Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1992, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992. íþróttir__________ Stúfar fráNBA Nokkur skipti á leikmönnum áttu sér stað í febrúar og ber þar hæst að Charlotte seldi Rex Chap- man, bakvörðinn skotglaða, til Washington í skiptum fyrir Tom Hammonds. Þá sendi Dallas mið- herjann stóra, James Donaldson, til New York í skiptum fyrir framherjann Brian Quinnett. Hardaway líklegur arftaki Magic Johnson Golden State sigraði Boston fyrir stuttu, 117-112.1 þessum ieik setti Tim Hardaway persónulegt met í stigaskorun. Hann skoraði 43 stig á 45 mínútum og réðu varn- armenn Boston ekkert viö hann. Hardaway er nú æ oftar nefhdur sem líklegur arftaki Magic John- son og þykir hann skyggja mjög á þá John Stockton og Kevin Johnson í þeim efnum. Sætur sigur fyrir Brown Það var sætur sigur fyrir Larry Brown þegar L.A. Clippers sigr- uöu San Antonio, 124-110. Brown, nýr þjálfari Clippers, var eins og kunnugt er nýlega rekinn frá San Antonio!! í þessum leik skoraði „gamla brýnið" James Edwards 26 stig. Malone gerir þaö gott Annar „gamlingi" görir það gott hjá Milwaukee, þ.e. Moses Mal- one. Hann er iðinn við kolann, tekur að meðaltali 10 fráköst i leik og er jafhan stigahæstur leik- manna. Hann átti stjörnuieik og skoraði 30 stig er Milwaukee sigr- aði Cleveland, 128- 116 á dögun- um. Brad Daugherty, miðherji Cleveland, sem hefur reyndar átt mjög gott tímabil, var eins og barn í höndunum á „gamla manninum“. Því miður fyrir Mo- ses er allt útlit fyrir að framlag hans dugi ekki til þess að koma Milwaukee í úrslit - og þó!! Nýtt aðsóknarmet Þetta var flmmti heimaslgur þess í röð og nýtt aðsóknarmet var slegið. 38.610 áhorfendurborguðu síg inn á leikinn. í þessum leik var Eddie Johnson stigahæstur heimamanna með 29 stig þrátt íyrir að hann væri varamaður og léki aöeins 31 minútu. Mikilspenna fyrir óiympiuleikana Ólympíuleikamir í Barcelona nálgast nú óðum og mikill spenn- ingur er fyrir körfuknattleiks- keppninni þar sem nú eru í fyrsta sinn leyfðir atvinnumenn. Við höfum áöur sagt frá undankeppni Ameríkuþjóða f Portland 27. júní til 5. júlí þar sem keppt er um 4 sæti í Barcelona. ísland í forkeppninni Á svipuðum tíma (22.6.-5.7.) keppa 26 Evrópuþjóðír á Spáni um 4 sæti og er Island þar á ineð- al. Þegar hafa 4 þjóðir unnið sér rétt tíl keppni í Barcelona: Spánn sem gestgjafi, Ástralía fyrir Eyja- álfu, Kína fyrir Asíu og Angola fyrir Afriku. 12þjóöir leíka til úrslíta Samtals taka 12 þjóðir þátt í úr- slitakeppninni sem hefst 26. juli og lýkur sunnudaginn 8. ágúst með úrslitaleiknum. Badelona sýningarhöliin verður vettvang- ur körfuknattleiksins og verður örugglega erfitt að fá miða þar en höllin tekur „aðeíns" 12.500 áhorfendur. Til gamans skulum viö spá um hvaða fjórar Evrópu- þjóöir veröa í úrslitum: Króatía, Itaiía, Litháen og Þýskaland. -EB Handknattleikur karla: Nielsen áfram með Þórsurum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Nær öruggt má telja að danski leik- maðurinn Ole Nielsen, sem hefur leikið vel með Þór í 2. deild handbolt- ans í vetur, verði áfram í herbúðum hðsins er það leikur í 1. deild næsta keppnistímabil. Danski þjálfarinn Jan Larsen, sem hefur byggt upp hð Þórs undanfarin 2 ár, veröur einnig áfram hjá liðinu. Þórsarar hafa þegar tryggt sér sig- ur í 2. deildinni þótt þeir eigi eftir einn leik, heimaleik gegn Aftureld- ingu. Liðið, sem hefur verið byggt upp með ungum leikmönnum, hefur ekki tapað leik í deildinni og þegar Akureyrarmótiö í handknattleik: KA vann alla flokka Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: KA-menn gerðu það gott í Akureyrarmótinu í handknattleik sem staðið hefur yfir að undanfömu. KA-menn urðu Akureyrarmeistarar í öllum flokkum og unnu alla leikina nema tvo sem lauk með jafntefh en leikin var tvöföld umferð. í síðari leik meistaraflokksliðanna, sem leikinn var um helgina, sigraði KA liðs Þórs með 23 mörkum gegn 15 en KA vann einnig fyrri leikinn. Seinni leikurinn var eins og leikir þessara liða em allt of oft, fullur af hörku á kostnað handknattleiksins og fátt um fína drætti handboltalega séð. Sigurpáll Aðalsteinsson skoraði 7 mörk fyrir KA en Sævar Árnason 5 fyrir Þór. það féll úr bikarkeppninni gegn FH þurfti tvær framlengingar til að knýja fram úrsht. Ekki er annað vitað en að Þór muni halda öllum sínum mannskap næsta vetur og forráðamenn hðsins eru að huga að því að styrkja hðið enn frekar. Vitað er að fjárhagsstaða hand- knattleiksdeildarinnar er mjög góð og þegar sigurinn í 1. deild var í höfn færði stjórn Þórs deildinni eins og hálfa milljón króna að gjöf. Dehdinni bárast einnig fleiri veglegar gjafir á uppskeruhátíð sem haldin var ný- lega. Islandsmótiö 1 blaki kvenna: ÍS-stúlkur voru heppnar að sigra - stórleikur Sigurborgar með Breiðabliki í gær Tveir leikir fóru fram í úrslita- keppni kvenna í Digranesi í gær- kvöldi. Breiðabhk mættí ÍS og þar á eftir áttust HK og Víkingar við. Borga fór á kostum Eins og greint var frá hér í fyrradag þá er Sigurborg Gunnarsdóttir, köll- uð Borga, í frh frá námi í Noregi th þess að æfa með landshðinu. Hún lék með sínum gömlu félögum í Breiðablik í gær og það er óhætt að segja að hún hafi farið á kostum. Það var sannarlega ánægjulegt að sjá th Borgu á ný og mátti sjá af leik hennar að hún er í ágætri æflngu þó hún hafi ekki leikið í heht ár. En það sem vantaði upp á leikæfingu var bætt upp með leikgleði og baráttu. Breiðablik - ÍS2-3 Undir stjórn Borgu vann Breiðablik auðveldan sigur í fyrstu hrinu, 15-5. ÍS-stúlkur náðu aðeins áttum í þeirri næstu og höföu forskot á andstæð- ingana framan af. Blikar vom þó ekki á því að gefa neitt eftir og jöfn- uðu, 13-13. Þær voru nálægt því að sigra en fóm hla meö uppgjafir á mikhvægum augnabhkum og ÍS- ingar nýttu sér það og unnu, 15-13. I þriðju hrinu léku Breiðabhks- stúlkur mjög vel og uppskáru sam- kvæmt því 15-8 sigur sem var síst of stór. Stúdínur komast í stuð Miðað við gang mála hefði UBK átt að sigra í fjórðu hrinu en þarna verð- ur vendipunktur í leiknum. ÍS-stúlk- ur mæta harðákveðnar th leiks og hefja hrinuna meö föstum uppgjöf- um. Blikum gekk ekkert að eiga við þær og fáir boltar rötuðu rétta leið fram að neti. IS komst 111-0 og vann síðan 15-3. Nú voru stúdínur komnar i stuð og þá er erfitt að stöðva þær. Þær náðu strax forystunni í úrslitahrinu og unnu nokkuð öragglega í henni, 15-8. Sigurborg Gunnarsdóttir var óum- deilanlega maður leiksins. HK - Víkingur 1-3 Víkingsstúlkur voru ægilega seinar í gang í öhum hrinunum. HK-ingar léku vel og gáfu sér í lagi vel upp. Þær náðu góðri forystu í öhum hrin- um (sex th átta stig) en vantaði þann kraft og þá dirfsku sem þarf til að vinna gegn seigluhði eins og Víking- ar em. Hrinurnar fóm þannig: 14-16, 15-17, 15-10 og 13-15. Bestar HK-stúlkna voru Mirka Marikova og Elva Rut Helgadóttir. Athygli vaktí að Jóhanna Katrín Kristjánsdóttir, fyrirhði Víkinga, vermdi varamannabekkinn mestah- an leikinn en lék mjög vel þegar hún kom inn á. Víkingsstúlkur léku fremur þunglamalegt blak og þær vora stál- heppnar að tapa ekki fleiri hrinum en raun varð á. Þær verða að leika mun betur en þetta ef þær ætla aö eiga möguleika gegn ÍS á laugardag en þá fer fram síðasta umferð úrshtakeppninnar. Staðan í úrslitakeppni kvenna: ÍS............5 5 0 15-5 8 Víkingur......5 4 1 13-8 6 Breiðablik....5 1 4 8-13 2 HK............5 0 5 5-15 0 -gje Berglind Hreinsdóttir sést hér í baráttu i leik Gróttu gegn FH. Berglind skoraði Lokin nálgast í 1. deild kvenna 1 ha Enn framlei - hjá Gróttu og FH en nú sigraði FH. Fram, Víkingur Það þurfti að framlengja leik Gróttu og FH í úrshtakeppninni í 1. dehd kvenna í gærkvölch og það vora FH- stúlkur sem fóru með sigur af hólmi, 24-27. Staðan í hálfleik var 12-13. FH-stúlk- ur komu mun sterkari th leiks í síðari hálfleik og náðu þær tveggja marka forskoti sem þær héldu alveg þar th ein mínúta var eftir en þá minnkaði Grótta muninn í eitt mark, 22-23. FH- stúlkur náðu ekki að gera út um leik- inn meö því að bæta 24. markinu við, Gróttustúlkur náðu hins vegar að jafna leikinn þegar aðeins 6 sekúndur vora til leiksloka og var það Björk Brynjólfsdóttir. Grótta komst yfir í fyrsta skiptíð í leiknum, 24-23, í framlengingunni en FH-stúIkur náðu að jafna flótlega og var staðan 24-24 í leikhlé. Það vora svo FH sem gerðu út um leikinn með því að skora síðustu 3 mörkin í leiknum. Mörk Gróttu: Laufey 9/5, Sigríður 5, Björk 4, Þórdís 2, Ema 2, Brynhhdur 1, Ehsabet 1. Mörk FH: Arndís 7/3, Jóhta 6, Rut 6, Berglind 6, Hhdur 1, María 1. Létt hjá Fram Framstúlkur áttu ekki í miklum erfið- leikum með Valsstúlkur á Hlíðarenda í gærkvöldi en þær sigraðu, 16-22. Framstúlkur tóku leikinn strax í sín- ar hendur og höföu ahan leikinn mikla yfirburði. Mörk Vals: Katrín 4, Una 4/3, Berg- lind 3, Kristín 3, Ragnheiður 1, Arna 1. Mörk Fram: Ósk 5, Þórann 4, Díana 4/3, Hulda 3, Inga Huld 3, Auður 2, Steinunn 1. Stjörnusigur Stjömustúlkur náðu að sigra lið ÍBV, 19-22, í Eyjum í gærkvöldi eftir að stað- an í leikhléi var 7-11. Eyjastúlkur náðu að minnka mun- inn strax í seinni hálfleik en þær náðu aldrei að jafna leikinn og þegar upp var staðið sigraði Stjaman með þriggja Amar Arinbjarnar og Ragnheiður Víkingsdóttir urðu ís- sætið. Ragnheiður landsmeistarar í skvassi en íslandsmótið fór fram í Vegg- og Kristín Briem v; sporti um síðustu helgi. dóttur, 3-1. Á myn Amar vann Jökul Jörgensen í úrshtum, 3-8, og Kim inu. Magnús sigraði Valdimar Óskarsson, 3-2, í leik um þriðja Suöur-kóreska landsliðinu i hand- í kvöld leikur lið Suður-Kóreu gegn knattleik, sem rak svo óvænt á flörar Haukuro kl 18.30 i íþróttahúsinu við ísiendinga á dögunum, hefur verið séð Strandgötu og um helgina næstu tekur fyrir æfingaleikjum á meðan á dvöl liðið þátt í móti í Vestmannaeyjum. hösins hér stendur. Síöan leikur hðið gegn FH i Kapla-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.