Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992. 15 Að mega ekk- ert aumt sjá... íslendingar hafa löngum státað af meiri og betri samhjálp en aðrar þjóðir. Til skamms tíma voru landsmenn frægir fyrir að rétta náunga sínum hjálparhönd þegar skórinn kreppti. Ef hús manna brunnu komu nágrannár saman og reistu önnur. Ef búsmali féll slógu menn saman fyrir nýjum stofni. Ef fólk svalt heilu hungri viku góð- ir grannar að því spóni úr sínum aski. Þetta er samhjálp. Frá örófi alda eru því til frásagn- ir af göfugu fólki sem mátti ekkert aumt sjá. Seinna fóru menn að hjálpa náunga sínum með pening- um úr sameiginlegum sjóði allra landsmanna, ríkissjóði. Breyttir tímar kölluðu á nýja siði. En nú er eins og öldin sé önnur hér á landi. íslendingar búa reyndar við ríkis-' stjórn sem ekkert aumt má sjá í dag. En hún sparkar í þá aumu. Sá er munurinn. Byrjum á byrjunarreit Ríkissjóður íslands kemur víða við sögu í þjóðfélaginu og um hann streymir auður þjóðarinnar. Mikl- ar fjárhæðir renna til samhjálpar- innar og landsmenn njóta allir góðs af þeim peningum. Enginn íslend- ingur er afskiptur. Reynt er að skipta samhjálpinni svo bróður- lega að þeir hljóti mest sem minnst mega sín. Flestir landsmenn eru á þeirri skoðun að sæmilega hafi tek- ist að jafna bihn. En peningum ríkissjóðs er eytt í fleira en samhjálpina. Stórar fjár- hæðir renna þangað sem minni þörf er fyrir peninga. Líka þangað KjaQaiinn Ásgeir Hannes Eiríksson verslunarmaður sem engin þörf er fyrir þá og jafn- vel nógir peningar fyrir hendi. Margir hópar í samfélaginu hafa svo sérstök réttindi fram yfir aðra hópa. Þannig veitum við milljörð- um króna út í þjóðfélagið án þess að þeir peningar komi samhjálp- inni til góða. Ríkisbúskapinn verður að hemja áður en hann vex þjóðinni endan- lega yfir höfuð. Það er engin spum- ing. Koma verður böndum á sam- eiginleg útgjöld landsmanna og laga þau að tekjum ríkissjóðs á hveijum tíma. Þjóðfélagið getur ekki eytt meiri peningum en það aflar og brúað bilið með lánum ut- an úr heimi. Það gengur ekki leng- ur. En þá verður líka að byrja að spara á réttum stað. - Á byrjunar- reit. Fræðin gegn fólkinu Ríkisstjómin valdi þann kostinn að skera niður samhjálpina á ís- landi í stað þess að hlífa henni. Minna er skorið niður annars stað- ar og sums staðar ekkert. Stjórnin leitar ekki fanga hjá þeim sem bet- ur mega sín í þjóðfélaginu. Ræðst ekki á garðinn þar sem hann er hærri eða hæstur. Þessi vinnu- brögð era hvorki vönduð né vel hugsuð. Því miður. Ríkisstjómin byijar ekki á byijunarreit. Mér koma þessi vinnubrögð ekki í opna skjöldu. Við þeim mátti bú- ast sama dag og stjómin var mynd- uð í Viðey síðasta sumar. Þá náðu „Við kjósendur stjórnarflokkanna get- um engum kennt um nema okkur sjálf- um. Við kölluðum þessa ríkisstjórn yfir okkur af frjálsum og fúsum vilja. - Verði okkur að góðu!“ „Er okkur því sama um þá sem minna mega sin á meðan ekki er geng- ið jafn rösklega á okkar hlut?“ þeir saman skólasveinar beggja stjórnarflokka og þeir þekkja betur dauð fræöin í bókum en örlög lif- andi manna. Við kjósendur stjórn- arflokkanna getum engum kennt um nema okkur sjálfum. Við köll- uðum þessa ríkisstjóm yfir okkur af frjálsum og fúsum vilja. - Verði okkur að góöu. Það er annað sem kemur flatt upp á undirritaðan. Langflestir kjós- endur stjórnarflokkanna eru betur megandi fólkið í þjóðfélaginu og hlýtur því að styðja samhjálpina án þess að biðja nokkurn mann afsökunar. Þessi stóri hluti þjóðar- innar situr með hendur í skauti á meðan samhjálpin er skorin niður við trog. Er okkur því sama um þá sem minna mega sín á meðan ekki er gengið jafn rösklega á okkar hlut? Bastillur og grjót Ef sú er raunin verður þessi kjall- ari ekki lengri og undirritaður tek- ur hatt sinn og staf. Drúpir hryggur höfði. En ef öðrum kjósendum stjórnarflokkanna er eins innan- bijósts og honum þá má vel spyrja: Á að láta hér við sitja, piltar? Á póhtísk umhyggja fyrir einni ríkis- stjórn að svæfa viljann í brjósti kjósenda hennar? Er ekki mál að grýta Bastilluna og gera það strax í dag? Ásgeir Hannes Eiríksson Hlutverk leigumiðlana DV birti þriðjudaginn 24. mars sl. frétt um leigumiðlun sem rekin er án þeirrar löggildingar sem lög krefjast. Þar er rætt m.a. viö fram- kvæmdastjóra miðlunarinnar og deildarlögfræðing lögreglustjóra- embættisins í Reykjavík. Skýrar reglur Samkvæmt lögum um húsaleigu- samninga nr. 44 frá 1. júní 1979 „er þeim einum sem hafa hlotið til þess sérstaka löggildingu heimilt að reka miðlun með leiguhúsnæði... sé það gert í atvinnuskyni eða gegn endurgjaldi". Síðan segir: „Lögreglustjóri, þar sem leigumiðlun er rekin, lætur í té leyfisbréf gegn leyfisgjaldi sem ráðherra ákveður." Ennfremur segir þar: „Leigumiðlari ber ábyrgð á að leigumáli sé gerður í samræmi við lög þessi. Honum ber skylda til að upplýsa aðila um réttindi og skyldur sem þeir taka á sig með undirritun leigumálans, svo og um réttaráhrif hans almennt." Er lög þessi voru sett ríkti mikil óreiða á þessum markaði og reynd- ar húsnæöismarkaðnum yfirleitt. Fóm margir illa út úr viðskiptum við ævintýramenn sem ráku leigu- miðlanir eða fasteignasölur. Nú mun búið að setja skýrar reglur um störf og ábyrgð fasteignasala og þeir vinna samkvæmt þeim eins og til er ætlast. Kvartanir undan störfum þeirra heyra nú sögunni til. Kjállariiin Jón Kjartansson frá Pálmholti, form. Leigjendasamtakanna Leigusamningur er viðskiptasamningur Hið sama var ætlunin að gera varðandi leigumiðlara og því voru ákvæði um störf þeirra og ábyrgð sett í fyrrnefnd lög um húsaleigu- samninga. Nokkrum sinnum hafa skotið upp kolli ólöglegar leigu- miðlanir en embætti lögreglustjóra jafnan stöðvað slíka starfsemi eins og skylt er. Störf leigumiðlara og fasteigna- sala em sambærileg að því leyti að báðir aðilar annast gerð viðskipta- samninga um húsnæði. Leigusamningur er viðskipta- samningur þar sem afnotaréttur- iná er seldur en fasteignasalar selja auk þess eignarréttinn sem kunn- ugt er. Þeir sem gera samning um sölu á afnotarétti eiga að sjálfsögðu sama rétt á að geta treyst þeim er annast samningagerðina, eins og aðilar kaupsamnings. Kvartanir án árangurs Er skrifstofa Leigjendasamtak- anna haíði tekið til starfa á ný fyr- ir tæpum tveimur árum tóku að berast þangað kvartanir undan Leigumiðlun húseigenda hf. Fólk kom með samninga þar gerða er „Þeir sem gera samning um sölu á af- notarétti eiga að sjálfsögðu sama rétt á að geta treyst þeim er annast samn- ingagerðina eins og aðilar kaupsamn- ings.“ félagsmAlaráðuneytið 2. útgáfa. HÚSALEIGUSAMNINGUR UM ÍBÚDARHÚSNÆÐI staðfestur af félagsmálaráðuneytinu samkvæmt lögum um húsaleigusamninga nr. 44 1. júni 1979, samanber Iðg nr. 70 30. mai 1984 og lög nr. 42 6. maí 1986. 1. Aðilar leigumála: Leigusali: ..Guðm.UO.d.U.r.....C.U.ð.mU.ncJs.SQn....................Ægissíð.'u......221..................UZUfluÍ*umil) Nafn Heimilisfang Kennitala Leigutaki: Arni... Arnaso.n... . Nl 2. Lýslng lelguhúsnæðis: Laugauegi 312 U7U2-UU0LJ Heimiliatang Kenmtala Staöseming ......3ja herb. íbúa.............Lajgayegi..312...................B.eyklia.v.ík. Sveitartélag Gðtuheiti/húsnúmef Fermetrar (Innanmál) F|ðidi hert>erg)a Nánari skilgreining húsnæðis (tegund herbergja, geymslur o. þ. h.): ........5..1.íJJl»..fe.Q.ð.*...3...JieX.b.fir.Q.Í.... j,,. Uenjuleg afnot samku. hússamningi Takmðrkun afnota af húsnæði, búnaði eða sameign: 3. Leigutími: A. Tímabundlnn leigumáii: Upphaf leigullma: „Leigusamningur er viðskiptasamningur þar sem afnotarétturinn er seldur." sýndu að ekki aðeins upplýsinga- skylda leigumiðlarans hafði verið vanrækt heldur voru samningar ekki gerðir í samræmi við lög. Það átti m.a. við um uppsagnar- fresti, tryggingarfé og fyrirfram- greiðslur. Einnig sáust samningar sem gleymst hafði að undirrita. Þá vom í samningum sérákvæði sem bratu í bága við lög. Einnig kvört- uðu húseigendur undan skilum á leigu sem þó hafði sannanlega ver- ið greidd. Leigumiðlari fyrirtækisins, Barði Þórhallsson hdl., vísaði málum frá sér þótt hann væri lagalega ábyrg- ur fyrir þeim samningum sem þarna voru gerðir. Samkvæmt frétt DV hefur hann reyndar látið af störfum fyrir einu og hálfu ári en ekki skilað leyfi sínu fyrr en 25. febr. sl. Kvartanir frá fólkinu voru sendar embætti lögreglustjóra án árangurs. Því spyr ég: Ætlar lög- reglustjórinn í Reykjavík að taka að sér að bera ábyrgð á leigusamn- ingum sem þarna eru gerðir? Er hann ekki sammála mér um þaö að samningsaðilar eigi rétt á að geta treyst sínum leigumiðlara á sama hátt og aðilar kaupsamnings? Jón Kjartansson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.