Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1986, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1986, Blaðsíða 22
22 DV. MIÐVIKUDAGUR 7. MAI 1986. íþróttir__________________íþróttir___________________íþróttir__________________íþróttir „Hitinn - erfiðasti mótherjinn“ - segir Bryan Robson um HM í Mexíkó „Ég veit ekki hvaða árangri við get- um reiknað með í heimsmeistara- keppninni i Mexíkó. Það fer eftir ýmsu en ég held að hitinn verði erfiðasti mótheijinn fyrir leikmenn nær allra liðanna. Það verður erfitt á völlunum þegar hitinn fer yfir 40 gráður,“ sagði fyrirliði enska landsliðsins, Bryan Robson, nýlega í viðtali. Hann hefur náð sér af meiðslum, sem eyðilagt hafa að mestu íyrir honum Ieiktíma- bilið. Missti hann úr fjölmarga Ieiki Man. Utd og enska landsliðsins í vetur en er nú tilbúinn í slaginn í Mexíkó. Robson var einnig fyrirliði HM-liðs Englands á Spáni 1982, þegar England tapaði ekki leik en komst þó ekki í undanúrslit - lék í 4. riðli og hlaut 6 stig af 6 mögulegum. Vann Frakkland, 3-1, Tékkóslóvakiu, 2-0, og Kuwait, 1-0. í fyrsta leiknum - við Frakkland - skoraði Robson eftir aðeins 27 sek- úndur. Það er met í úrslitakeppni HM. í milliriðli lék England við Vestur- Þýskaland og Spán. Jafntefli i báðum leikjunum, 0-0. Hins vegar sigraði Vestur-Þýskaland Spán, 2-1, og komst í undanúrslit í riðlinum. Enskir gátu því haldið heim. Heldur napurt eftir að hafa aðeins fengið á sig eitt mark í fimm leikjum. Bryan Robson er 29 ára, fæddur 11. febrúar í smáþorpi, Chester Le Street. Hann hefúr leikið 55 landsleiki fyrir England, skorað í þeim 18 mörk. Það þykir gott hjá framverði. Fimmtán ára gerði hann samning við WBA og lék með því liði í átta ár við góðan orðst- ír. Síðan lá leiðin til Manchester og United greiddi fyrir hann eina milljón og 650 þúsund sterlingspund. Metsala milli enskra liða. Það var í október 1981. Vikulaun hans þar nema um 175 þúsund krónum. Itölsk félög vildu kaupa hann en United vildi fá þrjár milljónir sterlingspunda. Það fannst ítölum of mikið. Robson gerði í staðinn samning til sjö ára við Man. Utd og á eftir sex ár af honum. Hann er kvæntur og á tvær litlar dætur. Það fer ekki milli mála að ef Robson sleppur við meiðsli í Mexíkó getur hann orðið þar einn af lykilmönnum enska liðsins. Verður hann þar eflaust sóknarframvörður því hann skorar oft Bryan Robson í meðferð hjá McGregor, sjúkraþjálfara Man. Utd, á Old Trafford, þegar blaðamenn ræddu við bann nýlega. Enskir blaðamenn fylgjast með hverri hreyfingu hans nú enda mikið í húfi. glæsileg mörk - skoraði tvö af sex Fyrsti leikur Englands í Mexíkó verð- inn í riðlinum verður milli Póllands mörkum Englands á HM á Spáni. ur við Portúgal 3. júní. Fyrsti leikur- og Marokkó deginum áður. hsím Spánveijinn Severiano Ballesteros er besti kylfingur heimsins um þessar mund- ir og hefur því góða ástæðu til að fagna eins og hann gerir á þessari mynd. S. Ballesteros í efsta sætinu - bestur kylfínga í dag. Greg Norman tekjuhæstur Á lista yfir bestu kylfinga heims, sem birtur var þriðja sinni í gær á þessu keppnistímabili atvinnumanna, er Spánveijinn Severiano Ballesteros kominn með 17 stiga forskot á Vestur- Þjóðveijann Bemhard Langer en síð- ast þegar þessi listi var birtur voru kapparnir hnííjafnir. Hástökkvari vikunnar, eins og þeir segja á rás tvö, er Ástralíumaðurinn Greg Norman, sem sigraði á mánudag- inn á stórmóti í Las Vegas í Bandaríkj- unum. Hann er nú kominn í þriðja sætið og ógnar nú veldi Evrópubú- anna í efstu sætunum ef svo heldur fram sem horfir. Greg Norman hefur spilað glimrandi golf á síðustu mótum og er til alls líklegur. Tíu efetu menn á listanum, eins og hann lítur út í dag, eru þessir: 1. Seve Ballesteros, Spáni.1000 stig 2. Bemhard Langer, V-Þýskal...983- 3. Greg Norman, Ástral.......833 - 4. Sandy Lyle, Bretl..........716- 5. Tom Watson, USA...........693 - 6. Mark O’Meara, USA..........685- 7. Tommy Nakajima, Japan......643- 8. Calvin Peete, USA.........633 - 9. Curtis Strange, USA........626- 10. Corey Pavin, USA.........589 - Norman með þykkasta veskið Greg Norman er tekjuhæsti at- vinnumaðurinn það sem af er í golfinu á þessu ári. Hann hefúr unnið sér inn rúmlega 343 þúsund dollara sem gerir um 14 milljónir króna. Annar er svert- inginn Calvin Peete frá Bandaríkjun- um með um 12 milljónir króna og þriðji er annar Bandaríkjamaður, John Mahaffey, með um 11 milljónir. Bandaríkjamenn eru í næstu fimm sætum en í 9. sæti er Vestur-Þjóðveij- inn Bemhard Langer með um sjö og hálfa milljón króna. Það skal tekið fram að allir ofangreindir kylfingar á stiga- og peningalistanum spila í Bandaríkjunum en Spánverjinn Se- veriano Ballesteros spilar í Evrópu og er því eðlilega ekki á listanum yfir tekjuhæstu kylfinga í Bandaríkjunum. -SK. Joe Johnson heimsmeistari Joe Johnson frá Bretlandi tryggði sér heimsmeistaratitil atvinnumanna í billiard, snóker, nýverið með því að sigra landa sinn Steve Davis í úrslitum 18-12. Staðan á timabili var 11-11 en síðan tók Johnson mikinn kipp og tryggði sér titilinn með öruggri spila- mennsku.Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Johnson nælir í heims- meistaratitilinn en Steye Davis varð heimsmeistari i fyrra og hafði því titil að veija. Joe Johnson hefur um langt árabil verið í fremstu röð í heiminum í bill- iard og sigur hans nú kemur ekki á óvart. Johnson er íslenskum billiard- mönnum að góðu kunnur. Hann dvaldi hér á landi um tíma og leið- beindi íslenskum leikmönnum. -SK. Joe Johnson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.