Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Síða 25
ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1988. 25 íþróttir 1 J . ■ ■ ■ • ír> »| íf V ‘W'j - -VS-vif. »•'.« • Lið íslandsmeistara Vals í 1. deild í handknattleik 1988 eftir úrslitaleikinn gegn FH. DV-mynd Brynjar Gauti íslandsmeistari - Stanisiav Modrowski, Val: „Ég fékk engan tíma til að und- irbúa Valsliðið fyrir keppnistímabil- ið því ég kom nánast beint í fyrsta leikinn. Byijunarörðugleikarnir voru margvíslegir, ég þurfti að kynn- ast íslendingum, siðum hér og venjum, liðinu og öllum sem í kring- um það standa. Pressan var strax mikil, kröfurnar voru geysilegar, en samt var liðið strax frá byrjun inn- stillt á sigur í mótínu og íslands- meistaratitil,“ sagði Stanislav Modrowski, hinn pólski þjálfari Valsmanna, í samtali við DV. „Þetta var mikil barátta allan vet- urinn og við máttum virkilega hafa fyrir því að vinna flesta leikina. Til að byrja með var vömin okkar sterk- asti hluti ásamt markvörslunni og hún lagði grunninn aö árangri okkar í fyrri umferðinni. Eftir áramót slaknaði varnarleikurinn en sóknin varð betri og beittari. Ég er mjög hlynntur fijálsum handknattleik og held að mér hafi tekist að gera leik Valshðsins léttari en áður. Leik- mennimir höfðu gaman af því sem þeir voru að gera og fengu mikla ánægju út úr öhu saman. Ég komst að því í vetur að íslend- • Stanislav Modrowski, þjálfari ís- landsmeistara Vals. ingar eiga mörg mjög sterk hand- knattleikslið. Ég hreifst af FH-ingum strax í haust og þeir, Valur, Víking- ur, Breiðablik og jafnvel Stjarnan leika góðan handknattleik og gætu staðið fyrir sínu hvar sem er í Evr- ópu. KA sýndi ennfremur stórgóðan og agaðan leik gegn okkur á Akur- eyri. Það var mikil pressa á mér fyrir úrslitaleikinn, ekki síst vegna þess að í gangi hafa verið vangaveltur um hver myndi þjálfa Valsliðið næsta vetur. Þær komu á versta tíma en mótlætíð stappaöi í mig stáhnu og þegar í leikinn var komið þurfti ég ekki að hafa miklar áhyggjur - liðið lék mjög vel og það kom aldrei neitt annaö til greina en sigur og íslands- meistaratitill. Það er stórkostlegt að búa og starfa á íslandi - íslendingar gera sér ekki aUtaf grein fyrir því sjáUir hve vel þeir eru settir," sagði Stanislav Modrowski - þjálfari íslandsmeistar- anna. -VS • Geir Sveinsson, fyrirliði íslandsmeistara Vals, hampar hér íslandsmeistarabikarnum sem er mjög glæsilegur. Geir var einn besti leikmaður Valsliðsins á nýafstöðnu íslandsmóti. DV-mynd Brynjar Gauti GOTTAÐ KEYRANN AUÐVELT AÐ BORGflNN Cóö greiöslukjör. Handhöfum VISA bjóöum viö 25% útborgun og afganginn á 12 mánuöum. verö frá kr. 176.600.- JÖFUR -ÞECAR ÞÚ KAUPIR BÍL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.