Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1986, Blaðsíða 2
2 DV. MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1986. Fréttir Fréttir Fréttir Var 29 ára kona myrt í Reykjavík? Með áverka á hálsinum - fjórir menn yfirheyrðir hjá rannsóknariögreglunni Grunur leikur á að 29 ára kona, Gunnhildur Gunnarsdóttir, hafi ve- rið myrt að Ferjubakka 10 í Reykja- vík í gærmorgun. Áverkar á hálsi konunnar benda til að hún hafi ve- rið kyrkt. Það var eiginmaður konunnar sem kallaði á sjúkrabif- reið að Feijubakka 10 snemma í gærmorgun. Fjórir menn voru á fót- um í íbúðinni og þá var ungur piltur sofandi í rúmi sínu. Mennimir fjórir voru færðir til yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglu ríkisins síðdegis í gær. Yfirheyrslur gátu ekki farið fyrr fram þar sem mennimir voru undir áhrifúm áfeng- is þegar verknaðurinn var framinn. Eiginmaður konunnar hringdi i sjúkraliðið kl. 6.30 i gærmorgun og bað um að sjúkrabifreið yrði send að Ferjubakka 10. Ljóst er að maður- inn hringdi ekki úr íbúð sinni þar sem enginn simi var þar. Sjúkraliðs- menn, sem komu fyrstir á staðinn, höfðu strax samband við lögreglu þegar þeir sáu hvað ástandið var alvarlegt. Þeir vom í vafa um hvort konan væri lífs eða liðin. Þeir ák- váðu að fara með hana í skyndi á slysadeild Borgarspítalans. Hún var látin þegar þangað var komið. Konan var í svefnherbergi íbúðar- innar þegar sjúkraliðið kom á staðinn. í íbúðinni var eiginmaður- inn ásamt þremur karlmönnum. Lögreglan tók þá strax í gæslu. Þeir vom langþreyttir vegna vöku og drykkju. Höfðu þeir verið ásamt konunni á ferðinni um borgina á mánudagskvöldið. Því ferðalagi lauk að Feijubakka 10 aðfaranótt þriðjudagsins. Aðeins einn mann- anna var áberandi drukkinn. 12 ára drengur, sonur mannsins, var sofandi í íbúðinni þegar hinn hörmulegi atburður átti sér stað. Hann varð sem betur fer ekki vitni að því sem gerðist. -SOS Hér á myndinni má sjá lögreglubíl fyrir utan Feijubakka 10 þar sem konan lést í gærmorgun. DV-mynd: GVA !?Ákoma á hálsi kon- unnar vekur grunsemdir' ‘ - segir Þórir Oddsson vararannsóknarstjóri „Það standa nú yfir yfirheyrslur yfir mönnunum fjómm sem vom staddir í íbúðinni. Við vitum ekki dónarorsök konunnar ennþá en það er tvennt sem við leitum eftir. Hvort um hafi verið „krítískt,, andlát að ræða, eins og það er oft kallað þegar ekki er vitað um dánarorsök, eða hvort hér hafi verið um morð að ræða, sagði Þórir Oddsson vara- rannsóknarstjóri sem stjómar rannsókn málsins sem átti sér stað að Feijubakka 10. „Yfirheyrslumar geta þróast upp í að verða rannsókn á manndrápi. Þá verður að finna sönnun á dánar- orsökum og með hvaða hætti dánarorsök varð. Kanna verður áverka á líkinu og hvemig þeir hafa komið. Áverkar geta verið óviðkom- andi andláti og þeir geta verið gamlir," sagði Þórir. Þegar við spurðum Þóri hvort áverkar hefðu verið á hálsi hinnar látnu, sagði harrn: „Það var ákoma á hálsi'konunnar sem vekur ýmsar grunsemdir. Við erum nú að rann- saka með hvaða hætti sú ákoma hefúr komið. Líkið verður krufið til að leita eftir skýringum." -SOS „Forsenda þess að slikar aðgerðir heppnist er að sjónhimna sé í lagi,“ segir Ingimundur um lokaðar aðgerðir inni í auga. Skemmdri sjónhimnu er ekki hægt að bjarga. DV-mynd GVA. Ingimundur Gíslason læknir: „Bygglst á hátækni- búnaði“ „Engin nákvæmlega eins aðgerð hefur verið gerð hér á landi,“ segir Ingimundur Gíslason læknir um upp- skurðinn á augum Gísla Helgasonar, tónlistar- og útvarpsmanns. Sagt var frá honum á baksíðu DV í gærdag. „Hins vegar hafa verið gerðar aðrar með sömu grundvallartækni og slíkar aðgerðir gátum við framkvæmt strax fyrir tveimur árum,“ heldur Ingimund- ur áfram. „Þetta eru svokallaðar lokaðar aðgerðir inni í auga og við þær er notaður tækjabúnaður sem Oddfellowregla gaf okkur í byrjun árs ’85. Tæki þessarar gerðar fóru að ryðja sér rúms upp úr ’72 og ’73 en þá voru fyrstu aðgerðimar gerðar í Ameríku. Þar sem ég lærði - í Svíþjóð - byijaði þetta svo ’76 og þar var þessi tækni síðan þróuð áfram." Fær þykk gleraugu - Eru aðgerðir sem þessi algengar hérlendis? „Oft er það nú þannig að einhver sjón er á hinu auganu, sem ekki er í tilvikinu með Gísla. Þar voru fjar- lægðar leifar af augasteini sem byrgðu alla innsýn. Hann fær síðan þykk gler- augu sem vinna í stað augasteinsins. Þetta eru aðgerðir sem eru síðasta von, gerðar á augum sem allt annað hefúr verið reynt við áður. Við slíkar aðgerðir vinnum við inni í auganu og þar er haldið uppi þiýst- ingi svo augað falli ekki saman. Með sérstakri smásjá getum við fylgst með því sem við erum að gera - oftast köll- um við það smásjáraðgerðir inni í lokuðu auga.“ - Hvemig stöndum við í samanburði við aðrar þjóðir? „Við eigum nóg af færum læknum héma þótt við Hörður Þorleifsson höfúm verið einir um þessa tegund skurðaðgerða. En nútímaskurðlækn- ingar byggjast mikið á hátæknibún- aði, þróunin er ör og við megum hafa okkur alla við að fylgjast með í þeim efiium. Starisemi augndeilda hefur hingað til byggst á dugnaði yfirmanna þeirra og velvild líknarfélaga. Með til- komu nýju sjónstöðvarinnar, sem er að fara í gang, má búast við bættri aðstöðu til augnlækninga hérlendis, þar fara öll tilvik á skrá og því ætti að vera auðveldara að sinna öllu eftir- liti.“ . -baj Eriendur í Heimsmynd: Ríkissaksóknari lét undan fjölmiðlum „Sambandið á marga óvildarmenn í þessu landi og ákæra af þessu tagi á eftir að skaða viðskiptahagsmuni þess. Það er gmnur minn að fjölmiðlaskrif hafi haft áhrif á ríkissaksóknara í þessu máli,“ segir Erlpndur Einarsson, forstjóri SÍS, meðal annars í viðtali við tímaritið Heimsmynd þar sem kaffibaunamálið ber á góma. Heims- mynd kemur út í dag. Annars staðar í viðtalinu segist Er- lendur sannfærður um að samtök manna í höfúðborginni vinni kerfis- bundið að því i gegnum íjölmiðla að eyðileggja viðskiptahagsmuni Sam- bandsins. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.