Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992. Fréttir Forráðamenn Skagstrendings hf. skoða möguleika á að: Lengja togarann Sólbak en úrelda hann á eftir hvers vegna ekki lengja skip eins og að stytta þau? segir framkvæmdastjórinn „Viö erum að fá nýtt skip og þurf- um aö úrelda skip upp á jafn marg- ar rúmlestir á móti. Við höfum því verið að leika okkur með tölur í því sambandi. Ef það er ódýrara að láta lengja skip sem á að fara í úreldingu á móti nýja skipinu í stað þess að kaupa skip til úreldingar hvers vegna þá ekki að gera það? Ég veit ekki betur eo að menn hafi verið að saga framan af stefni skipa til að stytta þau og gera þau lögleg innan landhelginnar meö því móti. Því þá ekki að lengja þau?“ sagði Sveinn Ingólfsson, framkvæmda- stjóri Skagstrendings hf. á Skaga- strönd. Fyrirtækið er að fá nýjan stóran frystitogara sem smíðaður er í Nor- egi. Til úreldingar fyrir nýja togar- ann á Skagstrendingur tvo togara, Sólbak og Amar. Þessir tveir togar- ar duga þó ekki til. Rúmlestatala þeirra samanlagt er lægri en nýja togarans. „Ég get ekki ímyndað mér að þetta veröi leyft en annars hef ég ekki heyrt af þessu fyrr,“ sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra að- spurður um þetta mál í gær. Sveinn Ingólfsson sagði að málið væri enn ekki komið á það stig að fyrirtækið hefði leitaö leyfis til að gera þetta. „Ég held að þetta sé fullkomlega löglegt. Ef til vill mun ráðuneytið reyna að bregðast við af alkunnum myndarskap og reyna að stoppa i gatið," sagði Sveinn. Það sem gæti mælt á móti þessari hugmynd er sú staðreynd að þegar talað er um að úrelda jafn margar rúmlestir og koma inn í skipastól- inn er átt við rúmlestir sem eru til fyrir, en ekki að búa þær til. Það verður því fróðlegt að sjá hver við- brögð sjávarútvegsráðuneytisins verða ef til þess kemur að Skag- strendingur hf. leitar leyfis til að lengja Sólbak. -S.dór Paul O’Keeffe hafði fengið þessa fimm fiska í Þorleifslæk um hádegi í gær og var að vonum hress með það. DV-mynd G.Bender Sjóbirtingsveiðin hófst í gærmorgun: Þorleífslækur- inn gaf 40 f iska fyrsta daginn Trúlegt að samkomulag náist í New York: Ríó-ráðstef nan þá aðeins til staðfestingar - segirGuðmundurEirikssonþjóðréttarfræðingur „Ég tel trúlegt að menn nái sam- komulagi um þann texta sem lagður verður fyrir Ríó-fundinn. Það er ver- ið að leggja síðustu hönd á sáttmál- ann og við erum að vinna í fram- kvæmdaáætlun um mengunarvamir á 21. öldinni. Það mun hins vegar ekkickoma í ljós fyrr en á fóstudaginn hvort þetta tekst," segir Guðmundur Eiríksson þjóðréttarfræðingur en hann er nú staddur á undirbúnings- fundi fyrir umhverflsráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna í New York. Guðmundur segir nokkra óvissu vera um fjármögnunarhlið fram- kvæmdaáætlunarinnar. Hann segir að svo geti farið að fjármögnun verði ekki leyst fyrr en á Ríó-ráðstefnunni sem fram fer í byrjun júní. Um sé að ræða gríðarlegar upphæðir eða allt aö 120 milljarðar dollara á ári, til viðbótar þróunaraðstoð sem fram fer við fátækari ríki heims. Því sé það nauðsynlegt fyrir íslendinga að halda vöku sinni í öllu undirbúnings- starfmu en einnig á sjálfri ráðstefn- unni. „Þegar ákvörðun um fjármögnun- arkerfið liggur fyrir verður að fara í gegnum allar áætlanir og fjárhags- hhðar málsinsVonandi verður unn- ið að því í miliilíðinni þannig að Ríó- ráðstefnan verði engöngu th að stað- festa þá vinnu sem þegar hefur farið fram.“ -kaa Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins: Skandia þarf að greiða 200 mil|jónir í kaupverð - óliklegtaðKaupþingkomistinníSkandia-samningmn Samningaviöræður á mhh sænska tryggingarisans Skandia og eigenda Fjárfestingarfélags íslands eru á lokastigi. Þaö kemur í ljós öðru hvoru megin við helgina hvort af kaupum Skandia á Verðbréfamark- aði Fjárfestingarfélagsins verður. Eigendur Fjárfestingarfélagsins vhja fá um 200 milljónir króna fyrir Verð- bréfamarkaðinn, samkvæmt heim- hdum DV. Öhum að óvörum kom formleg beiðni í fyrradag frá Kaupþingi hf. th forráðamanna Fjárfestingarfé- lagsins um kaup á félaginu í hehd sinni, ekki bara Verðbréfamarkaðn- mn. Samkvæmt heimildum DV munu forráðamenn Fíárfestingarfélagsins ekki heíja viðræður við Kaupþing hf. fyrr en niðurstaða er komin í við- ræðurnar við Skandia. Ástæðan er sú að þær viðræður voru mjög langt á veg komnar þegar Kaupþing kom með beiðni sína. Þar sem mjög líklegt er að saman gangi í viöræðunum við Skandia virðist Kaupþing koma með sína beiðni of seint. Fjárfestingarfélagið er eitt fárra fyrirtækja sem er skráð á Verðbréfa- þingi íslands. Það er almennings- hlutafélag og getur hver sem vih sent inn tilboð á Verðbréfaþingiö um kaup á hlutabréfum í fyrirtækinu. Aðalfundur Fjárfestingarfélagsins hefur enn ekki verið haldinn. Eigið fé fyrirtækisins var í upphafi síðasta árs skráð á um 228 milljónir króna. Helstu eignir Fiárfestingarfélags- ins eru tveir þriðju hlutar í kaup- leigufyrirtækinu Féfangi. Eigið fé þess fyrirtækis var í upphafi síðasta árs um 300 mihjónir þannig að hlutur Fjárfestingarfélagsins er þar um 200 mhljónir. Eftir samningaviöræðurnar viö Skgndia er ljóst að Verðbréfamark- aður' Fjárfestingarfélagsins, sem annast verðbréfamiðlun auk rekst- urs fimm verðbréfasjóða og Frjálsa lifeyrissjóðsins, er metinn á um 200 mhljónir króna. Gróflega metið er því Fjárfesting- arfélagið íslands hf. virði um 400 mhljónir króna. Th viðbótar kemur „good-whl“ fyrirtækisins en til frá- dráttar koma tapaðar kröfur. Af þessu virðist ljóst að Kaupþing verður að snara út hátt í 400 mhljón- um króna ef það ætlar að yfirbjóða Skandia og hreppa hnossið í hehd sinni. -JGH „Við byrjuðum að veiöa klukkan átta í morgun og við höfum fengið 3 fiska. Oft höfum við veitt meira héma í byrjun en veðrið er gott og þaö hefur sitt að segja,“ sögðu þeir feðgamir Rósar Eggertsson og Sig- urður Rósarsson á bökkum Þorleifs- læks í gærmorgun, en þá hófst veiði- tíminn formlega á þessu ári. „Það er fiskur á um leið og þið komið, hann tók Þingeying," sagði Rósar og landaði skömmu seinna sjó- birtingi, sem ekki var stór, en tók í. „Ég hef fengið fimm fiska, íjóra á flugur og einn á spún, þetta er aht í lagi,“ sagði Paul O’Keeffe, en þá hafði hann veitt fimm sjóbirtinga í lækn- um. „Veiðimenn, sem voru hérna neðar í læknum, voru komnir með 20 fiska og einn af þeim var 5 punda. Það er spennandi að byrja veiðitímabihð héma,“ sagði Paul og ætlaði að reyna betur. Það vom Haukur Haraldsson og félagar sem vom neðar í læknum, sem voru komnir með 20 fiska. Þeir veiddu þá flesta á rækju. Þessi fyrsti veiðidagur hefur gefiö rétt um 40 fiska og sá stærsti fimm pund. Veiðimenn reyndu í Geirlandsá og Vatnamótum, þeir fengu nokkra fiskaþar. -G.Bender Á æfingu í gær: Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari, Szymon Kuran, annar konsertmeistari, en hann útsetti Nocturne, Gunnar Þóröarson og Petri Sakari hljómsveitarstjóri. DV-myndGVA Gunnarog Sinfónían „Ég samdi verkið 1988. Petri Sakari valdi það síðan til flutnings í Vasa í Finnlandi 1990 og stjómaði hann þá flutningnum eins og nú,“ sagði Gunnar Þórðarson. Gunnar kvað Noctume vera frekar stutt verk og rólegt og samið fyrir kammersveit. Noctume verður frumflutt hér á landi í kvöld á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitaríslands. -hk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.