Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1986, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986. Fréttir Hólmfríður Karlsdóttir og börnin á Vifilsstöðum. DV-mynd BG. Hófí snýr aftur til bamanna: „Verð fóstra á meðan ég hef efni á því“ „Það var alveg æðislega gaman að sjá börnin aftur. Sum þeirra komu hlaupandi til mín en önnur voru feimin. Þetta var dásamlegt," sagði Hólmfríður Karlsdóttir sem heim- sótti unga vini sína á bamaheimilinu á Vífilsstöðum í gær. Það var orðið langt síðan bömin höfðu séð eftir- lætið sitt, fóstmna og fyrrum al- heimsfegurðardrottningu, Hófí, sem hefur haft öðrum hnöppum að hneppa síðastliðið ár en gæta bama. „Þrátt fyrir mörg tilboð er ég stað- ráðin í að halda áfram að gæta barnanna á Vífilsstöðum. Það er svo ótrúlega gaman að ekkert annað kemur til mála. Ekki einu sinni til- boð um hlutverk í kvikmyndum sem ég hef fengið,“ sagði Hófí og bætti því við að peningar kæmu þessu máli ekki við: „Ég verð fóstra svo lengi sem ég hef efni á því. Ég veit að laun fóstra eru ekki góð en félags- skapur barnanna er dýrmætur. Mér líður hvergi betur en meðal þeirra." -EIR Dönsk bremsa á verðlagningu steinullar - verðlagsyfirvöld rannsaka hugsanleg undirhoð fslenskir húsbyggjendur njóta nú lægra verðs en ella á innlendri stein- ull til einangrunar. Steinullarverk- smiðjan hf. á Sauðárkróki, sem er næstum einráð á markaðnum, ætlaði að hækka steinullarverðið um 10 15% í haust. Superfossverksmiðjumar i Danmörku bjóða glemll á svo lágu verði að íslenska steinullin hefur ekki verið hækkuð nema um 5%. Forráðamenn Steinullarverksmiðj- unnar álíta danska boðið vera undir- boð, „dumping". Að þeirra tilhlutan em viðskiptaráðuneyti, fiármálaráðu- neyti og Verðlagsstofnun að kanna þetta boð. Teljist það undirboð má búast við að lagt verði sérstakt gjald á dönsku glemllina. Raunar er sáralít- ið flutt inn af henni þrátt fyrir hag- stætt verð. En möguleikinn er fyrir hendi. Þetta verðstríð er á ýmsan hátt sér- kennilegt. Áður en Steinullarverk- smiðjan hóf framleiðslu var miklu meira notað af innfluttri glerull en steinull enda er glemllin langtum ódýrari. Hún er jafngóð sem hitaein- angrun en mun lakari sem hljóðein- angrun. Steinullarverksmiðjan varð hins vegar að selja steinullina undir glemllarverði til þess að ná markaðn- um og tókst það. Margir telja þessa aðferð Steinullarverksmiðjunnar raunar hreint og klárt undirboð. Verksmiðjan hefur svo verið rekin með bullandi tapi sem nam 39 milljón- um króna í fyrra og mun verða hátt í 50 milljónir króna í ár. Þar með er hlutafé verksmiðjunnar næstum allt horfið í taprekstur. Og áætlun fyrir næsta ár gerir ráð fyrir að enn verði 45-50 milljóna króna tap. Þá er ekki reiknað með að steinullárverðinu verði haldið óbreyttu eins og nú er raunin á. Umboð dönsku Superfossverksmiðj- anna er í höndum 0. Johnson & Kaaber hf. Gunnlaugur Birgir Daní- elsson deildarstjóri álítur að verðtil- boð þeirra fyrir glerull sé eðlílegt þótt það sé vafalaust komið eins neðarlega og hægt sé að bjóða án þess að borga með vömnni. Hann telur fráleitt að Danimir hafi slíkan áhuga á íslenska markaðnum að þeir vilji gefa með framleiðslu sinni. Deildarstjórinn bendir á að offram- boð sé á þessum vörum um allan heim og verksmiðjur almennt ekki reknar nema með hálfum afköstum. Ástandið leiði af sér mikla samkeppni um sölu þar sem verðið hafi vissulega mikla þýðingu. Hann segir að þrátt fyrir síð- asta verðtilboð Superfoss, frá því i vor, og sem forráðamenn Steinullar- verksmiðjunnar telji undirboð hafi engin áhersla verið lögð á að komast aftur inn á íslenska markaðinn með kynningu eða auglýsingum. „Markaðurinn hér er ekki það stór og við höfum viljað lofa mönnum að koma fótum undir steinullarfram- leiðsluna, sé það hægt. Áður en þeir byrjuðu vorum við orðnir stærstir í glerullarsölunni og þetta er þess vegna okkar vettvangur. Þótt ég sé ekki sér- stakur frj álshyggj upostul i held ég að það yrði mjög óheppilegt að þeir stein- ullarmenn næðu einokunarstöðu. Þeir verða auðvitað að sætta sig við eðli- legt aðhald," segir Gunnlaugur Birgir Daníelsson. -HERB Spenna magnast fyrir prófkjör Framsóknar í Reykjavík: Skilur smalamennskan Harald eflir í kuldanum? Gríðarleg smalamennska fyrir próf- kjör Framsóknarflokksins í Reykja- vík, sem verður um næstu helgi, virðist ætla að skilja Harald Ólafsson, eina þingmann flokksins í borginni, eftir úti í kuldanum. Heimildarmenn DV, sem spáð hafa í hinn mikla fjölda sem bætist á kjör- skrána, telja að slagurinn um efsta sætið sé á milli Guðmundar G. Þórar- inssonar og Finns Ingólfssonar. Staða Haralds Ólafssonar sé veikari, ein- faldlega vegna þess að hann hafi ekki öfluga smalamaskínu eins og hinir. Haraldur treysti á gamla flokksliðið. Á síðustu vikum hafa um 2.400 manns gengið í flokksfélög í Reykja- vík eða skráð sig á kjörskrá án þess að ganga í flokkinn. Fyrir í Framsókn- arfélögum í borginni voru um 1.900 manns. Stefhir þannig í að um 4.300 manns hafi rétt til að kjósa í prófkjörinu. Ekki skila þeir sér allir á kjörstað. Afioll eru ein’kum talin verða í hópi gamalla flokksfélaga. Spámenn DV telja ekki fjarri lagi að áætla að 3.500 til 3.700 manns kjósi í prófkjörinu. Af þeim fjölda séu tveir af hverjum þrem nýkomnir á kjörskrá vegna smölunar. Hvor hefiir þá smalað betur. stuðn- ingsmannahópur Guðmundar eða Finns? Finnur er talinn fá megnið af at- kvæðum þeirra sem gengu í Félag ungra framsóknarmanna, um 670 manns. Af þeim sem skráðir voru á kjörskrá sem óflokksbundnir er Finn- ur talinn eiga 500 tíl 600. Þannig virðist smölum Finns hafa tekist að safna 1.100 til 1.200 nýjum atkvæðum. Guðmundur og menn hans eru tald- ir hafa smalað 800 til 900 inn á kjör- skrána fyrir þetta prófkjör. Ennfremur er talið að Guðmundur eigi drjúgt af atkvæðum meðal gamalla félaga vegna fyrri smalana en þessi er ekki sú fyrsta fyrir hann. Heimildarmenn blaðsins telja að munurinn á Finni og Guðmundi verði innan við 200 atkvæði. Á hvom veginn úrslitin verða geti ráðist af því hversu duglegir þeir verða við að tala við gamla flokksliðið þá viku sem er til prófkjörsdags. Haraldi Ólafssyni lýst illa á stöðuna. Hefur hann óskað eftir því við kjör- nefnd að vel verði gengið frá kjör- skránni. Telur hann allnokkur dæmi þess að bæði utanbæjarfólk og með- limir annarra stjómmálaflokka hafi skráð sig til þátttöku i prófkjörinu. -KMU Opna á Bláfjöll um helgina í dag er ætlunin að opna skíða- svæðið í Bláfjöllum fyrir almenn- ing en það fer þó aðeins eftir veðri. Eins og spáin var fyrir daginn i dag voru líkur á að fresta þyrfti opnuninni til morguns, sunnudags. Að sögn Þorsteins Hjaltasonar, umsjónarmanns skíðasvæðisins, verður bamalyftan ekki i gangi til að byrja með en bæði stólalyftan í Kóngsgili og Borgarlyftan verða skíðiimönnunr til reiðu. í máli Þorsteins kom ennfremur fram að ætlunin er að reisa nýja bamalyftu í vetur á þeim stað sem sú gamla er og á hin nýja að vera mun fullkomnari en hin. Aðspurður um likumar á að fresta þyrfti opnun svæðisins vegna veðurs sagði Þorsteinn að menn yrðu bara að vona hið besta. -FRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.