Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1986, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1986, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986. 27 Hinhliðin •Pétri Bjömssyni finnst Raisa Gorbatsjov myndarlegri en eiginkona Bandaríkjaforseta. DV-mynd Brynjar Gauti „Hræddastur er ég við reiða nashyrninga" - segir Pétair Bjömsson hjá Ferðaskrifstofunni Sögu Þegar Ítalíu skýtur upp í koilinum og menn fara að velta því fyrir sér hver. sé nú einna fróðastur um land og menningu kemur fljót- lega eitt nafn í hugann en það er Pétur Björnsson. Hann hefur nýlega .flutt sig um set ásamt félaga sínum, Erni Steinssyni, og gerst meðeigendi og stofn- andi Ferðaskrifstoí'unnar Sögu en með þeim í félagi eru margir aðrir. Pétur hefur lagt stund á nám í listasögu í Flórens á Italíu í nokkur ár og einn- ig hafa fjölmargir Islend- ingar notið leiðsagnar hans í ferðum sínum á Ital- íu því hann hefur verið fararstjóri þar um langa hríð. Að þessu framan- sÖgðu fannst okkur tilvalið að fá Pétur í Hina hliðina og varð hann að sjálfsögðu við þeirri málaleitan. Fullt nafiv. Pétur Bjömsson Aldur: 37 ár Maki: Guðrún Villhjálmsdóttir Laun: 60 þúsund á mánuði Bifreið: Laneia A 112 Helsti veikleiki: ítalskir pasta rétt- ir Helsti kostur. Geðgóður Hvað myndir þú gera ef þú ynnir tvær milljónir i happdrætti? Kaupa mór stærri íbúð Langar þig til að vera ósýnilegur í einn dag? Ekkert sérstaklega Mestu vonbrigði í lífinu: Að hafa Umsjón: Stefán Kristjánsson ekki enn komist á norðiu-pólinn Mesta gleði í lífinu: Þegar dætur mínar fæddust Uppáhaldsmatur: Allur ítalskur matur og rjúpur Upiriiialdsdrykkur: Gott rauðvín Uppáhaldslag: Litla fiugan eflir Sigfús Halldórsson Uppáhaldsliljómsveit: Sinfóníu- hljómsveit íslands og Stuðmenn Uppáhaldsstjómmálamaður: Jón Baldvin Hannibalsson Uppáhaldsíþróttamaður: Einar Villhjálmsson Uppáhaldssjónvanxsmaður: Ög- mundur Jónasson Uppáhaldsblað: Ix* öll dagblöðin að jafiiaði Uppáhaldstímarit: Les Presso, ít- alskt tímarit Uppáhaldsrithöfiindur: Halldór Laxness Ef þú yrðir bóndi á morgun, með hvaða skepnur vildir þú helst búa? Hesta Við hvaða skepnu ert þú hrædd- astur? Reiðan nashyming Ætlar þú að kjósa sama flokk í komandi alþingiskosningum og þú kaust síðast? Nei Hlynntur eða andvígur ríkistjórn- inni: Frekar hlynntur Hlvnntur eða andvígur núverandi meirihluta í borgarstjóm: Hlynnt- ur lionum Hvaða verk ert þú ánægðastur með af verkum þínum í sumar? Stofnun Ferðaskrifstofunnar Sögu og þá fæddist einnig dóttir mín, Svava Eitthvað sérstakt sem þú stefhir að næsta vetur: Komast í frí Ef þú yrðir að svngja eitt lag á Amarhóli að viðstöddu miklu fjöl- menni, hvaða lag mvndir þú velja þér? Gamla Nóa Telur þú þig góðan eiginmann? Já ég tel mig góðan eiginmann Vaskar þú upp fyrir eiginkonuna? Já Besta bók sem þú hefur lesið: Heimsljós eftir Halldór Laxness Fallegsta kona sem þú hefur séð: Konan min Hvaða persónu langar þig mest til að hitta: Deng Sjá Ping, Kínaleið- toga Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Hef ekki farið í sumarfrí ennþá Hvor finnst þér vera fallegri, Raisa Gorbatsjov eða Nancy Reagan: Raisa Gorbatsjov .gR Útboð - brunaboðakerfi Hagkaup ht., Lækjargötu 4, Reykjavik, óskar eftir tilboöi i útvegun og uppsetningu á brunaboðakerfi fyrir Verslunarmiðstöðina í Kringlumýri i Reykjavík. Tilboð óskast m.a. i eftirtalda verkþætti: - Sameignarkerfi. - Verslanir Hagkaups. - 80 sérverslanir og skrifstofur. Verkinu skal að fullu lokið 15. júlí 1987. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., Ármúla 4, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 25. nóvember 1986 gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila til Hagkaups hf., Lækjargötu 4, Reykjavík, fyrir kl. 11.00 þriðjudaginn 23. desember 1986 en þá verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Hagkaup hf., Lækjargötu 4, Reykjavík. Frá Ferðafélagi Islands Fyrsta kvöldvaka vetrarins verður haldin miðvikudaginn 26. nóv. nk. í Risinu, Hverfisgötu 105. Helgi Björnsson jöklafræðingur sér um efni kvöldvökunnar og ætlar hann að „svipast um fjallaklasa undir jöklum“. Sagt mun fró ferðum um jöklana (Hofsjökul, Vatnajökul og Mýrdalsjökul) og svipast um á yfirborði og jökulbotni og forvitni svalað um áður óþekkt landslag, legu eldstöðva og vatnslóna undir jökli. Þetta er einstakt tækifæri til þess að kynnast því nýjasta í jöklarannsóknum á íslandi og ekki blasir landslag undir jöklum við augum ferðamannsins. Tryggvi Halldórsson sér um myndagetraun. Aðgangur kr. 100. Veitingar í hléi. Allir velkomnir, félagar og aðrir. Ferðafélag íslands. SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ ) MAZDA 929 HT sjsk., vökvast. k árg. ’83, ekinn 57 þús. I Verð 440 þús. LANCIA „SKUTLA" árg. ’87, ekinn 2 þús. Verö 270 þús. MAZDA 929 GLX, 4 dyra, HT, með öllu, árg. '84, ekinn 40 þús. Verð 585 þús. MAZDA 323 station árg. ’86, ekinn 17 þús. Verð 420 þús. MAZDA 626 GLX, 5 dyra, sjsk., vökvast., árg. '84, ekinn 45 þús. Verð 440 þús. MAZDA 323 station dísil, árg. ’87, ekinn 11 þús. Verð 510 þús. MAZDA 626 GLX, 2 dyra, coupe, árg. ’84, ekinn 30 þús. Verð 440 þús. MAZDA 626 GLX, 4 dyra, salo- on, árg. ’85, ekinn 22 þús. Verð 460 þús. Fjöldi annarra bíla á staðnum. Opið laugardaga frá kl. 1-5. BILABORG HF Smiðshöfða 23, sími 681299. «

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.