Vísir - 11.08.1966, Blaðsíða 11

Vísir - 11.08.1966, Blaðsíða 11
Brezki flugvirkinn Jim Park inson er nýkominn úr hnatt- ferð og henni heldur óvenju- legri. Hann ók umhverfis jörö ina ' í heimatilbúnum bíl með Umhverfis jörðina -- á státtuvél Jhn Parkinson ekur „sláttuvéiimú“ yfir Westminster Bridge. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að byggja tvær hæðir ofan á norðurálmu Fæðingardeildar Landspítalans. Uppdrátta má vitja á teiknistofu húsameist- ara ríkisins, Borgartúni 7, gegnl.000,— kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð 30. ág- úst kl. 2 e. h. Reykjavík, 9. ágúst 1966. Húsameistarí rikisins Borgartúni 7. Auglýsinga'símor Vísis eins hestafls vél úr sláttuvél. ■ Geri aðrir betur! Litli bíllinn komst ekki hraö ar en 25 km. á klukkustund enda var Parkinson 14 mánuöi á leiðinni. Hann ók austur til Moskvu, gegnum Rússland, með fram Síberíujámbrautinni og til Japan. Þar tók Parkinson bílinn í sundur, pakkaði .honum niður og sendi hann í flugvél til San Fransisco. Þar setti hann bílinn saman á ný og ók yfir þver Bandaríkin en undir lokin var litli bíllinn farinn að þreytast svo að Parkinson varð við og við að ýta honum upp bröttustu brekkumar. Á austurströnd Bandaríkj- anna fór Parkinson — með bíl inn í stykkjum — um borð í sænskt flutningaskip, sem kom honum heim til Bretlands og er til London kom fékk Parkinson bílinn afhentan yfir afgreiðslu borðið á Waterloo-járnbrautar- stöðinni. Prinsessa á liðs- foringja- skóla Það fylgir margt því að vera prinsessa og ríkiserfingi í ofan álag. Margrét Danaprinsessa þurfti nýlega að sækja tveggja vikna námskeið í skóla danska flughersins, til þess að geta brugðið sér i líki liðsforingja í hernum ef á þarf að halda. Hér sjáum við prinsessuna klædda æfingabúningi skylmingamanna og er ekki annað að sjá en að hún taki sig vel út. Þetta eru systurnar Catherine Deneuve og Francoise Dolerac en þær eru nú að leika i kvilcmynd suöur í Rochefort i Frakklandi og er það sönglelkur sem heitir „Ungfrúrnar frá Rochefort". — Leika þær þar tviburasystur — og má sjá á myndinni að þær eru sláandi líkar (Francoise t.v.) Éinhverjlr kannast líklega við nafnið Rochefort, en þaðan er upprunninn osturinn frægi, sem mörgum finnst reyndar miður góður. í Rocheforteru ostakjallarar undir hverju húsi og má búast við að ilmurlnn sé þvi góður þar um sióðir. Kári skrifar: Ástæðulausar umkvartanir ,Það er ekki ótítt, að talað sé um það sem „nudd“ eða „nöldur“ þegar kvartað er yfir því, sem miður fer í þjóðfélag- inu, drykkjuskap og óreglu, til dæmis að taka, en margt fleira mætti raunar nefna, en ég vil segja fyrir mitt leyti, að um kvartanir um það sem veldur spillingu og jafnvel eykur hana, á ávallt fyllsta rétt á sér, og það er ekki aðeins réttmætt heldur þarfaverk að vinna gegn hvers konar spillingu, þótt radd ir heyrist um, að þetta sé leiö indanudd og þýðingarlaust. Verzlunarmannahelgin Óregla á skemmti- og dvaiar stöðum um verzlunarmannahelg ina hefur að vanda orðið um- ræðuefni f blöðum og útvarpi og manna meðal, enda er hún þá víða meiri en um aðrar helg ar, sökum þess að þá fara all ir sem geta úr bæjum og kaup túnum, og að þessu sinni mun þetta útstreymi hafa orðið með allra mesta móti, hér sunnan lands, vegna hagstæðs veðurs. Og gegn óreglunni ber ávallt að berjast, en skynsamlega og hóg værlega, og reyna að glæða þann hugsunarhátt, að það er hverjum manni til vansæmdar, að neyta áfengis í óhófi. Skyn samlegt tel ég, að leggja megin áherzlu á það, að ýmis mót voru haldin þar sem áfengisneyzla var bönnuð, og fóru þau vitan lega vel fram, og það sannar að ef vilji og forusta er fyrir hendi er hægt að koma menningar- brag á skemmtimót manna. Dansskemmtanir 1 félagsheimilum. Kunnara er en frá þurfi að segja hve mikill drykkjuskapur er á dansskemmtunum i félags heimilunum sumum, en hvernig skyldi standa á þvl, að sum fé- lagsheimili hafa slæmt orð á sér. en önnur ágætt? Hvers vegna hópast þeir unglingar, sem óreglusamir eru á viss sveitaheimili? Vitanlega vegna þess, að þar ríkir annar andi hjá þeim sem stjórna, en í hinum — andi metnaðarleysis og gróða- fíknar og agaleysis. Hvers vegna er félagsheimilum, sem fá mikinn styrk úr rfkissjóði, ekki gert að skyldu að banna áfengisneyzlu á skemmtnnum? Félagsheimilirj eru stornuö 1 menningarlepum tilgangi, — hvað gerir hið opinbera tii þcss að þeim tilgangi verði nðð? Sunnlendingur.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.