Vísir - 11.08.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 11.08.1966, Blaðsíða 3
VÍSIR . Fijnmtudagur 11. ágúst 1966. e Það er gaman í Reykjadaí „Mér þykir mest gaman aö synda“, sagði einn — „mér þyk ir mest gaman að leika á blokk flautu“, sagði annar og þegar sá þriðji sagði að það væri allt skemmtilegt í Reykiadal voru hinir honum sammála. Já, það er gaman í Reykjadal í Mosfellssveit, um það var Myndsjáin ekki í neinum vafa er hana bar að garði einn góð viörisdag í vikunni. Þar voru fyrir rúmlega 40 böm á aldrin um 4-12 ára og voru mörg að synda í lauginni en önnur hlupu um á túninu og léku sér Þau hlupu um, þótt mörg hver bæri ekki hratt yfir, því að þeim Það er leikur að læra...“ hljómaði hástöfum frá kómum í Reykjadal og léku fjögur börn undir á blokkflautur og meíod'iku en söng- kennarinn Sigursveinr D. Kristinsson stjómaði. er það öllum sameiginlegt, aö þau eru meira eöa minna lömuö eða bækluð, ýmist frá fæðingu eða af vöidum sjúkdóma og slysa. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra rekur þetta sumardval- arheimili, sem jafnframt er þjálf unarstöð, af miklum dugnaði og em fjögur ár síðan það tók til starfa en áður hafði félagið haft böm í sumardvöl annars staöar um fjögurra ára skeið. Er mein ingin að þama geti orðið heils árs dvalarstaður fyrir bömin, þar sem þau hljóti kennslu og geti stundað reglulegar þjálfun aræfingar hjá sérmenntuðu fólki. Úr þvi getur ekki orðið að sinni og háir þar fjárskortur. Sundlaugin, sem byggð hefur verið í Reykjadal er aðalatriðið í þjálfun bamanna. Þar var mik ið buslað og ákafinn var mikill. „Sjáið mig — sjáið mig“ hrópuöu bömin hvert í kapp við annað því að öll vildu sýna hve dugleg þau væru orðin og sund kennarinn Friðrik Jónasson sagði að bað væri ótrúlegt hve miklnn dugnað og viljastyrk mörg mikið lömuð börn sýndu, enda væri árangurinn oft fram ar björtustu vonum. Magnea Hjálmarsdóttir for- stööukona sagði aö dagurinn byrjaði með morgunverði klukk an 8 og klukkan 9 hæfist sund kennslan, sem stæði allan dag Inn Fara eldri bömin í sund tvisvar á dag, en þau yngri einu sinni. Síðan fær hvert bam Haukur Þórðarson læknir og Asta Viken þjálfar! voru að ræða hvað gæti valdið því að spelkurnar meiddu unga manninn á milli þelrra. Sundið er mikilvægasta atriðið í bjálfun lamaðra og þessi böm stóðu jafnöldrum sínum fyllilega á sporði í íþróttinni — t. d. var flmm ára hno kki á miðri myndinni orðinn flugsyndur. þjálfun við sitt hæfi hjá sér- menntuðum þjálfara en að öðru leyti líöur dagurinn að mestu við leik. Eldri börnin hiálpa þó til við heyskap þegar túnið um hverfis húsið er heyiað og raka þau þá og snúa af miklum dugn aði. Elztu drengimir hafa kom ið sér upp litlum kofum „bæki stöðvum“, og una þar marga stund. Þá læra bau föndur, sjá kvikmyndir tvisvar í viku og á mánudögum og fimmtudögum kemur söngkennarinn, Sigur- sveinn D. Kristinsson og ómar þá söngur um Mosfellsdalinn. Kennir hann einnig á hljóðfæri og er t.d. blokkflautuleikurinn mikilvæg æfing fyrir máttlitla fingur. Læknirinn Haukur Þórð arson kemur enu sinni í viku og fylgist með heilsufari barnanna og framförum. Á sunnudögum er farið i stutt ar gönguferðir og síðan er farin berjaferð og ein heils dags öku ferð á sumri og er dvölinni lýk ur í ágústlok er haldinn dans leikur og dansar þá hver eins og hann mögulega getur. Síðan hverfa börnin heim full tilhlökk unar aö hittast aftur í Reykja- dal að vetri liönum. „Bláa Iiðiö“ viö „bækistöðina“ sem piltarnir reistu 'sjálfir, en „bláa Hðið“, sem ber blá sverð á að baki sér langa sögu og barðist áður við „ráuða liðið“ sem nú hefur sameinazt „bláa lið- inu“. Fremstur til vinstri er foringinn, Jón, og við hlið hans Sturla yfirnjósnari. Uppi á þakl eru Viöar, sem gengur næstur foringjanum, Sigurður fánavörður, Ólafur, Arinbjöm (stendur) og Griffith.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.