Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1986, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1986, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986. Fer fram ef mínir menn vilja „Þegar menn stóðu á aftökustað fyrr á öldum máttu þeir leggja fram eina ósk. Nú stend ég á slíkum stað. Má ég bera fram eina ósk? Óskin er að engum verði gefið orðið í tvær mínútur þegar ég hef lokið máli mínu og að enginn hreyfi sig á meðan ég geng út úr þessum sal.“ Þessi voru lokaorð Stefáns Val- geirssonar þingmanns í ræðu sem hann hélt á aukakjördæmisþingi Framsóknarflokksins á Norðurlandi eystra eftir að ljóst varð að hann hafði tapað prófkjörsslagnum gegn Guðmundi Bjamasyni. Dramatískur endir á stormasömum ferli varð einhverjum að orði. Og víst hefur oft gustað um Stefán Val- geirsson. Hann segist sjálfur vera háskalega hreinskilinn maður að eðlisfari og segja sína skoðun hvort sem einhverjum líkar hún betur eða verr. Hitt er svo annað mál hvort pólitísivur ferill Stefáns er á enda mnninn. Sérframboð telja hvorki hann né stuðningsmenn hans fjar- lægan möguleika. Helgarblaðið ræddi við Stefán. Búfræðingur, bíistjóri og bóndi Stefán er búinn að vera lengi á þingi, eða í tuttugu ár. Hann er fædd- ur á Auðbrekku í Hörgárdal 20. nóvember 1918 og ólst þar upp ásamt þremur bræðrum sínum. Stefán fór í búfræðinám að Hólum, eins og títt er um bændasyni. Það er allt hans nám og segist hann hafa óttast fyrst þegar hann fór á þing að það gæti orðið erfitt fyrir hann að etja kappi við alla lögfræðingana og háskóla- mennina sem þar sátu. Það stóð þó ekki lengi í honum og Stefán er þekktur að öðm en láta hlut sinn fyrir nokkrum, hversu hámenntaður sem viðkomandi kann annars að Seint á stríðsárunum fór Stefán til - Reykjavíkur og vann þar við ýmis störf. Hann vann við uppskipun og byggingarvinnu, keyrði leigubíl og í nokkur ár var hann verkstjóri hjá Reykj avíkurborg. Á þessum ámm kynntist Stefán konu sinni, Fjólu Guðmundsdóttur, Stefán Valgeirsson í helgar- viðtali vera.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.