Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1986, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1986, Blaðsíða 31
DV. MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1986. 31 Sandkorn Sandkorn Vill fá nafnið Sönghópurinn Hálft í hvoru hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Hann hefur skipað sér traustan sess í músíklífinu, enda skipaður úrvalsfólki. Og nú er von á nýrri plötu í safnið. Hún mun vera í pressun úti í London og vafalaust bíða margir spenntir. En það er ekki málið... Einn þeirra sem stofnaði Hálft í hvoru á sínum tima er Aðalsteinn Ásberg Sig- urðsson skáld með meiru. Hann yfirgaf svo hópinn Gísli í Hálft í hvoru. þegar hans timi var kom- inn. Raunar er Gísli Helga- son sá eini sem eftir er af upprunalega flokknum. En einhverja bakþanka virðist Aðalsteinn hafa fengið. Nú hefur hann nefnilega gert kröfu um að fá nafnið Hálft i hvoru og raunar sótt um einkaleyfi á því til iðnaðarráðuneytis- ins. Aðalsteinn mun hafa átt hugmyndina að þessari nafngift í upphafi og vill greinilega eiga hana út af fyrir sig. En hætt er við að sú hugdetta mælist illa fyrir hjá hinum fjölmörgu að- dáendum sönghópsins Hálft í hvoru. Erlendur Einarsson. Skiljanleg mistök Mogganum urðu á dulítil mistök um helgina. Þá sagði hann frá nýrri kvik- mynd sem Eyvindur Er- lendsson kvikmyndagerð- armaður hyggst gera á næstunni. En svo ofarlega er Sam- bandið í huga þeirra Morgunblaðsmanna að Ey- vindur var sífellt nefndur Erlendur Einarsson í gegn- um alla fréttina. Þessi mistök verður þó að virða þeim til vorkunnar. Kvik- myndin heitir nefnilega „Erindisleysan mikla“. Póstbáturinn mokfiskar Nokkur hundruð kíló af pósti og 60 tonn af þorski. Þetta er það sem póstbát- urinn Anný SU 71 frá Mjóafirði hefur haft upp úr krafsinu frá áramótum. Áhöfnin hefur veitt þorskinn en Mjófirðingar séð um að skrifa bréfin. 1 Fiskifréttum er greint frá þessum sérkennilega póstbáti. Mun hann vera eini báturinn á Austijörð- um sem hefur fiskað eitt- hvað að ráði! Að sögn Egils Stefánssonar, eiganda Annýar, hafa póstflutning- arnir þó tafið bátinn tals- vert frá veiðum. Er farið með póst til Neskaupstaðar tvisvar i viku og hefur áhöfnin þá náð einu eða tveim hölum i leiðinni. Er nú svo komið að báturinn er að verða búinn að fylla kvótann. Má því búast við að fiskilyktin af bréfum Mjófirðinga dvíni þegar líða tekur á árið. Skammgóður vermir Sundlaugin i Laugardal, vin reykvískra sunddýrk- enda, hefur nú verið opnuð með tilþrifum. Miklar end- urbætur hafa verið gerðar á svæðinu, meðal annars komið upp nýrri búnings- aðstöðu fyrir sundgesti. Og svo hefur verið tekinn í gagnið heljarmikill pottur, sem ætlað er að slaka á fínu taugunum í þeim stress- uðu. En sjaldan launar kálfur ofeldi, eins og þar stendur. Fastagestir í Laugardaln- um éru, sumir að minnsta kosti, hundóánægðir með búningsaðstöðuna. Segja þeir hana þrönga og mun óþægilegri heldur en þá sem fyrir var. Og svo þegar þeir ætluðu í nýja pottinn til að liggja úr sér ólundina, þá var hann svo heitur að þeir hefðu ekki þurft nema þriggja minútna suðu til viðbótar. Til þess að róa menn þyk- ir okkur rétt að upplýsa að þeir þurfa ekki að líða þess- ar píslir lengi. Laugardals- laugin verður nefnilega ekki opin nema rétt fram yfir kosningar. Þá verður henni lokað aftur. Þetta er þó ekki eingöngu kosninga- brella, því laugin sjálf mun svo illa farin af alkalí- skemmdum að aðkallandi er orðið að gera við hana. En menn geta þó altént fengið sér kosningabað áð- ur en skellt verður í lás. Kosningar í Moskvu Og ein fyrir þá sem komn- ir eru í ham Það voru borgarstjórnar- kosningar í Moskvu. Alexander gamli Poshkin sinnti borgaralegri skyldu sinni og fór á kjörstað. Þeg- ar hann hafði gefið upp nafn sitt fékk hann í hend- ur lokað umslag, sem honum var sagt að setja í kjörkassann. „En fæ ég þá ekki einu sinni að vita hverja ég kýs?“ spurði hann. „Ertu snargalinn, mað- ur,“ sagði þá kosninga- stjórinn. „Þetta er leynileg kosning.“ Umsjón: JóhannaS. Sigþórsdóttir Ámi Sighvatsson, rafvirki og söngvari: Seldi verkstæðið og för í sóngnám „Fram til ársins 1982 var ég með rafvélaverkstæði. Þá seldi ég það og fór til Ítalíu að læra söng sem þótti hreint ekki gáfulegt uppátæki. Ég lét það ekki á mig fá og var við söng- námið meira og minna þar til á síðasta ári. Þá kom ég heim og hef unnið jöínum höndum við rafvirkjun og söngkennslu síðan.“ Ámi Sighvatsson heitir maðurinn sem lagði þessa lykkju á lífsleiðina. Það vom auðvitað óperumar sem löðuðu hann til Ítalíu. „Sá sem hefur hug á að stúdera ítalskar óperur, ítalskan söng og sönghefð fær hvergi jafhgott tækifæri til þess og í landinu sjáliu. Þess vegna lét ég verkstæðið og fór þangað að læra.“ í landi ópemnnar lærði Ámi hjá sópransöngkonunni Ratti sem margt söngfólk íslenskt þekkir eftir að hún var við raddþjálfun hjá Pólýfón- kómum. Ámi nam einnig hjá tenómum Ferraro sem þekktur er fyrir flutning á óperum Verdis. Það kom m.a. í hlut hans að syngja Ót- hello í sjónvarpsþáttunum góð- kunnu um Verdi. Á morgun, uppstigningardag, efiiir Ámi til tónleika í Njarðvíkurkirkju í samvinnu við Tónlistarfélag Kefla- víkur og nágrennis. Með rafvikjun- inni kennir Ámi söng við Tónlistar- skóla Keflavíkur og annast raddþjálfun hjá Karlakór Keflavík- ur. Þótt Ami haldi nú fyrstu einka- tónleika sína er hann fjarri því að vera nýgræðingur í sönglistinni. Árið 1961 hóf hann söngnám hjá Sigurði Demetz og gekk fyrir hvatn- ingu hans í Þjóðleikhúskórinn. Með í Mífanó söng Ámi m.a. hlutverk Belcore í Ástardrykknum eftir Donizetti. kómum söng Ami í hartnær tuttugu ár. Hann fór á þeim tíma einnig með ýmis hlutverk í óperum hjá Þjóðleik- húsinu. Þegar íslenska óperan var stofhuð fékk Ámi leyfi frá Þjóðleikhúskóm- um til að syngja með kór óperunnar. Hann var þá í námi hjá Önnu Júlí- önu Sveinsdóttur í Söngskólanum. Þaðan lá leiðin svo til Italíu. Þar lauk hann náminu með þvi að syngja hlutverk Belcore í Ástardrykknum eftir Donizetti ásamt samstúdentum sínum. Á tónleikunum í Njarðvíkurkirkju á morgun byrjar Ámi á að syngja íslensk og þýsk lög. Eftir hlé taka óperuaríumar við. Undirleikari er Þóra Fríða Sæmundsdóttir. Tónleik- amir hefjast kl. 16.00. -GK Ámi Sighvatsson lét drauminn ræt- ast og fór til Ítalíu að læra söng eftir að hafa stundað rafvirkjun árum saman. DV-mynd GVA FYRIRTÆKI - EINSTAKLINGAR Urethan sprautunarvél til sölu meö öllu tilheyrandi. Upplagt tækifæri fyrir einstaklinga. Selst á góðum kjörum. Upplýsingar í síma 97-1788 og 1688. ÍBÚAR í LAUGARNESHVERFI Þann 10. maí stöndum við saman og hreinsum lóðir okkar í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar. Ruslapokar verða afhentir í Laugarnesskóla og Lauga- lækjarskóla laugardaginn 10. maí kl. 10-12. Hreinsun- ardeild borgarinnar tekur ruslapokana sem settir verða út við götu. Foreldrafélögin í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla. Vinnuskóli Reykjavíkur Vinnuskóli Reykjavíkurtekurtil starfa um mánaðamót- in maí-júní nk. I skólann verða teknir unglingar fæddir 1971 og 1972 sem voru nemendur í 7. og 8. bekk grunnskóla Reykja- víkur skólaárið 1985-1986. Umsóknareyðublöð fást í Ráðningarstofu Reykjavík- urborgar, Borgartúni 1, sími 18000, og skal umsókn- um skilað þangað fyrir 23. maí nk. Vinsamlegast hafið með nafnskírteini eða önnur skil- ríki. Vinnuskóli Reykjavíkur Nissan Cedric disil, með mæli, árgerö 1985. Glæsivagn frð Nissan, ekinn 27 þús. km, 5 gíra, vökvastýri, 6 cyl., útvarp/segulband, origin- al aukadekk á teigum. Ath. skipti á ódýrari bil. Verð 840.000. Nissan Cherry 1500 turbo árg. 1984, ekinn aðeins 15 þús. km, 5 gíra, bein innspýting, útvarp/seguiband, álfelgur, gullfallegur sport- bill. Ath. skipti á ódýrari bil. Verð 395.000. Mercedes Benz 230E árg. ‘82, ‘83, ‘84. Þessir bilar eru með flest öllum fylgihlutum, s.s. vökvastýri, sjálfskiptingu, beinni innspýtingu, centrallæsingum, sóllúgu o.fl. Ýmis skipti. Verð frá 690.000. ATH., NÚ VANTAR 0KKUR NÝLEGA BÍLA Á SÖLU- SKRÁ. HÖFUM KAUPENDUR AÐ SUBARU ÁRGERÐ 1985.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.