Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1986, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986. Frjálst.óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARÁLDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11. SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuöi 500 kr. Verð i lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Útrýmingarstríð Gorbatsjov hefur skipt um lepp í Afganistan. í stað sjúklingsins Karmal hefur hann sett yfirmann leyni- þjónustunnar, Nadsibúlla, sem kunnur er af að láta verkin tala. í ríkjum Stóra bróður verður ástarmála- ráðuneytið smám saman helzta uppspretta ráðamanna. Gorbatsjov taldi sig þurfa grimmari lepp í Afganist- an. Nánast öll þjóðin er andvíg hinum innlendu kommúnistum og innrásarliði Sovétríkjanna. Af 100.000 manna her landsins eru aðeins 30.000 eftir, flestir nauð- ugir. Hinir hafa flúið eða gengið í lið með þjóðinni. Síðan Gorbatsjov komst til valda í Sovétríkjunum að undirlagi þarlendrar leyniþjónustu, hefur aukizt grimmdaræði 120.000 manna hers Sovétríkjanna í Afg- anistan. Er nú svo komið, að milljón manns hefur verið drepin og þriðjungur þjóðarinnar hefur flúið land. Rauði herinn gerir engan greinarmun á skæruliðum og þorpsbúum. Sjónarvottar hafa lýst, hvernig skrið- drekar leggja í eyði hvert þorpið á fætur öðru, fyrst með skotárásum og síðan með því að jafna það við jörðu. Uppskera er eyðilögð og áveitum spillt. Fólk, sem finnst á lífi, er drepið með því að rista það á kviðinn. í mörgum tilvikum sætir það hroðalegum pyntingum, sem raktar hafa verið í skýrslum frá Am- nesty og sérstakri nefnd Sameinuðu þjóðanna. Fyrir öllu þessu stendur hinn brosmildi Gorbatsjov. Sérgrein Rauða hersins og sérstök uppfinning hans er að koma sprengjum fyrir í leikföngum, sem dreift er úr flugvélum. Þannig hefur Gorbatsjov tekizt að gera tugþúsundir afganskra barna að öryrkjum. Norskir læknar hafa rakið þessa viðbjóðslegu hernaðaraðferð. Fá dæmi eru um slíka villimennsku í hernaði. Pol Pob hefur hugsanlega hagað sér verr í Kampútseu, en örugglega ekki Hitler í síðari heimsstyrjöldinni. Enda hefur Rauði herinn að markmiði í Afganistan að útrýma þjóðinni með því að drepa hana eða hrekja úr landi. Gorbatsjov hyggst ná Afganistan á sitt vald, með eða án íbúa. í augum ráðamanna Sovétríkjanna er Afganist- an viðbót við land. Það land má síðan nema, eins og Síbería var numin á sínum tíma. Aðalatriðið er, að Sovétríkin stækki og verði minna innilokuð en áður. Stöðvuð hefur verið sókn Sovétríkjanna til vesturs eftir Evrópu og til austurs á landamærum Kína. Við suðurlandamærin hafa nágrannarnir verið veikari fyr- ir. Þess vegna eru Sovétríkin að leggja Afganistan undir sig. Síðan kemur íran og aðgangur að Indlandshafi. Gorbatsjov hefur hert útrýmingarstríðið í Afganist- an, alveg eins og hann hefur eflt ofsóknir gegn mannréttindasinnum heima fyrir, þrengt möguleika Sovétmanna á að flytjast til útlanda og lagt aukna áherzlu á, að Austur-Evrópa dansi á réttri línu. Hinn brosmildi og hugljúfi Gorbatsjov er grimmasti og gráðugasti leiðtogi Sovétríkjanna, að minnsta kosti síðan Stalín féll frá. Hann er jafnframt sá hættuleg- asti, af því að hann hefur lag á að telja vestrænum friðardúfum trú um, að hann hafi góðan vilja. Hann er maðurinn, sem lætur eyðileggja-afkomu afg- anskrar alþýðu, rústa heimili hennar, misþyrma henni, gera börn hennar að öryrkjum, drepa hana eða hrekja úr landi. Hann er eins gersamlega samvizkulaus og nokkur glæpamaður getur verið, verri en Hitler. Því miður virðast Vesturlandabúar ætla að vakna seint til vitundar um útrýmingarstríðið í Afganistan og til öflugrar hreyfingar gegn þjóðarmorðinu. Jónas Kristjánsson Farkostur jólasveinanna í ár. Jólagjöfin í ár fiá Glasgow Jólakaupæði íslendinga heí'st að þessu sinni í Glasgow. Þúsundum saman flykkjast þeir á ódýra mark- aðinn þama í Skotlandi, fata sig upp og raunar alla fjölskylduna, koma heim með úttroðnar töskur. Tollur- inn á Keflavíkurflugvelli veit ekki hvaðan á hann stendur veðrið, neyd- dist þó til þess að herða sig eftir að þessi sérkennilegi innflutningur var gerður lýðum ljós í sjónvarpsþætti nú á dögunum. Það er þó deginum ljósara að tollurinn hefur ekki mannskap til þess að gramsa í öllu draslinu. Slíkt myndi skapa algjört öngþveiti í flugstöðinni og varla bætandi á ringulreiðina sem þar rík- ir allajafna. Þar að auki er ekki alltaf heiglum hent að sjá hvað er smygl og hvað ekki. Ekki er þetta fólk að reyna að smygla brennivíni og tóbaki, þar er allt klárt og kvitt og hver maður með sinn skammt, eða flestir líklega. Málið vandast þegar kemur að öðrum vamingi. Hver segir að þú megir ekki eiga fjórar kápur, fema skó, átta peysur, nýja kjóla í ýmsum stærðum og ein- hvem slatta af buxum, jökkum og skyrtum. Það er vandi að búa sig í útlöndum og tíðin er rysjótt og full kenja, í Skotlandi ekki síður en hér. Og hvað er að því þótt þetta líti allt út eins og nýtt? - Eg vildi ekki vera tollþjónn í græna hliðinu og þurfa að dæma í þess konar sökum. Hestburðir af góssi Og er ekki óskðp nöturlegt að þurfa að standa í því að rífa bamale- ikföng af rígfullorðnu fólki, að maður tali ekki um fatnaðinn sem búið er að kaupa á litlu krílin? Toll- ari, sem stendur sína plikt árið um kring, skimandi og hnusandi eftir ljótum bófum, sem reyna að smygla kókaíni og hassi, verður náttúrlega feiminn við að gera upptækt smád- ót, dúkkur og bangsa hjá öfum og ömmum. Hann myndi náttúrlega ekki hika við að rista upp belginn á þessum dúkkudruslum ef minnsti gmnur léki á að í þeim væri fólgið eitthvert heitara stöíf en hálmur. En líkumar á að svo sé em í þessum tilfellum svosem engar. Af öllu þessu leiðir að amma kjagar gegnum hlið- ið með sigurbros á vör, þrátt íyrir þungar byrðar, og trillar á undan sér heilum hestburði af góssi í ótal tösk- um og afi á eftir, hlaðinn pinklum og skjóðum. Þessi stjómlausi innflutningur hlýtur náttúrlega að boða ill tíðindi íyrir íslenska kaupmenn. Þetta setur að sjálfeögðu strik í jólavertíðina, helsta bjargræðistíma verslunarinn- ar í landinu. Hvað verður til dæmis um allar tískubúðimar við Lauga- veginn þegar kúnnamir, kannski þeir bestu, em búnir að kaupa jólapjönkumar í Glasgow? Reykvískar búðir ræningja- bæli? Allir ættu náttúrlega að vita að ekki má koma með vaming nema sem svarar til sjö þúsundum króna inn í landið. Og slíkt ætti svo sem ekki að valda versluninni þungum búsifjum. Nú er það hinsvegar svo að flestir virðast láta sem þeir viti ekki af þessum innflutningshömlum, alltént ekki þeir sem versla í Glas- gow, nema þá fólk bæti óvart núllinu aftan við og spyrji sem svo: „Voru það ekki sjötíu þúsund, elskan?" - Eða hvað fæst svosem fyrir sjö þús- und krónur? varla pjatla, í það minnsta ekki í íslenskri búð. Aftur á móti kann að fást hitt og þetta fyrir þennan sjöþúsundkall úti í Skotlandi. Og það er mergurinn málsins. Kona nokkur, sem var að koma úr leiðangri frá Glasgow fyrir fáum dögum, sagði í blaðaviðtali að hlut- imir væm svosem 70% ódýrari þar en hér í Reykjavík. Hún líkti þvi við að lenda í ræningjahöndum að versla við hérlenda kaupmenn. Ljótt er að heyra. - Þetta kemur raunar heim og saman við verðkönnun sem gerð var nýlega af Verðlagsstofnun þar sem borið var saman verð hér og í Skotlandi á ýmsum neysluvör- um, svosem bökuðum baunum og þvílíku. Niðurstaðan varð okkur afar óhagstæð. Helvítis baunimar vom fjórum-fimm sinnum ódýrari hjá Skotum. Okkar menn afsökuðu sig og sögðu að þeir þama úti ætu þessi reiðinnar býsn af baunum og þvi væri hægt að koma við stórinn- kaupum og magnafelætti e.t.c. - En það er sjálfeagt eitthvað annað en baunir sem fólk er að koma með heim frá Glasgow úr innkaupatúr- unum. Alltént virðist fólk reikna dæmið sísona: Ég kaupi far og hótel fyrir 14 þúsund kall, versla fyrir helmingi meira og kem út með stórgróða, fæ ferðir og uppihald frítt, þegar upp er staðið. Það er svo önnur saga hverjir hafa efni á svona spandans. Það fólk er fjandakomið ekki á Sóknartaxta. Siðlaus frjálshyggja Ef þetta er nú rétt allt saman þá er eitthvað meira en lítið að inn- flutningnum hjá okkur, eða em smásalamir að okra þessi ósköp á okkur? - Nú hefur samkeppnin sjálf- sagt aldrei verið frjálsari í innflutn- ingi og verslun og nógu margir em þeir sem sveitast og keppast við að flytja okkur vaminginn heim. Marg- ir virðast gera það nokkuð gott. Það er því fjandi hart að ástandið í inn- flutningsmálum skuli vera að færast í viðlíka horf og var í kreppunni eft- ir stríð þegar enginn gat tollað almennilega í tískunni nema þeir sem höfðu sambönd í gegnum sigl- ingar. Af ýmsum teiknum er hægt að draga þá ályktun að islenskir kaup- sýslumenn líti fyrst og fremst á frelsi í viðskiptum sem frelsi til þess að græða, að ég segi ekki okra á við- skiptavinunum. - Vaxtafrelsið, sem bönkunum var gefið, er nýjasta dæ- mið um þetta. Flestir eða allir laumuðust bankamir til þess að hækka vextina sína til þess að vinda örlítið meira út úr þrautpíndum hús- kaupendum og öðrum skuldunaut- um, sveiattan barasta. Þarfhast frjálshyggjan ekki orðið siðvæðing- ar? Hvað skyldi þetta kosta í Glasgow? Og nú sitjum við eftir með sárt ennið, þessi sem ekki komast til Glasgow, eða hafa hreint engin efni á því (jafhvel þó maður kynni að stórgræða á því). Það hefur alltaf verið dýrt að vera fátækur. Við verð- um semsagt að gjöra svo vel að þramma upp og niður Laugaveginn í jólaösinni í þessari árlegu leit að einhverju þarflegu í jólapakkana. Ætli margur staldri þá ekki við búð- argluggana, kíki á verðið og hugsi sem svo: „Hvað skyldi þetta nú kosta í Glasgow?" - Ég spái það verði mörgum ærin raun að kaupa jóla- gjafimar í ár. Það væri líka sjálfeagt affarasæl- ast fyrir alla aðila að sleppa því alveg að kaupa jólagjafir, ekki síst blessuð bömin, sem á þessum tíma, sem nú lifir fram að jólum, em mötuð á stöð- ugum áróðri, alin upp í þeim eggj- andi löngun, rétt einsog gera eigi úr þeim gráðugustu neysludýr ver- aldarsögunnar sem þau kannski verða. Kaupgræðgi og neyslugredda okkar íslendinga fyrir þessa hátíð ljóss og friðar hefur löngum tekið útyfir allt velsæmi og það jafhvel þótt enginn hefði farið í innkaupa- leiðangur til Skotlands. Við sem heima sitjum ættum því að hugsa okkar ráð, burtséð frá því hvort kaupmenn græða meira eða minna og kaupa hreint ekki neitt, halda nægjusöm jól. - En sjálfeagt reynist flestum erfitt að standast þrýsting- inn að láta berast með straumnum út í jólaösina, hvað sem það kostar. - En hitt er Ijóst að jólagjöfin í ár verður frá Glasgow!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.