna. AÐSTOÐIN VIÐ ÞRÓUNARLÖNIN. Að síðustu vék hr. Eban að aðstoðinni við þróunarlöndin. ' Sagði hann að ísland væri svo kallaða velferðarríki, hið sama væri að segja um ísrael. í þess- um ríkjum hefði fátækt verið að langmestu leyti útrýmt, eða um það bil væri verið að út- rýma hehni. En þetta þýddi ekki, að allur heimurinn væri eitt allsherjar velferðarríki. Slður en svo og staðrevndirnar leiddu allt annað I ljós. V3 hluti mannkynsins byggi í dag við hungur og ólæsi. Sagan kenndi þessum þjóðum að leita frekar eftir aðstoð frá hinum smáu þjóðum, og þeim hinum síðar- nefndu bæri skylda til að rétta þeim bróðurhönd. Sagöi hann I þessu sambandi, að 500 vís- indamenn, læknar og alls konar sérfræðingar á sviði tækni- og efnahagsmálr færu á ári hverju frá ísrael til einhverra af hinum þurfandi þjóðum þeim til aðstoðar. Þá sagði hann einnig, að 1000 íbúar þessara sömu þjóða kæmu ár- lega til ísraels, þar sem þeim væri miölaö af þeirri þekkingu sem ísraelsmönnum hefði þegar hlotnazt. Sagði hann, að mann- kyninu myndi I framtíðinni ef til vill ekki stafa mest hættan af kjarnorkusprengjunni og vígbúnaðinum, heldur af hungri og menntunarskorti hinna svo- kölluðu vanþróuðu þjóða. Með aðstoð sinni við þróunarlöndin gætu smáríkin um leið stuðlað að friði á jörðu, en það væri mikilvægast mannkyninu I dag. Fjórir umsækiendui að Keldum Umsóknarfrestur um starf for- stöðumanns við Tilraunastöð há- skólans I meinafræði að Keldum rann út 1. ágúst. Umækjendur um embættið eru: dr. Guðmundur Georgsson, læknir, Guðmundur Pétursson, læknir, dr. Halldór Þormar, lífeðlisfræðingur, og Margrét Guðnadóttir, læknir. Skemmtiferð — Framhald af bk. 16 veröur siglt til Kaupmannahafn ar, þar sem skipið verður eins og hótel fyrir farþega I fjóra daga viö Löngullnu. Komið verö ur við I Amsterdam á leiðinni til Lundúna, en þar verður stoppaö nokkra daga og síðan haldið heim. Ferðin tekur mán uð og kostar 12 þúsund krónur. Háskólakonur — Framhald af bls. 16 kvöldveröar I Þjóðleikhúskjall- aranum I kvöld. Á laugardagskvöjd veröur hinum erlendu þátttakendum boðið á íslenzk heimili, en eftir að fundinum er lokið fara þátttakendumir I ferðalög um ]ar>'L.\- og geta þeir valið á milli fitiUR daga feröar um Norður- Iand þriggja daga ferðar um Snæfellsnes. Verður farið í þessi ferðalög þann 17. ágúst. Fara þátttakendur einnig í ýmis styttri ferðalög meðan á dvöl þeirra stendur hér að eig in vali. Athugasemd Vegna fregnar, sem birtist I blað inu I gær um mann og konu, sem stukku I Reykjavíkurhöfn, birtist hér leiðrétting samkvæmt frásögn mannsins, sem hlut átti að máli. — Ég og kona mín vorum að ganga við höfnina, þegar hún tók skyndilega á rás og hljóp I höfn- ina. Rétt I því ók hvítur Volks- wagen fram hjá og maður, sem í honum var, hljóp upp I nærstatt skip og kastaöi til hennar björgun arhring. Ég sá að þaö bar ekki ár angur, svo ég stakk mér á eftir henni og gat haldið henni uppi þar til hjálp barst frá lögreglunni. Við vorum flutt á Slysavarðstofuna þar sem hlúð var að okkur, en síö an var kona mín flutt á sjúkrahús. Hún hafði m.a. hlotið lost við þenn an atburð. Hún gengur með sjúk dóm, sem hún tekur nærri sér, sem m.a. getur hafa valdið því að hún hljóp I höfnina. MM—. IIIHIIII ■!!—| | IIIIII y Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdafööur og afa EINARS B. KRISTJÁNSSONAR húsasmíðameistara, Freyjugötu 37, verður gerð frá Dómkirkjunni föstudaginn 12. ágúst n.k. kl. 10.30 f.h. — Utvarpað verður frá jaröarförinni. Blóm vinsamlega afbeöin. Guörún Guðlaugsdóttlr, böm og bamaböm. ^T"*TT*—|||||B| ..... Þing Flugmólasnmliands Norðurlandg í Reykjavík Framkvæmdanefnd skipuð fyrir breytingu í hægri akstur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.