Vísir - 11.08.1966, Blaðsíða 15

Vísir - 11.08.1966, Blaðsíða 15
VÍSIR . Fimmtudagur 11. ágúst 1966. 15 — Ég spuröi hann um bréfin, hélt Philip áfram hlífðarlaust — — Marcus sagðist hafa sent þér þau og að þú hefðir hlegið þegar þú iast þau, og sagt að þú von- aðir að ég hefði ekki tekið þetta mjög alvarlega, og kannski væri réttara að þú svaraðir þeim alls ekki. Ég mundi skilja þaö von bráðar. En ég gafst ekki upp strax. Ég hélt að sú Leonie sem ég þekkti mundi skrifa mér að öllu væri lokiö okkar á milli, eöa að minnsta kosti ná sambandi við mig þegar ég kæmi tii Englands. Þegar þú gerðir hvorugt fór ég að halda að Marc- us hefði haft rétt fyrir sér, og að ég hefði aldrei þekkt þig til hlít- ar. Leonie var eins og vængbrotin æður. Philip sagði satt, hún fann þaö núna. Og þegar hún hugsaöi til baka fann hún að þetta var allt í samræmi við hugsunarhátt Marcusar. Hún gat ekki áfellzt Philip, — þetta var ailt henni aö kenna. Hún hefði ekki átt að gefast upp svona fljótt. En þó hún þekkti Marcus vel, mundi hún ekki hafa haldið aö hann leiddist út í að gera þetta. Hún studdi hendinni á handlegg Philips og fékk hann til að snúa sér að henni. — Heyrðu, Philip. Þetta er löngu liðið núna og þú elskar Claire, svo að fortíðin skiptir engu máli framar. En ég vil að þú vitir sann- leikann. Ég fékk aldrei bréfin frá þér, Ég gerði þá flónsku að láta Marcus skilja á mér að mér þætti vænt um þig, og svo — svo hefur hann eyöilagt bréfin. Hann horfði rannsakandi á hana. — En hann mundi aldrei hafa sagt að þið væruö trúlofuð, nema þú ... — Nema ég gæfi honum undir fótinn, áttu við? Marcus þurfti þess ekki meö, sagði Leonie beizk — Hann haföi of mikið sjálfstraust til þess. Hann hafði alið mig upp — eins og amma sagði — á sinn sérstæða hátt. Hann leit á mig sem sina eign, alveg eins og húsgögn- in sín. Hann hefur líklega ráðið það við sig fyrir mörgum árum, að ég ætti að giftast honum. Jafn- vel þegar ég flutti frá honum hef ur hann verið viss um að ég kæmi aftur fyrr eða síðar. Hann hélt að ég gæti ekki komizt af án sín. Þannig var hann. CLAIRE. Nú varö löng þögn og Leonie horfði á Philip og las hugrenningar hans úr augum hans. Loks sagði hann dræmt: — Æ, hvílík hörm- ung. Og Leonie varð ljóst, aö ekkert af þessu hefði þurft að gerast, og að þau hefðu aldrei þurft að skilja. — Ég hefði átt aö vita það, sagði Philip. — Ég hefði átt að vita bet- ur. — Segðu ekki meira. Við skul- um ekki tala meira um þetta. — Eitt verð ég að segja þér. Þegar hann beygði sig skein tungl- ið beint í andlitið á honum og silfurgljái kom á augun. — Ég hef aldrei hætt að elska þig, Leonie. Ég fann það á sama augnablikinu o' ég sá þig í kvöld. — Og ég... Nú brást henni röddin. Hún sneri sér undan og í sömu svifum fannst henni einhver hreyfing nni í runnanum bak við þau, og einhverju bregöa fyrir. Var þetta sjónvilla, sem stafaði af því að augu hennar voru full af tár- um? Ég má ekki láta undan, hugs- aði hún með sér. Ég má ekki gefast upp. — Og Claire? hvíslaði hún. — Claire? Philip andvarpaöi. — Einhvem tíma verð ég að segja þfér frá Claire. Ég hugsa að þú Passamyndir Teknar í dag — Tilbúnar á morgun. Sér tímar eftir samkomulagi. Ljósmyndast. Péturs Thomsens Ingólfsstræti 4. Sími 10297, eftir kl. 7 sími 24410. skiljir mig. — Þú ætlar að giftast henni . . . — Hún er góð manneskja, Le- onie. Hún hefur verið mér mikils virði. Og hún hefur orðið að þola margt og er mér svo nákomin. . . Hann þagnaði og dró hana að sér. —' En hvernig á ég að geta misst þig, ástin mín, úr því að ég fann þig aftur? Stutt, yndislegt áugnablik þrýsti hún sér að honum. Svo losaði hún sig úr faðmlögunum. — Þetta er um seinari hiá okkur, Philip, skil- urðu það ekki? Nú situr Claire i ^yrirrúmi. Einkennilegt aö hún skyldi geta talað svona rólega núna, þegar allur hennar innri maður hrópaði: Gleymdu Claire! Gleymdu henni komdu aftur til mín! Nú heyrði hún greinilega þrusk bak við sig milli blómgaðra sír- enurunnanna, og bæði litu við sam- tímis. Ung stúlka stóð á stígnum milli runnanna. Kjóllinn hennar var svo dökkur að hann rann saman við skuggann bak við, svo að ekki var annað sýnil'egt en andlitið og hendurnar. Hún var óraunyeruleg eins og ófullgert málverk. — Halló, Philip! sagði hún mjúkt. — Claire! Ég hélt að þú mundir ekki koma fyrr en á morgun úr því að þú varst ekki komin áðan. Röddin var lág og stillileg. — Ég vissi ekki að mér mundi seinka svona mikið. Augun voru flöktandi. — Venetia hélt að þú værir farinn, góði, en ég sá bíl- inn þinn á hlaðinu. og þá datt mér í hug að þú værir í garðin- um. Hún talaöi hægt og sett og lagði áherzlu á orðið „góði“. — Ég þurfti að tala nokkur orð við Leonie, byrjaði Philip. — Halló Leonie. Claire leit við og kinkaði kolli til hennar. — Ég frétti að þér væruö komin hingað líka. Leonie reyndi að herða upp hug- ann. — Philip var svo hugulsamur að sækja mig. Amma mín hélt að ég væri hrædd við að koma. Var Claire aö koma núna, eða hafði hún setið og horft á þau um stund? Hún gat alls ekki hafa heyrt hvað þau sögðu, því að fjar- lægðin var meiri en svo. Leonie tók eftir að hún haltraði þegar hún kom til þeirra. Hún sneri and- litinu að Philip svo að hann gæti kysst hana. Andlitið var náfölt í tunglsljósinu. — Mér þykir vænt um að þú , varst héma og hughreystir Leon- 1 ie, Philip. Það hlýtur að hafa verið raun fyrir hana að koma hingað aftur. Claire rétti fram höndina og s strauk fingrunum um blómahnapp j á einni sírenunni. — É’g hef verið lokuð inni í húsl, sem fullt var af málningarlykt, sagði hún. — Mig langar til að fá hreint loft, Philip. Við skulum ganga niður á stétt- ina. — Já, það skulum við gera. Leonie þvingaði sig til þess að bjóða vingjarnlega „góða nótt“ og gekk burt án þess að líta við. En hún titraði enn eftir geðs- hræringuna, sem hún hafði komizt í þegar Philip sagðist elska hana ennþá. Bara að það hefði ekki ver- ið svona! Hún óskaði að ást hans hefði verið veik og hjaðnað, — þá hefði ást hennar kannski dáið líka. Ofsareiði til Marcusar blossaði upp f henni Hann hafði viljað hafa hana handa sjálfum sér, ekki af því að hann elskaði hana, held- ur af því að hún var árangur af uppeldisaðferð hans, eitt stofu- stássið enn á hinu fagra heimili hans — gripur sem hann gat sýnt gestum sínum . . . Leonie stanzaði sem snöggvast og horfði upp að húsinu. Það var gamalt og fallegt og byggt handa traustari kynslóð. Þetta hafði verið heimili henn- ar, og hér hafði Marcus leikið tón- listina sem hann samdi. En í augnablikinu var það ekki endur- minningin um Marcus sem var rík- ust í huga hennar, heldur hitt, hvernig Claire strauk hvítri hend- inni um sírenublómin. VOFUR. Enn var Ijós í hverjum glugga í húsinu. Leonie gekk hægt upp þrepin, og þegar hún var komin inn í herbergið sitt, kveikti hún í vindlingi og gekk um gólf og lét hugann reika. Hún hafði verið átta ára þegar foreldrar hennar dóu úr drepsótt erlendis og Marcus varð fjár- haldsmaöur hennar. Upp frá því hafði hún átt heima í Heron House. Florrie, ráðskonan, hafði gert sitt bezta til þess að sýna telpunni alla þá ástúð sem hún þráöi, en Marcus henni ókunnugur maður. Ekki svo að skilja að hann sýndi ekki áhuga á velferð hennar. Hann gerði sitt ýtrasta til þess að kenna henni að meta það sem fall egt var, halda sér til og tala feimn islaust við ókunnugt fólk. En það var drottnunargirni en engin hlýja í þessari umhyggju hans. Hann hafði aðeins óskað að hún gæti orðið honum til sóma. Þegar Leonie flutti úr Heron House hætti hún að hafa beyg af honum. Henni fannst hægara að umgangast hann núna, eftir aö hún var ekki háð honum lengur. Hún var hjá honum um helgina næstu 'ður en hann dó. Hann T A R Z A N "thelaw ofthe WIU? W0RL7 I KNEW WAS TO KILL OR SEK1LLE7... 50IFELTNO EM0T10N WHEM I APPKOPK1ATE7 MV VICTIM'S LE0PAK7 SK.IN SAKMENT... *IM THE PISTAMCEI SAW THE VILLASE FROM WHENCE THE WARRIOK. HA7 COME... MY CURIOSITY WA£ REALLY AKOUSEK.. Lög hins villta heims, sem ég þekkti voru í fjarlægð sá ég þorpiö þaðan, sem stríös- að drepa eða að vera drepinn svo að ég maðurinn hafði komið. Forvitni mín var fann ekki fyrir neinni geðshræringu, þegar vakin. ég tók hlébarðaflík fórnarlambs míns mér til eignar. Sýnin var ótrúleg. hafði verið einkennilega órór og uppvægur, vegna þess aö hann hafði um langt skéið verið að glíma við tema aö píanókonsert, en haföi nú fundið það. Að vísu voru ekki nema sundurlaus brot af því 1 höfii- inu á hcnum, sagöi hann henni — taktar sem hann gat spilað og dreymt við píanóið, en þeir voru ekki svo langt komnir að hann hefði fest þá á nótnablað ennþá. Laugardaginn næstan á eftir hafði hún ekki neitt sérstakt fyrir stafni, svo að hún fór til Heron House og ætlaði að staldra þar við nokkra klukkutíma. Auglýsing í Vísi eykur viðskiptin í FRAMKÖLLUM FILMURNAR FLJÓTT OG VEL CEVAFOTO AUSTURSTRÆTI 6 fyrir gæði og endíngu* Aðcins það bezfó er nógu gott. BARÐINN^f Arniúli 7 simi 30501 ALMENNA MEIZELER umboíiS VERZLUNARFÉLAGrtri' SKIPHOLT 15 SÍÐUMÚLI 19 SÍMl 10199 stMÍ 35553

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.