Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1986, Blaðsíða 10
10 DV. MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1986. Utlönd Utlönd Utlönd Útlönd Umsjón: Hannes Heimisson Stovmasöm valda- tíð Japans- keisara í 60 ár Til vinstri: Frá kiýningarathöfn keisarans í Tókýó árið 1926. Til hægri: Hirohito skoðar verksummerki í Tókýó eft- ir harðar loftárásir Bandaríkjamanna í síðari heimsstyijöld. Hann er 124. keisari Japans og heitir Hirohito. Á jóladag 1926 tók hann við völdum af föður sínum og hefur því ríkt í tæp 60 ár. Uppáklæddir japanskir pönkarar í miðborg Tókýó á siðasta ári. Eldra fólkið sýnir Japanskeisara enn tölu- verða virðingu, en minna fer fyrir slikri virðingu á meðal yngri kyn- slóðarinnar. Japanskeisari á uppáhaldsgæðingn- um árið 1936. Samkvæmt opinberri shintó-trú Japans fyrir uppgjöfina árið 1945 leit japanskur almenningur á keisara sinn sem guð og sýndi hon- um sambærilega virðingu. Nýir tímar, ný andlit. Hirohito sýndi Mikka mús virðingu sina í opinberri heimsókn til Bandaríkjanna árið 1975 og heimsótti þá Disneyland í Kalifomíu. Frá Eyþóri Eyjólfssyni, fréttaritara DV í Tókýó: Hann er lágvaxinn með hom- spangagléraugu og klæðist iðulega vestrænum jakkafötum. Reyndar lít- ur hann út eins og hver annar japanskur kaupsýslumaður. Hann hélt upp á 85 ára afinæli sitt hinn 29. apríl sl. Það fór ekki fram hjá neinum sem býr í þessu landi. Hann er 124. keisari Japans og heitir Hirohito. Á jóladag 1926 tók hann við völdum af foður sínum og hefur því ríkt í sextíu ár. Á þessum sextíu árum hefur harrn séð land sitt verða að einu mesta herveldi veraldar. Hann hefur séð ríki sitt þenjast út. Hann hefur séð það skreppa saman í niðurlægjandi uppgjöf. Á efri árum hefur hann séð sól Japans rísa á ný, efnahag lands síns blómstra eftir margra áratuga árangursríkt strit þegna sinna. Á nýjan leik hefur land hans áhrif á gang veraldarsögunnar. í þetta sinn berjast þegnar hans friðsamlega með gjaldmiðli lands síns, yenum. Röddin var óþekkt áður Hinn 2. september 1945 steig Jap- anskeisari á skipsfjöl bandaríska herskipsins Missouri og undirritaði uppgj afarskílmála. í útvarpsræðu til þjóðarinnar, sem hann hafði flutt hálfum mánuði áð- ur, hafði hann lýst yfir uppgjöf. Það var í fyrsta sinn sem japanska þjóðin heyrði rödd leiðtoga síns. Engin ætt ríkt eins lengi Allt til loka seinni heimsstyrjald- arinnar var litið á keisarann sem afkomanda sólargyðjunnar. Sagan segir að forfaðir hans, fyrsti keisari Japans, hafi tekið við völdum árið 660 fyrir Krist. Engin ætt hefur ríkt eins lengi og hin japanska og enginn keisari hefiir setið eins lengi við völd og núverandi keisari Japans. „Okkur var lofuð hlutdeild í guð- dómleika keisarans ef við féllum fyrir land okkar,“ segir H. Yama- zaki, 62 ára framkvæmdastjóri í Tókýó og fyrrum hermaður í jap- anska hemum. „Þótt hann hafi samkvæmt opinberri shinto-trú stríðsáranna verið talinn til guða og verið sýnd tilhlýðileg virðing þá held ég að fáir hafi litið á hann sem guð,“ bætir Yamazaki við. Japanska stjómarskráin setti keis- aranum ákveðnar skorður og vald hans var ekki ótakmarkað. Viljalaust peð? Sumir em þeirrar skoðunar að hann hafi ekki verið neitt annað en viljalaust peð í höndum valdagráð- ugra hershöfðingja, sem notuðu virðingu fólks fyrir keisaranum í eig- in þágu. „En vald hans,“ heldur Yamazaki áfram, „átti einnig eftir að reynast blessunarríkt fyrir Japan, því að hann var sá eini sem gat skip- að hemum að leggja niður vopnin. Ef hann hefði ekki boðað uppgjöf hefðum við barist uns öll þjóðin hefði legið í valnum.“ Ótrúleg vinnuharka þjóðarinn- ar í nýársræðu 1946 lýsti keisarinn því yfir að hann væri ekki guðlegur. Síðan þá hefur mikið vatn mnnið til sjávar. Fjárhagsaðstoð Banda- ríkjamanna, Kóreustríðið, ótrúleg vinnuharka þjóðarinnar, lág laun og samhugur. Allt heíur þetta stuðl- að að uppgangi og blómlegum efhahag landsins. Eftir langar fæðingarhríðir hefur hið vestræna Japan 20. aldar litið dagsins ljós. Afmæli keisarans hefur gefið mönnum tilefni til að hugleiða hlutverk hans í nútíma þjóðfélagi. Stoltir af keisaraveldinu Fyrir nokkmm árum hafði núver- andi forsætisráðherra Japans, Y. Nakasone, þetta um keisaraveldið að segja. „Ef það er eitthvað sem viska japönsku þjóðarinnar hefur fætt af sér og sem hún getur verið stolt af þá er það keisaraveldið." Þótt þessi fyrrverandi sjóliðsfor- ingi japanska hersins sé oft sakaður um þjóðemisrembu virðist afstaða hans vera nokkuð dæmigerð fyrir fólk af hans kynslóð. Ekki virðast þó allir vera á sama máli um ágæti keisaraveldisins. Á göngu um miðbæ Tókýó á af- mælisdaginn varð á vegi fréttaritara heldur ófriðleg mótmælaganga. Köstuðu menn ókvæðisorðum að keisaranum og sökuðu hann um verstu hluti. „Ættum að leggja niður keis- araembættið" „Embætti keisarans ætti að leggja niður. Ég dreg í efa gildi keisarans sem tákns fyrir ríkið og einingu þjóðarinnar," segir T. Kan, 46 ára þjóðfélagsgagnrýnandi og stofnandi nefndar sem kallar sig „Sameiningu fyrir baráttu gegn keisaraembætt- inu“. „Keisarinn er tákn fyrir blóði- drifha sögu þessa lands,“ bætir Kan við. „Það sem hefur vakið mestu ánægju mína á þessum 60 árum er uppbygging og velgengni þjóðfélags- ins eftir stríð," sagði keisarinn á fréttamannafundi, sem hann hélt nýlega í keisarahöllinni í miðborg Tokýó í tilefhi afinælisins. Hann sagðist vera við góða heilsu, þar sem hann færi alltaf að ráðum lækna sínna. Hins vegar sagðist hann hafa áhyggjur af heilsu konu sinnar, keis- araynjunnar, sem ku vera slæm í fótunum. Kynslóðabil Milli hans, þessa virðulega, roskna keisara, tákns árhundraða gamalla hefða, og þegna hans í þessu háþró- aða, iðnvædda 20. aldar þjóðfélagi hefur myndast breitt bil. Þótt flestir miðaldra Japanir líti til hans með virðingu og hlýhug virðist hann og embætti hans skipta tiltölulega litlu máli í augum yngri kynslóðarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.