Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1992, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992. Spumingin Hefurðu orðið fyrir barðinu á aprílgabbi? Egill Jónsson sölumaður: Nei, ég hef alveg sloppið við það. Kristín Jónsdóttir: Nei, ég slepp alltaf við svoleiðis. Guðrún Jónsdóttir: Nei. Guðjón Stefónsson nemi: Nei, ekki ennþá en ég er búinn að fremja eitt sjálfur. Ég lét einn í skólanum hlaupa um í leit að „strippara". Guðrún Margrét Leifsdóttir af- greiðslustúlka: Nei, ég hef alveg sloppið hingað til. Lesendur i>v „Þess bera menn sár.. ....vona að þessi pistill verði tekinn til umhugsunar, sérstaklega af vörð- um laga og réttar sem vaka yfir velferð hins almenna borgara .. “ sýna þá „sjálfsögðu svörun“ sögu- Bryndís Jónsdóttir skrifar: Þessi ljóðlína kom mér í hug í til- efni myndar á baksíðu DV, 24. mars sl. - Myndin var af litlum dreng, 9 ára gömlum, sem hafði stungið tíu ára dreng með fjaðurhníf. Sakborn- ingi var fylgt af tveimur lögreglu- þjónum að stórum lögreglubíl sem um glæpamann væri að ræða. - Mátti ekki veita baminu þá „miskunn" að hlúa ða því sem sjúklingi og flytja á brott í sjúkrabíl í stað lögreglubíls? Þessi ólánsdrengur virtist ekki hafa neitt sér til varnar nema hjólabretti sem hann reyndi að verjast með fyr- ir forvitnum augum áhorfenda. - Þaö er auðvelt að sjá að þetta er vægast sagt umkomulaust barn. Maður fyllist beiskju við að sjá lítið bam meðhöndlað á þennan hátt. Vist var gjörningurinn glæpsamlegur, ef gerandinn hefði veriö geöheill, fuil- orðinn maður. En þetta var 9 ára gamalt bam, sem tæplega gat séð fyrir afleiðingar gerða sinna fyrr en um seinan. Það getur því vart borið ábyrgö á gjörðumn sínum. Þessi drengur þarfnaðist faðms fóður eða móður, eða góðrar manneskju sem gat veitt honum vernd og huggun í þessum harmleik. Harmleik, sem væri nær hveijum fullorðnum manni ofurefli að horfast í augu viö, hvaö þá barni. - Þess í stað gekk hann óstuddur og óvarinn á undan lögregluþjónunum og hafði aðeins hlaupabrettiö til trausts og halds. Svo vitnað sé í lesmál greinarinnar er talið að atburðurinn hafi orsakast af deilum milli drengjanna. Ósjálf- rátt kemur í hug myndaefni sjón- varpsstöðvanna og þar á meðal sum- ar teiknimyndir barnatímanna sem S.P. skrifar: Réttarkerfi íslendinga er kerfi sem er oft og tíðum bæði sárt og órétt- látt. Ég og maðurinn minn erum búin að lifa óreglusömu lífi og stormasömu. í fyrsta sinn á ævinni erum við orðnir ábyrgir samfélags- þegnar og lifum reglusömu lífi, eig- um fallegt heimih og notum hvorki áfengi né fíkniefni af nokkrum toga. í eitt ár hefur lífið blómstrað hjá okkur. En í fyrrahaust kom bæði stór og óþægilegur skellur. - Maðurinn minn fékk dóm fyrir ölvunarakstur þótt ekki væri hann lengri en rétt R.A. skrifar: í skýrslu svokallaðrar áfanga- nefndar um samræmda skattlagn- ingu eigna og eignatekna setur hún fram hugmyndir um að „þrengja" bankaleynd til að skattayfirvöld fái sjálfkrafa allar upplýsingar frá pen- ingastofnunum um eignir manna í viðkomandi innlánsstofnunum. Þetta oröalag um þrengingu banka- leyndar kann ég ekki við og ég hugsa að fáir kunni að meta þetta orðalag. Hér er nefnilega ekki verið að þrengja bankaleynd heldur að af- nema hana að fuMu. Hún verður ekki til iengur með því að bankar gefi rík- Hringið í síma 632700 milli kl. 14 og 16 - eða skrifið Nafn og símanr. vcröur að fylgja Uréíum hetjanna gegn areitni að lemja, skjóta og eða veita andstæðingnum svöðusár, og „þykir gott á hann“. - Margir hafa bent á þá hættu sem bömum stafar af þessu myndefni. Afleiðingarnar koma nú óðum í ljós. Síðar í þessari sömu grein er sagt frá því að gerandinn hafi verið vist- aður á vegum bamavemdamefndar þá um nóttina og málið verði kannað á grundvelM þess að um mjög ungan aldur sé að ræða. Þá vaknar enn áleitin spurning: Því mátti drengur- inn ekki sofa heima hjá sér í sínu rúmi, hjá ástvinum sínum, fyrst taka áttí tillit til aldurs hans? - Vonandi nær hinn drengurinn sér að fullu og víst á hann og fjölskylda hans fuMa samúð skilið. En ég óttast að sár ger- andans sé dýpra og erfiðara við- fangs. Umkomuleysi hans á mynd- um 200 metrar. Þetta gerðist í októ- ber 1990. Þar af leiðandi er opnaður 2 ára skilorðsbundinn dómur fyrir fíkniefnabrot sem gerðist árið 1984. Dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar. Samkvæmt uplýsingum sem ég hef aflað mér em svona mál matsatriði dómara. Mér hefði því fundist að dómari hefði átt að taka tilMt til og hafa í huga reglusamt líferni sem leiddi til batnaðar hjá manninum. - Á svipuðum tíma er annar maður (síbrotamaður á skilorði) dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir ölv- unarakstur. inu skýrslu um eignir og innstæðu fólks í bönkum. - Hér eftir er jafn- gott fyrir fólk að fara gætilega í að leggja inn eða geyma fjármuni sína inni er yfirþyrmandi. Ég er þakklát blaðamanni DV og ljósmyndara fyrir að veita innsýn í réttarstöðu bama á íslandi í dag en ég átel þá um leið fyrir að hafa þessa frétt í dökkum ramma, í stað þeirrar sem er á sömu síðu og tekur mun minna pláss en er mun alvarlegri. Yfirskrift þeirrar greinar er einnig meö mun smærra letri og hljóðar svo: „Fíkniefnaneytandi: Ógnaöi tveimur öðrum með hnífi.“ Ég vona að þessi pistfil minn verði tekin til umhugsunar, sérstaklega af vörðum laga og réttar sem vaka yfir velferð hins almenna borgara og hafa lagt sig svo oft í hættu og gert svo marga göða hluti umfram þá sem þeim ber skylda tfi. - Ég bið drengj- unum og fjölskyldum þeirra blessun- ar og vona að sárin grói sem allra fyrst. Maður ér bitur og ósáttur með þennan dóm. Sérstaklega þegar við bæði erum að byggja okkur upp og byija nýtt líf. Þá á að draga okkur niður í vanlíðan og vonleysi á ný. - Ég er búin að reyna allt til að fá dóm- inn mildaðan fyrir manninn, m.a. með því að tala við ritara dómsmála- ráðherra til aö fá viðtalstíma hjá ráð- herranum - en þá var mér sagt að hann sæi ekki um dómsmál! - Hvað á maður að halda um svona dóms- eða réttarkerfi? Maöur verður víst að sætta sig við þá sáru staðreynd að ekkert er hægt að gera!! í innlánsstofnunum ef það ætlar ekki aö láta ríkið hiröa af sér hugsanlegar yaxtatekjur sem ekki hafa nú verið til stórræðanna hingað til. Hvaðnú,samn- ingamenn? ViUijáimur hringdi: Það er ábyrgðarhluti allrasem stóðu að samningaviðræðunum um kjaramáMn að upp úr skyldi sMtna þegar vitaö var að ekkert annað var um aö semja en óbreytt ástand. Var þaö ekki nógu góður kostur í stöðunni? - Nú er allt í lausu lofti og tímabil óvissunnar hefst. Þið eruð ábyrgir, samn- ingamenn. Og hvað nú? Hvemargirfara tSIRió? Sigurður Guðmundsson skrifar: Ferðin til Rió virðist vera orðin mikið felumál. Ýmist er talað um að frá íslandi fari um 40 manns eða forsvarsmenn umhverfis- ráðuneytis, jafhvel ráöherra, seg- ir að þessi tala sé hvergi nærri sanni. Auðvitað nægja 2-3 þar sem við höfum aðeins eitt at- kvæði á ráðstefnunni. í sjónvarpsfréttum xun máhð var rætt við forstjóra Samvinnu- ferða-Landsýnar og hann sagði að tilboð hefði verið gert í feröina til Rió. Það hlýtur að vera ákveð- ið nú hve margir fara héðan, ann- ars væri ekki hægt að afia tilboða í svona hópferð. - Þetta hefði nú viðkomandi fréttamaður átt að spyija um í leiðinni. En þaö vant- ar oft snerpuna í sjónvarpsfréttir. - Það nægir ekki að kinka koMi í sífellu á meðan viðmælandinn bunar út úr sér óforskömmug- heitunum. Fiskbúðá Frakkastíg K.Ó.Þ. hringdi: Mig langar til að hrósa fiskbúð sem ég fyrir tilviljun rakst inn í nýlega. Þessi fiskbúð er á Frakka- stíg í Reykjavík. Búðin er mjög snyrtileg með mikið úrval af fiski og fiskmeti hvers konar og hefur hressa starfsmenn sem mér skilst að séu líka eigendur. Ég á áreiðanlega eftir að koma þangað oftar til að versla þvi að þessi Mtla búð lofar góöu. - Ekki veit ég hins vegar hvort hún er opin á laugardögum eða lokuð eins og margar aðrar fiskverslan- ir borgarinnar. Kvennaherferð Amnesty Sif Traustadóttir, Guðný Einars- dóttir og Herdis Schopka, f.h. ís- landsdeildar A.I., skrifa: Nú stendur fyrir dyrum kvennaherferð á vegum mann- réttindasamtakanna Amnesty Intemational. Með þessari her- ferð er ætlunin m.a. að vekja at- hygM almennnigs á eftirfarandi: Niðurlægjandi meðferð, svo sem nauögunum, pyntingum og kyn- ferðislegu áreiti sem konur í gæsluvarðhaldi verða aö þola af hálfu opinberra starfsmanna. - Pyntingum og iMri meðferð á ó- frískum konum í varðhaldi. Emillefrábær N.E.S. skrifar: Mikiö var ég snortin af kana- díska ffamhaldsmyndaþættinum EmiMe sem lauk fyrir skömmu á Stöð 2. Þetta var frábær sögu- þráöur á köflum, einkanlega end- irinn þegar heimiMsfaðirinn virð- ist hafa tapað fyrir Bakkusi kon- ungi. Samleikur aðalleikaranna var ótrúlega sannfærandi. Hefði ég gjaman viljað vita eitthvað nieira um þessa þáttaröð sem ég veit aö var mjög vinsæl í Kanada. i framhaldi af ofanrituðu langar mig samt að kvarta yfir ofíram- boði bandarískra þátta á Stöð 2. Meira mætti vera af þáttum, td. frá Kanada, Frakklandi, Rúss- landi og Tékkóslóvakíu. - Já, því ekki? Réttarkerf ið í landinu Að „þrengja" bankaleynd! Bankaleynd afnumin að fullu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.