Vísir - 11.08.1966, Blaðsíða 7

Vísir - 11.08.1966, Blaðsíða 7
7 VlSIR • Fimmtudagur H. ágúst 1966. Byggðín teygir sig upp meö hraunjaðrinum og takmarkast í framtíðinni af Suðumesjaveginum, sem kemur neðan við Vífilsstaði FULLMÓTAÐ HVERFÍ RÍSÁ FIMM ÁRUM Með 300 ehnbýUshúsum — Ekið um Hofs- stoðaflatir með Ólafi Einarssyni, sveitar- stjóra Garðahrepps Ferð okkar lýkur svo í iðnað arhverfinu niðri við sjóinn. Þar eru einnig hús í smíðum, alimörg iðnfyrirtæki hafa fengið þar lóðir og byggt, eða hyggjast byggja þar. Skipasmíðastöðin Stálvík, er að auka húsakost sinn. Vélsmiðjan Héðinn á þarna stórt hús í smíðum, Sápu gerðin Frigg hefur reist myndar legan skála, og fleira mætti telja. Garðahreppur nær yfir allstórt svæði og Ólafur sveitarstjóri tekur okkur vara fyrir því að lokum, að einskorða Garða- hrepp við þetta hverfi, sem nú hefur verið lýst. Silfurtún til- heyrir einnig hreppnum, svo og hið nýja íbúðahverfi f Amar- nesi. — Byggðin er því nokk- uð dreifð, en þéttist óðum, og vonandi gefst tækifæri til þess að heimsækja önnur hver-íi þessa vaxandi sveitarfélags áð- ur langt líður. Cumarið 1961 var fyrstu lóð- ^ unum úthlutað á flötunum neðan viö Vífilsstaöi í Garða- hreppi. Var síðan grafið fyrir grunnum nokkurra þessara húsa þá um haustið. Nú eru risin þar um 190 myndarleg íbúðarhús, eitt skemmtilegasta íbúðar- hverfi hér nærlendis. Vísir fór í stutta heimsókn þangað suðureftir emn sólskins daginn tfl þess að skoða hverf- ið, sem ennþá er óðum að byggj ast. Ólafur Eínarsson sveitar- stfóri Garðahrepps gerðist fús- lega leiðsögumaður og lýsti I stórum dráttum sögu þessarar ungu byggðar. Það er reiknað með aö hér verði um 300 hús sagði Ólaf ur. B-yggðin á að ná allt ofan frá Hafnarfjarðarveginum, sem á að koma rétt neðan við Vifils- staði, og niður að sjó. íbúðar- húsin eru þama í hraunjaðr- inum sunnan Vffilsstaðavegar, neðan við þau kemur opið svæöi þar verða skólar og íþróttahús. Neðan við Hafnarfjarðarveginn, sem nú er kemur iðnaðarsvæði. Hluti af barnaskólanum er þegar tilbúinn, en nemendum fjölgar stöðugt og skólann verð ur að sjálfsögðu að stækka jafn óðum. Og þegar við ökum upp Vífilsstaðaveginn sjáum við að búið er að slá upp fyrir einni álmu þessa skóla. — Hér eiga að vera um 450 nemendur í vetur segir Ólafur. Næsta sumar gerum við okkur vonir um að Ijúka byggingu íþróttahúss og er þó hvergi nærri séð fyrir endann á skóla- byggingum, þær verða trúlega á döfinni næstu ár. Við verðum t. d. að taka á leigu hús undir gagnfræðaskóla í vetur. glztu göturnar er þegar búið að malbika og er nú verið að leggja þar gangstéttarhellur. — Gangstéttimar eru lagðar þannig að smábil verður milli Barnaskólinn er stækkaður jafnóðum og fólkinu fjölgar, þessi viðbót á að vera til fyrir haustiö. Elzta gatan, Stekkjarflöt, þar er verið að leggja gangstfga og trjágróöurinn er farinn að teygja sig upp eftir húshliðunum. öll eru húsin einbýlishús, nýtfzkuleg í útliti að sjálfsögðu og sum nokkuð frábrugðin hversdagsleíkanum eins og þetta hús við Tjamarflöt. sem teiknaö er af Sigurlaugu Sæmundsdóttur. unum verður úthlutað næsta sumar. Verða áreiðanlega m,arg ir til þess að sækja um þar, því að þarna er hið ákjösanlegasta íbúðarsvæði, grunnarnir sér- staklega þægilegir, því aö ekki þarf að ýtra nema grunnum sverði ofan af hraunimi, sem þarna er undir. Umhverfið er mjög aðlaðandi .hraunið teygir sig heim að túnfætinum og út- sýni er gott suður á Reykjanes- ið og til fjallanna í austri Vífils- staöahlíð hið næsta og Langa- hlíð ber hæst til suð-austurs. jþað væri ógerlegt að leggja nauðsynlegar leiðslur og ganga frá götum jafnóðum og byggt er, ef lóðimar í hverf- inu byggðust ekki svona jafnt, segir sveitarstjórinn. Við ger- um okkur vonir um að Ijúka holræsagerð, vatnslögnum og ganga frá götum næsta sumar í þeim hluta sem nú er í bygg- ingu. þeirra og götunnar, segir Ólafur, Þar veröa grasreitir og eitt bíla stæöi við hvert hús. Bílskúrar eru byggðir jafnóðum, svo að ekki verði neitt umstang eftir á. Lóðimar eru margar orðnar skemmtilegar í kringum húsin, trjágróöurinn er aö vísuekki orð inn hávaxinn enn þá, enda varla þess að vænta, þar eð ekki eru en 4 ár frá því að fyrstu húsin risu þarna af grunni. Þegar nær dregur Vífilsstöð- um ber meira á nýjum húsum, ó fullgerðum og í smíðum. Fólk er þar ýmist að hengja tjöld fyrir glugga og flytja inn eða grafa grunna að húsum sínum — og allt þar á milli. — Húsin sem þarna eru 1 byggingu eru eitthvað um 60 —70 talsins, en síðustu 40 lóð

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.