Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1986, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986. Fréttir Kári Jónasson. Friðrik Páll Jóns- Einar öm Stef- son. ánsson. Nýr fréttastjóri? Stefán Jón Haf- stein. Harður slagur í útvarpinu Fjórir þaulreyndir útvarpsmenn keppa nú um fréttastjórastarf við fréttastoíú útvarps en nöfn umsækj- enda voru opinberuð á útvarpsráðs- fundi í gær. Umsækjendur eru Kári Jónasson aðstoðarfréttastjóri, Friðrik Páll Jónsson fréttamaður, Einar Öm Stefánsson fréttamaður og Stefán Jón Hafstein, fréttaritari Ríkisútvarpsins í Bandaríkjunum. Útvarpsráð fjallaði um umsóknimar á fundi sínum í gær án þess að taka afstöðu til þeirra. Starf fréttastjóra losnar um áramótin er Margrét Ind- riðadóttir lætur af störfum. Að feng- inni umsögn útvarpsráðs skipar Markús Om Antonsson útvarpsstjóri í stöðuna. Samkvæmt heimildum DV standa umsækjendur nokkuð jafht að vígi þó sumir þyki jafnari en aðrir í þessum slag. Líklegt var talið að umsækjendur yrðu fleiri og vom nöfn þeirra Ólafs Sigurðssonar, fréttamanns sjónvarps, og Jóns Hákonar Magnússonar sérs- taklega nefnd í því sambandi. Þeir létu sig vanta. -EIR Sfeinunn Þórðardóttir hefur í dag lifað heila öld. DV-mynd Þorgerður. 100 ára í dag Frá Þorgerði Malmquist Neskaupstaö: Steinunn Þórðardóttir, sem nú dvelst á Fjórðungssjúkrahúsinu í Nes- kaupstað, er 100 ára í dag. Er hún vel málhress og fer fram úr á hverjum degi. Steinunn er fædd að Sléttaleiti í Suðursveit þann 22. nóvember árið 1886. Foreldrar hennar vom þau Ragnhildur Þorsteinsdóttir og Þórður Arason frá Reynivöllum. Til Eskifjarðar fluttist Steinunn svo árið 1912 og bjó þar með manni sínum, Bimi Ámasyni. Hann lést árið 1973. Frá því í október 1978 hefúr Stein- unn dvalist á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Steinunn og Bjöm áttu þrjú böm, sem öll em á lífí. Þau em Vilborg, Ragnar og Guðný. Afkomendur Stein- unnar em famir að nálgast áttunda tuginn í fimm ættliðum. Ættingjar Steinunnar vilja þakka starfsfólki sjúkrahússins alla þá að- stoð og umönnun sem henni hefúr verið veitt þar. Fíkniefnakvikmyndin: Beðið eftir svari ráðherra „Við erum að bíða eftir svari frá menntamálaráðherra. Það hafa farið fram viðræður við hann um hvort halda eigi áfram gerð kvikmyndarinn- ar. Ráðherra hefur látið þau orð falla að hann vilji ljúka gerð hennar og sýna í skólum víða um land,“ sagði Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavík- urborgar, í samtali við DV. Eins og kunnugt er af fréttum lét Davíð Oddsson borgarstjóri stöðva frekari tökur á kvikmyndinni „Þitt er valið“ sem fjölmiðlunarfyrirtækið Tákn var að gera fyrir Reykjavíkur- borg og átti að fjalla um fíkniefna- vanda ungs fólks. Óx borgarstjóra kostnaður í augum en hann hafði rúm- lega tvöfaldast miðað við upphaflega áætlun. „Það er allt stopp hjá mér,“ sagði Önundur Bjömsson hjá Tákni að- spurður. Hann bíður eftir fundi borgarráðs næstkomandi þriðjudag en þar verða örlög fíkniefhakvikmyndar- innar að öllum líkindum ráðin. -EIR Stjómmál dv Prófkjörsslagur Páls Péturssonar og Stefáns Guðmundssonar: „Þetta verður hnrfjafht“ „Ætli Páll hafi það ekki, ég held það, en þetta verður hnífjafht. Það verða ekki mörg atkvæði sem skilja á milli hans og Stefáns,“ sagði fram- sóknarmaður í Skagafirði um úrslit prófkjörs Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra nú um helgina. Æsispennandi prófkjör. Talið er að baráttan um þriðja sætið standi á milli Elínar Líndal, Lækja- móti í Víðidal, og eina Vestur- Húnvetningsins í prófkjörinu, og Sverris Sveinssonar, varaþingmanns á Siglufirði. Elín er af mörgum talin Páll Pétursson, formaður þing- flokks Framsóknarflokksins. sigurstranglegri því auk Sverris býð- ur Guðrún Hjörleifsdóttir, Siglufirði, sig líka fram. Alls eru fimm í fram- boði og reiknað er með um 1100 m.inna þátttöku í prófkjörinu. Úrslit verða ljós eftir miðnættið á sunnu- dagskvöld. Prófkjörsreglumar slys Flestir þeir framsóknarmenn, sem DV ræddi við, eru á einu máli um að það hafi verið slys að samþykkja þær prófkjörsreglur sem kosið er eft- ir. Einn tók heldur betur djúpt í árinni er hann sagði: „Þetta er lang- líklegasta regla sem fundin hefúr verið upp til að sundra flokknum." Höfundur prófkjörsreglnanna er Magnús Ólafsson, bóndi á Sveins- stöðum í Húnavatnssýslu. Þær eru sagðar hugsaðar þannig að lítill meirihluti geti ekki ráðið bæði fyrsta og öðru sætinu. Einn stuðningsmanna Stefáns Guðmundssonar, á Sauðárkróki, sagði beinlínis að Stefán hefði stefnt á fyrsta sætið vegna prófkjörsregln- anna. Hann hefði ella óttast að sjá sína sæng uppreidda; óttast að það gæti orðið „slys“ og hann dottið i þriðja sætið. Hver kjósandi merkir við tvo ffarn- bjóðendur í prófkjörinu en fimm eru í framboði. Setja skal töluna 1 við nafn þess sem kjósandi vill að verði númer eitt en töluna 2 við nafn þess sem kjósandi vill að verði númer tvö. Nái frambjóðandi 40 prósentum greiddra atkvæða alls telst atkvæði hans númer 2 aðeins sem 40 pró- sent. Við þetta varð Stefán hræddur. Þetta þýðir með öðrum orðum að vægi atkvæðanna er misjafnt. 400 atkvæði í fyrsta sætið gefa 400 at- kvæði en 400 atkvæði í annað sætið gefa aðeins 160 atkvæði. Þess vegna reyna öll þau sem taka þátt í próf- kjörinu að fá sem flest atkvæði í fyrsta sætið. Stefán með skrifstofu Nokkur munur er á vinnubrögðum þeirra Páls og Stefáns. Sá síðar- nefhdi opnaði kosningaskrifstofu fyrir um tveimur vikum á Sauðár- króki og þar er unnið ötullega að því að Stefán fái Krókinn til að setja sig í fyrsta sætið og ekkert annað. Páll er ekki með kosningaskrifstofu. Reyndar hefur Páll Pétursson sagt að það hafi komið sér á óvart að Stefán tók þennan pól í hæðina og opnaði skriistofú. Með því sé verið að efna til óffiðar. Þá segir Páll að lendi hann ekki í fyrsta sæti líti hann á það sem vantraust á sig. Dyggur stuðningsmaður Stefáns, á kosningaskrifstofu hans á Sauðár- króki, sagði að þeir ynnu eingöngu að því að Stefán færi í fyrsta sætið, vegna reglnanna, þeir skiptu sér ekki af hinum sætunum, hvað fólk kysi í þau. Dyggur stuðningsmaður Páls sagði að undir venjulegum „kring- umstæðum" ætti Páll að hafa það en allt gæti gerst vegna hinna fárán- legu prófkjörsreglna. Hrepparígur Stuðningsmaður Páls taldi að Austur-Húnvetningar hefðu mjög þjappað sér saman um Pál í fyrsta sætið. Þá ætti hann nokkuð vísan Fréttaljós Jón G. Hauksson stuðning Siglfirðinga og líklegast nauman meirihluta í Vestur-Húna- vatnssýslu. í innsveitum Skagafjarð- ar skiptist fylgi þeirra beggja nokkuð jafht. „Stefán á hins vegar Krókinn alveg,“ bætti hann við. Af þessu er ljóst að menn velta þvi mjög fyrir sér hvemig Sauðárkrókur skili sér i þessu prófkjöri. í skoðana- könnuninni síðast, þar sem Stefán fékk 637 atkvæði og 1008 manns tóku þátt, kusu aðeins 120 frá Sauðár- króki. í siðustu bæjarstjómarkosningum kusu um 440 manns Framsóknar- flokkinn á Sauðárkróki og vitað er að ýmsir „góðir" framsóknarmenn kusu óháða og K-listann. Nú er róið að því af öllum krafiti að þetta fólk skili sér í prófkjörinu um helgina. Þetta gæti þýtt að um 400 kysu Stef- án í fyrsta sætið. Annað er einnig að koma upp í kjördæminu á síðustu dögum. Það er að dyggustu stuðningsmenn Páls og Stefáns tryggi sinn mann með því að „blokkera" hinn. Heyrst hefur að Elín Líndal, Lækjamóti í Víðidal, fái þannig mörg atkvæði. Stuðningsmenn Páls setji hann því í fyrsta sætið og Elínu í annað. Það sama geri stuðnings- menn Stefáns, setji hann í það fyrsta og Eh'nu í annað. Þetta gæti einfald- lega þýtt að „slysið" yrði, að annar lenti í því fyrsta en hinn í þriðja og Elín skytist-inn á milli þeirra. Vilja Pál og Stefán efsta Langflestir þeirra sem DV hefur rætt við segjast vilja sjá þá Pál og Stefán í efstu sætunum og þetta hefði verið tryggt með venjulegu prófkjöri þar sem allir frambjóðendumir yrðu númeraðir. Nú sé bitist vegna fárán- legra reglna. Við sögðum áðan frá því að fáir af Króknum hefðu kosið í skoðana- könnuninni fyrir nokkrum vikum, eða 120. Þá kusu einnig fáir á Blönduósi, eða 20. Nú er búist við að Blönduósingar flykkist i prófkjör- ið, hátt á annað hundraðið, og kjósi Pál. Hver er Elín? En hver er þá þessi Elín R. Líndal frá Lækjamóti í Víðidal sem margir spá að lendi í þriðja sætinu? Hún er þrítug að aldri, „er ung, falleg kona,“ eins og einn orðaði það. Hún er gift Þóri Isólfssyni og reka þau myndarlegt bú á Lækjamóti. Hún vinnur jafnframt sem verkstjóri við saumastofu í Víðihlíðinni. Elín er eini Vestur-Húnvetningur- inn i prófkjörinu. Stuðningsmaður hennar telur öruggt að heimasveitin skili sér um helgina. Kemur þar ekki síst til að ekkert BB-framboð verður að þessu sinni. Ingólfur Guðnason, sparisjóðsstjóri á Hvammstanga, hefúr gefið allt slíkt upp á bátinn. Takið eftir, lesendur góðir, að í skoðanakönnuninni hjá Framsókn- arflokknum í kjördæminu nýlega fékk Ingólfur Guðnason 113 atkvæði og Gunnar Sæmundsson, bóndi í Hrútatungu, einum innsta bænum í Hrútafirði, 106 atkvæði. Elín fékk í sömu könnun 159 atkvæði. Fari svo, eins og menn spá, að fylgi Stefán Guðmundsson alþingis- maður. Ingólfs og Gunnars fari yfir á Elínu er hún vel sett. Með þeirra fylgi í skoðanakönnuninni hefði hún feng- ið 378 atkvæði og orðið í þriðja sæti í skoðanakönnuninni. Það gerðist hins vegar ekki. Sigl- firðingurinn Sverrir Sveinsson, veitustjóri þar i bæ, varð í þriðja sætinu, hlaut 260 atkvæði. Það sem skemmir á hinn bóginn fyrir honum núna er framboð Guðrúnar Hjör- leifsdóttur, ungrar konu á Siglufirði. Það er ljóst að Siglfirðingar verða að velja og hafna, standa fast með öðru hvoru þeirra, ef árangur á að nást. Það er á þessum forsendum sem menn þykjast sjá að Sverrir, sem var í þriðja sæti listans síðast og er nú varaþingmaður, hafni í fjórða sæti prófkjörsins um helgina. Einn sagði um Sverri: „Þetta er ágætismaður en hann hefúr ekki haft nógu góða aðstöðu til að láta bera á sér. Hann hefur lítið gert að því að böðlast um vítt og breitt í kjördæminu." Lítum á úrslitin í skoðanakönnun- inni sem við höfum vitnað í hér á undan. Úrslitin urðu þessi: Páll Pét- ursson, Höllustöðum, A-Hún„ 674 atkvæði, Stefán Guðmundsson, Sauðárkróki, 637 atkvæði, Sverrir Sveinsson, Siglufirði, 260 atkvæði, Elín R. Líndal, Lækjamóti, Víðidal, 159 atkvæði, Ingólfur Guðnason, Hvammstanga, 113 atkvæði, Gunnar Sæmundsson, bóndi Hrútatungu, 106 atkvæði og Guðrún Hörleifs- dóttir, Siglufirði, 97 atkvæði. Alls tóku 1008 þátt í skoðanakönnuninni og það mátti setja þijú nöfn á list- ann. I prófkjörinu nú um helgina má aðeins setja tvö nöfn á listann. Úrslitin eru bindandi fyrir þrjú efstu. En að lokum, lesendur, ein spáin í prófkjörinu um helgina er þessi: nr. 1 nr.2 Páll 550 300(120) 670 atkv. Stefán 450 300(120) 570 atkv. Elín 200 400(160) 360 atkv. Sverrir 100 250(100) 200 atkv. Guðrún 10 60( 24) 34 atkv. Við sjáum svo hvemig úrslitin fara um helgina. Það skýrist aðfaranótt mánudagsins. Gamli refúrinn á Löngumýri, Bjöm Pálsson, móður- bróðir Páls Péturssonar, sagði að hann vissi „allt um úrslitin en ég vil ekki segja þér þau. Mér þykir hins vegar grábölvað að vinir mínir, þeir Páll og Stefán, skuli vera að bítast." -JGH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.