Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1992, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992. LífsstíU DV DV kannar verð í matvöruverslunum: Mikligarður lækkar verð á sínum vörum Neytendasíöa DV kannaði að þessu sinni verð í eftirtöldum verslunum; Bónusi Hafnarfirði, Fjarðarkaupi, Hagkaupi Skeifunni, Kaupstað vest- ur í bæ og Miklagarði við Sund. Mikligarður við Sund hefur tekið breytingum og hefur nú svipað form og Bónusverslanirnar, færri vöru- tegundir með það að markmiði að lækka verðið. Mikligarður við Sund verður framvegis hafður með í könn- uninni í hverri viku og ein Kaupstað- arverslun að auki. Bónusbúðirnar selja sitt grænmeti í stykkjatali á meðan hinar saman- burðarverslanirnar selja eftir vigt. Til þess að fá samanburð þar á milli er grænmeti í Bónusi vigtað og um- reiknað eftir meðalþyngd yfir í kíló- verð. Að þessu sinni var kannað verð á gúrkum, bláum vínberjum, grænni papriku, kínakáli, hvítu greipi, mandarínum, banönum, púðursykri frá Kötlu, 1 kg, svínalærissneiðum, 1 kg, Jean Arol bómull, 100 g, Egils appelsíni, 'A 1 og 430 g af Ora maís- baunum í dós. Meðalverð á gúrkum er svipað í verslununum en þó töluvert lægra verði í Bónusi. Það var 231 í Bónusi, 338 í Miklagarði og Kaupstað, 349 í Hagkaupi og 369 í Fjaröarkaupi. Munur á hæsta og lægsta verði mæl- ist vera 51%. Blá vínber fengust ekki í Bónusi en voru á 192 í Miklagarði, 245 í Fjarðarkaupi, 257 í Kaupstað og 259 í Hagkaupi. Munur á hæsta og lægsta veröi er 31 af hundraði. Munur á hæsta og lægsta verði á grænni papriku er töluverður eða 68%. Lægsta verðið var að finna í Neytendur Bónusi, 239 en það var 290 í Mikla- garði, 333 í Kaupstað, 390 í Fjarðar- kaupi og 399 í Hagkaupi. Það munar heilum 157% á hæsta og lægsta verði kínakáls í könnuninni. Kínakál var á 97 kílóið í Bónusi þar sem verðið var lægst, 164 í Miklagarði, 179 í Kaupstað, 182 í Fjarðarkaupi og 249 í Hagkaupi. Greip er á 59 krónur kílóið í Bón- usi, 66 í Miklagarði, 77 í Kaupstað, 89 i Hagkaupi og 95 í Fjarðarkaupi. Munur á hæsta og lægsta verði er Hæsta og lægsta verð Svínalærissn. 900 |--------- Egils appelsín 90 Púðursykur 150'......... Mandarínur og blá vínber lækka í verði Ekki eru stórvægilegar breytingar á meðalverði grænmetis og ávaxta á þeim tegundum sem miðað er við í þessar viku ef frá eru taldar verð- lækkanir á bláum vínberjum og mandarínum. í hinum fjórum tilfell- unum virðist verð heldur vera á upp- leið. Hvítt greip hefur verið á hagstæðu verði undanfarið. í byijun árs og fram í febrúar var meðalverðið um 90 krónur, lækkaði niður í 76 krónur í byrjun mars en hefur hækkað eilít- ið síðan þá. Meðalverðið er nú 78 krónur. Mandarínur voru um og yfir 140 krónur kílóið í byrjun ársins, stórhækkuðu í marsbyrjun en hafa lækkað aftur niður í svipað verð og áður eða eilítið lægra. Taka verður fram að þær fengust aöeins í 2 sam- anburðarverslunum af 5 í könnun vikunnar. Meðalverð á gúrkum var á niður- leið frá byrjun febrúar og fram í byrj- un mars. Þá tók veröið að hækka enda komu þá á markað íslenskar gúrkur sem eru jafna á hærra verði. Meðalverðið er nú 329 krónur. Með- alverð kínakáls var hátt, 220 krónur í miðjum janúarmánuði en hefur þokast niður á við síðan. Eilítil hækkun varð þó á meðalverðinu frá síðustu könnun og það er nú 175 krónur. Græn paprika hefur nokkuð sveifl- ast í verði í verslunum á þessu ári. Það var undir 300 krónum fram í fe- brúar, lækkaði niður í aðeins 265 í mars en hefur hækkað nokkuð síðan. Það er nú 332 krónur. Töluveröar sveiflur eru á verði blárra vínbeija. Meðalverðið rauk upp úr 200 krónuny í janúar í rúmar 300 krónur í byijun febrúar. Stefnan hefur verið tekin niður á við á ný og meðalverðið er nú240krónurákílóið. -ÍS Miklagarðsbúðin við Sund er nú byggð upp á svipaðan hátt og Bónusbúðirnar með færri vörutegundum og lægra verði. DV-mynd GVA irjfffÉ /f v.t/.o . < itjv; \ - É 61 af hundraði. Það munar 47 af hundraöi á hæsta og lægsta verði á mandarínum. Lægsta verðið var 129 í Hagkaupi en hæsta verðið 189 í Fjarðarkaupi. Mandarínur fengust ekki í Bónusi, Miklagarði né Kaup- stað. Bananar eru á æði misjöfnu verði, ódýrastir voru þeir í Bónusi á 52, voru á 86 í Miklagarði, 99 í Fiarðar- kaupi ^g Kaupstað og 115 í Hag- kaupi. í því tilfelli mælist munur á hæsta og lægsta verði vera 121%. Púðursykur kostar 89 krónur þar sem hann er ódýrastur, í Bónusi, 102 í Miklagarði, 132 í Hagkaupi, 143 í Kaupstað og 144 í Fjarðarkaupi. Munur er 62 af hundraði á hæsta og lægsta verði. Svínalærissneiðar fengust hvorki í Miklagarði né Bónusi en þær voru á 635 í Fiarðarkaupi þar sem verðið var lægst. Hagkaup seldi kílóið á 798 og Kaupstaður á 839. Munur á hæsta og lægsta verði er 32 af hundraði. Bómull af tegundinni Jean Arol fékkst einungis í Fiarðarkaupi þar sem hún var á 113 og Hagkaupi þar sem verðið var 121 króna. Munurinn á þessu verði er 7%. Egils appelsín í hálfs lítra flöskum getur verið ansi misdýrt eftir þvi hvar verslað er. Það kostar 62 í Bón- usi, 63 í Miklagarði, 68 í Hagkaupi, 84 í Kaupstað og 85 í Fiarðarkaupi. Munur á hæsta og lægsta er 37%. Ora maísbaunir í dós, 430 g, fengust ekki í Miklagarði en voru á 89 í Bón- usi, 95 í Hagkaupi og 101 í Fiarðar- kaupi og Kaupstað. Munurinn á milli hæsta og lægsta verðs er ekki mikill eða 13 af hundraði. -ÍS Sértilboð og afsiáttur: Páskatil- boðá kertum í Miklagaröí við Sund voru Hy Top grænar baunir í dós, 482 g á aöeins 41 króna tilboðsverði, Nopa þvottaduft, 75 dl á 189, Coop tekex, 250 g á 39 krónur pakkinn og Bambo maxi bleiur, 45 stk. á 499 krónur. í Kaupstað vestur í bæ var Hy Top Saltines saltkex, 453 g á 59 krónur, Gillette Sensor rakvéla- hausar, 5 saman á 329 krónur, Maarud skrúfurnar vinsælu í 70 gramma pokum á 135 og Cirkel kafli, ’/i kg á 199 krónur pakkinn. í Hagkaupi Skeifunni eru, í til- efhi Borgamesdaga, þurrkrydd- að lambalæri frá Borgarnesi á 789 króna kílóverði, Oxford súkkul- aðikex, 200 g á 55 krónur, frystar belgískar grænar baunir, 450 g á aðeins 69 krótiur og Jane Helien sjampó og hárnæring, 2 x 150 ml á 199 krónur ef hvorttveggja er keypt í einu. Fjarðarkaup bauð steinlausar appelsínur á afsláttafyerðihu 75; krónur kilóið, Pampers bleiumar á 998 krónur, allar stærðarteg- undir, 10 smábrauð í poka frá Grensásbakarii á aðeins 89 krón- ur og Club saltkex, 150 g á 48 krónur pakkann. í Bónusi Hafharfirði eru til sölu gul páskakerti 16 saman í poka á 389 krónur, Newmans örbylgju- popp á 94 krónui- pakkinn, Braga Amerika kaffl, Vi kg á 170 krónur og að siöustu hangikjöt frá Kjamafæöí sem er á aöeins 1.071 krónukílóið. -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.