Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1992, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1992, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992. Menning Myndgáta Berglind í blárri sveif lu Jazz nefnist veitingastaður í Ármúla við hliðina á Hótel íslandi. Eftir að matargestir hafa gætt sér á rétt- um staðarins er músík á matseðlinum. Frá því um tíuleytiö og fram eftir leika þar htlar djass og/eða blús- hljómsveitir. Sviðið er fremur lítið en staðurinn vist- legur og hljómburður alveg ágætur. Um síðustu helgi var söngkonan Berglind Björk Jón- asdóttir að syngja djass og fleira í Jazzi og haiði sér til aðstoðar Bjöm Vilhjálmsson á kontrabassa, Ingva Rafn Ingvason á trommur og gitarleikarann Eðvarð Lárusson sem tvímælalaust er í hópi þeira bestu hér á landi. Það er ekki hávaðinn í þessari hljómsveit. Fólk á auðvelt með að ræða saman meðan hún leikur en flestir kjósa að hlusta eða raula með. Á efnis skránni em þekkt dægurlög og rokklög, blúsar og ýmis þekkt djasslög. „Makin’whoopy", „Stormy We- ather" og fleiri vom smekklega flutt og söngkonan fór Djass Ingvi Þór Kormáksson afskaplega vel með „What a Wonderful World“. Framan af kvöldi var sveiflan ráðandi ásamt stöku blús en svo blandaðist þetta meira eftir því sem fólki fjölgaði á staðnum. Berghnd naut sín einna best í djass- lögunum og virtist hafa mest gaman af þeim sjálf. Öðru hvora var svo vel sungið að manni fannst hjart- að sleppa úr slagi. - Björn og Ingvi Rafn voru léttir en um leið þéttir í grunninn og Eðvarð er jafnvígur á hvaða músík sem er. Það má mæla með þessari hljóm- sveit sem ef til vill hefur nú verið gefið nafnið Bláa sveiflan. Andlát Einar G. Guðmundsson, Víðimel 52, lést á Hrafnistu 1. apríl. Ragnar Jakobsson, fv. útgerðarmað- ur frá Flateyri, andaðist í St. Jó- sefsspítala þann 1. apríl. Guðrún Sigurborg Vilbergsdóttir frá ^ Fáskrúðsfirði, Skólabraut 1, Mos- fellsbæ, lést á Hrafnistu, Reykjavík, 1. apríl. Inge-Liss Jacobsen, Sóleyjargötu 13, Reykjavík, andaðist í Landspítalan- um 21. mars. Jarðarfarir Ingvar Ellert Óskarsson verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fóstudaginn 3. apríl kl. 10.30. Halldóra Eiríksdóttir, Kötlufelli 5, er lést 27. mars sl., verður jarðsungin “frá Fossvogskirkju fóstudaginn 3. apríl kl. 15. Oddgeir Bárðarson, fyrrverandi sölustjóri, Hvassaleiti 56, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 3. apríl kl. 13.30. Guðrún Halldórsdóttir lést 29. mars. Jarðarförin fer fram frá Akureyrar- kirkju mánudaginn 6. apríl kl. 13.30. Hanna G. Halldórsdóttir, Kumbara- vogi, Stokkseyri, verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju á morgun, föstudaginn 3. apríl, kl. 15. Safnaðarstarf Bústaðakirkja: Mömmumorgunn kl. 10.30. Fræðslustund kl. 18-19. „Jesús og trúin“. Dr. Sigurjón Ámi Eyjólfsson flyt- ur fyrirlestur. Almennar umræður. Hallgrím.skirkja: Kvöldbænir með lestri Passíusálma kl. 18. Fundur Kvenfélags Hallgrimskirkju kl. 20.30. Laugarneskirkja: Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni. Tapað fundið Giftingarhringur tapaðist Giftingahringur tapaðist í Akurgerði föstudaginn 20. mars sl. Finnandi vin- samlegast hringi í Kristínu, s. 682419. Námskeið Prófanir í altækri gæðastjórnun Við Háskólann á Akureyri hefur kennt nú á vormisseri Annabeth Probst og get- ið sér gott orð fyrir. Endurmenntunar- stofnun HI og Gæðastjómunarfélag ís- lands þáðu því tilboð frá henni um aö halda ofangreint námskeið 6. og 7. apríl. Fyrirvari er skammur og em þeir sem áhuga hafa beðnir að skrá sig fyrir 2. apríl í síma 694940. Nánari upplýsingar í síma 694923-24. Tilkyimingar Rit um hrynjandi dróttkvæðs háttar Út er komið hjá Málvisindastofnun Há- skóla íslands ritið The Rhythms of Dróttkvætt and other Old Icelandic Me- tres (182 bls.) eftir Kristján Ámason, pró- fessor í íslensku. Hér er um að ræða rannsókn á hrynjandi dróttkvæðs háttar og annarra fomíslenskra bragarhátta. Ritið er fáanlegt í öllum helstu bókaversl- unum, auk þess sem hægt er að panta það hjá Málvísindastofnun í síma 694408. TtMARJT Tímarit Máls og menningar Út er komið nýtt hefti af Tímariti Máls og menningar og er það 1. hefti 53. ár- gangs. Heftið er helgaö bama- og ungl- ingabókum og fjalla fimm greinar um það efni. Þá er einnig í heftinu hugvekja um umhverfismál, frásögn af rússneskum andófsmanni og viðtal við Pál Skúlason heimspeking. Þá em einnig Ijóö og smá- saga, ritdómar og margt fleira. Ritstjóri tímaritsins er Ámi Sigurjónsson. Sigurboginn opnaður Sigurboginn er ný gjafa- og snyrtivöru- verslun sem nýlega var opnuö að Lauga- vegi 80. í Sigurboganum em á boðstólum snyrtivörur frá heimsþekktum fyrirtækj- um ásamt úrvali af gjafavörum, s.s. tösk- ur og veski frá Rochas, Loews og Bu- gatti, silkislæður og skartgripir frá YSL og Rochas o.fl. Einnig snyrtivömr, silki- bindi, treflar o.fl. fyrir herra. í Sigurbog- anum er lögð áhersla á faglega og per- sónulega þjónustu. Verslunarstjóri er Karen Jóhannsdóttir snyrifræðingur sem hefur áralanga reynslu í snyrtivöm- verslun. Þá mun Gréta Boða förðunar- meistari verða í versluninni með reglu- legu millibili og veita faglega ráðgjöf. Ný hestavöruverslun Nýlega var opnuð ný og glæsileg hesta- vömverslun, Reiðsport, að Faxafeni 10. Eigendur verslunarinnar em Guðlaugur Pálsson og Ásta Björk Benediktsdóttir. Boðið verður upp á margs konar nýjung- ar í því sem við kemur hestamennsku. Félag eldri borgara Opið hús í Risinu í dag kl. 13-17. Tíglar leika fyrir dansi kl. 20 í kvöld í Risinu. Tónleikar Norskur djasskvartett í veitingahúsinu Jazz í kvöld, 2. april, mun norski djasskvart- ettinn Focus, sem er hér á vegum Nor- ræna félagsins, leika fyrir gesti veitinga- hússins Jazz, Ármúla 7. Húsið verður opnað fyrir matargesti kl. 18 og mun norska sveitin stíga á svið um kl. 22. Aðgangur er ókeypis og em allir vel- komnir. Borðapantanir og nánari upplýs- ingar í síma 681661. Tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands í kvöld, 2. apríl, verða tónleikar í gulri tónleikaröð Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói og hefjast þeir kl. 20. Á þessum tónleikum frumflytm- hljóm- sveitin verk eftir Gunnar Þórðarson og er þetta jafnframt fyrsta verk hans sem er samið sérstaklega fyrir sinfóníuhljóm- sveit. Þá leikur Þorsteinn Gauti Sigurðs- son einleik á píanó. eypoa— Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Lausn gátu nr. 295: Kennsla fellur niður Leikhús ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 11200 M-hátíö á Suðurnesjum: RÍTA GENGUR MENNTAVEGINN eftir Willy Russel 2. sýning i Festi, Grindavik i kvöld kl. 20.30. 3. sýning i Stapa, Ytri-Njarðvik, töstudaglnn 3. april kl. 20.30. 4. sýning i Glaöheimum, Vogum, laugardaginn 4. apríl kl. 20.30. Mlðapantanlr i sima 11200, að- göngumlðaverð kr. 1500. Miðasala frá kl. 19 sýnlngardagana i samkomuhúsunum. STORA SVIÐIÐ ELÍN HELGA' GUÐRIÐUR ettir Þórunnl Siguröardóttur 3. sýn. i kvöld kl. 20. Úrfá sætl laus. 4. sýn. föstud. 3. apríl kl. 20. Örtá sæti laus. 5. sýn. fös. 10. april kl. 20. Örtá sæti laus. 6. sýn. lau. 11. april kl. 20. örfá sæti laus. 7. sýn. fim. 30. apríl kl. 20. 8. sýn.fös. I.maikl. 20. EMIL í KATTHOLTI eftir Astrid Lindgren Lau. 4.4. kl. 14, uppselt og sun. 5.4. kl. 14, uppselt og kl. 17, uppselt. UPPSELT ER Á ALLAR SÝNINGAR TIL OG MEÐ MIÐ. 29.4. MIÐAR ÁEMILÍ KATTHOLTISÆK- IST VIKU FYRIR SÝNINGU, ELLA SELDIR ÖÐRUM. Menningarverðlaun DV 1992: RÓMEÓ OGJÚLÍA eftir William Shakespeare Lau. 4.4. kl. 20, fim. 9.4. kl. 20. Aðeins 2 sýnlngar eftir. LITLA SVIÐIÐ KÆRA JELENA eftir Ljudmilu Razumovskaju Lau. 4.4. kl. 16, uppselt, sun. 5.5. kl. 16, uppselt og 20.30, uppselt. UPPSELT ER Á ALLAR SÝNINGAR TILOGMEÐMIÐ.29.4. SALA Á SÝNINGAR í MAÍ HEFST ÞRIDJUDAGINN 7. APRÍL. EKKIER UNNT AÐ HLEYPA GEST- UM Í SALINN EFTIR AÐ SÝNING HEFST. MIÐAR Á KÆRU JELENU SÆKIST VIKU FYRIR SÝNINGU ELLA SELDIR ÖÐRUM. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ ÉG HEITIÍSBJÖRG, ÉG ER LJÓN eftir Vigdisi Grímsdóttur Lau. 4.4. kl. 20.30, uppselt, sun. 5.4. kl. 16, uppselt, og kl. 20.30, uppselt. Sala er hafln á eftirtaldar sýnlngar: Þri. 7.4. kl. 20.30, uppselt, mið. 8.4. kl. 20.30, laus sætl, sun. 12.4. kl. 20.30, laus sætl, þri. 14.4. kl. 20.30, laus sæti, þri. 28.4. kl. 20.30, laus sæti, miö. 29.4. kl. 20.30, uppselt. EKKIER UNNT AÐ HLEYPA GESTUM INN í SALINN EFTIR AÐ SÝNING HEFST. MIÐAR Á ÍSBJÖRGU SÆKIST VIKU FYRIR SÝNINGU ELLA SELDIR ÖÐRUM. ÁHORFANDINN í AÐALHLUTVERKI - um samskipti áhorfandans og leikarans. eftir Eddu Björgvinsdóttur og Gisla Rúnar Jónsson. Fyrirtæki, stofnanir og skólar, sem fá viija dagskrána, hafi sam- band í síma 11204. Miðasalan er opin frá kl. 13-18 alla daga nema mánudaga og fram að sýningum sýningar- dagana. Auk þess er tekiö á móti pöntunum i sima frá kl. 10 alla virka daga. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. GRÆNA LÍNAN 99-6160. HÓPAR 30 MANNS EÐA FLEIRI HAFISAMBAND í SÍMA11204. LEIKHÚSGESTIR, ATHUGIÐ: ÓSÓTTAR PANTANIR SELJAST DAGLEGA. Leikfélag Akureyrar Islandsklukkan eftir Halldór Laxness idagkl. 17.00. Föstud. 3. april kl. 20.20. Uppselt. Laugard. 4. april kl. 15.00. Laugard. 4. april kl. 20.30. Mlðasala er i Samkomuhúsinu, Hafnarstrætl 57. Mlðasalan er opln alla vlrka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýnlngardaga fram að sýn- Ingu. Grelðslukortaþjónusta. Siml i miðasölu: (96) 24073.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.