Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1992, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Hvort ræða skuli Dæmigert fyrir íslenzka stjórnmálauinræðu er, að undanfarna daga hefur mjög verið deilt um, hvort ræða skuh um hugsanlega aðild Islands að Evrópubandalag- inu eða ekki. Umræðan snýst að íslenzkri hefð meira um formsatriði en innihald þessa mikilvæga máls. Á Alþingi er rætt um, hvort hugleiðingar um aðild að Evrópubandalaginu séu innanríkismál eða utanríkis- mál á þessu stigi og hvort utanríkisráðherra hafi farið á svig við stjórnarstefnuna með því að ræða þetta við- kvæmnismál í nýrri skýrslu sinni um utanríkismál. Inn í umræðuna fléttast hugleiðingar um, hvort rétt sé að máta flík áður en hún sé keypt eða hvort yfirhöf- uð sé rétt að máta flík, sem ekki standi til að kaupa. Á þessum gáfulegu nótum ramba þingmenn og flokksleið- togar um ræðustól Alþingis fram á rauða nótt. í leiðurum þessa blaðs hefur nokkrum sinnum verið lagzt gegn aðild að Evrópubandalaginu og færð að því margvísleg rök. Það er framlag til nauðsynlegrar um- ræðu um slíka aðild. Á sama hátt eru hugleiðingar utan- ríkisráðherra nauðsynlegt framlag til umræðunnar. Auðvitað á að ræða aðild að Evrópubandalaginu, hvort sem menn telja umræðuna innan- eða utanríkis- mál og hvort sem menn vilja kaupa flík eða ekki kaupa flík. Umræðan um bandalagið á raunar að vera einn mikil vægasti þáttur þjóðmálaumræðunnar hér á landi. Aðstæður eru alltaf að breytast og sömuleiðis mat á aðstæðum. Komið hefur í ljós, að nærri öll ríki Fríverzl- unarsamtakanna líta á Evrópska efnahagssvæðið sem biðsal aðildar að Evrópubandalaginu. Við höfum hins vegar htið á efnahagssvæðið sem okkar endastöð. Hver verður staða okkar, ef þróunin stefnir í þá átt, að ísland og Lichtenstein verði ein vesturevrópskra ríkja utan við Evrópubandalagið um næstu aldamót og ef þá verði Austur-Evrópa á leið inn í bandalagið? Verð- ur hafþjóðin frjálsari eða einangraðri en eha? Spurningin verður áleitnari, ef Evrópubandalaginu tekst enn einu sinni að klúðra nýgerðum samningi um Evrópska efnahagssvæðið. Það getur leitt til, að nærtæk- ari verði tillögur um, að við sækjum um aðild að Evrópu- bandalaginu 1 samfloti með öðrum fyrir áramót. Því er haldið fram, að við verðum að sækja um aðild th að komast að raun um, hvort við getum náð sómasam- legum samningi um fiskimiðin. Þar á ofan er því haldið fram 1 vaxandi mæh, að við höfum hingað th ofmetið hættuna á útlendum aðgangi að fiskimiðum okkar. Sjávarútvegsráðherra Danmerkur segir, að regla Evrópubandalagsins um, að ekki megi spiha innbyrðis stöðugleika, komi í veg fyrir, að portúgölsk eða spænsk veiðiskip geti farið að blanda sér í heföbundnar veiðar íslendinga í 200 mhna fiskveiðhögsögunni. í nýútkominni prófritgerð Ketils Sigurjónssonar lög- fræðings er bent á möguleika íslendinga á neitunar- valdi í sjávarútvegsmálum innan Evrópubandalagsins; leiðir til að hindra kvótatöku útlendinga; og styrki bandalagsins til eftirhts og fiskveiðistjómar. Á móti ýmsum slíkum sjónarmiðum er svo bent á, að ekki sé víst, að um sé að ræða fylhlega fjárheldar girðingar, svo að notað sé orðaval formanns Framsókn- arflokksins. Um þessi atriði og önnur slík þarf að fá fleiri áhtsgerðir og efla umræðu innan Alþingis og utan. Ef aðhdarumsókn verður nytsamur þáttur í þessari leit, verður samt að tryggja, að hún leiði ekki th, að við rennúm sjálfkrafa og óvart inn í Evrópubandalagið. Jónas Kristjánsson ■ - ■ „Hvar kemur íslenskur sjávarútvegur inn i dæmið ef þvi ætti að ráöa í Briissel hverjir mættu stunda sjó hér við land og verka fisk?“ Athyglinni beint frá viðfangsef ninu Utanríkisráðherra segir þaö ekki á dagskrá að sækja um aöild ís- lands að evrópsku samfélögunum (ES) en vill láta rannsaka áhrif aðildar. Er nokkuð á móti því að rannsaka áhrif aðildar fyrirfram? Rannsóknir um nútíð og fortíð eru ekki alltaf merkilegar, eins og dæmin sanna. Rannsóknastofnun ein komst að því fyrir annan ráð- herra að sjúkhngar landsins væru þjóðinni býsna dýrir og því ylli m.a. að fólk lægi úr hófi lengi á sjúkrahúsum hér og miklu lengur en annars staðar á Norðurlöndum. Tveir vel metnir læknar hafa nú sýnt fram á að þetta er rangt. Hér sé sjúkrahúslega ekki lengri. Hvers er aö vænta af rannsókn um framtíðina þegar svona tekst til um nútíðina þar sem gögn eru tiltæk? Víst er að fyrir 5-10 árum sáu sérfræðingar ekki fyrir þær sviptingar sem verið hafa í Evrópu austanverðri undanfarið, hversu mikið sem þeir rannsökuðu. Grundvallaratriði Tvö rit hafa komið út þar sem gerð er grein fyrir sjávarútvegs- stefnu ES, annað gefið út af örygg- ismálanefnd Alþingis og hitt af al- þjóðamálastofnun Háskólans. Þar er margt fróölegt að lesa um það sem er og hefur verið. Höfundar, sem eru orðnir fróðir um nútíöina, vilja sem von er gera sér einhverja grein fyrir framtíðinni. Mér sýnist að lengst verði komist með því að líta á grundvallaratriði og láta ekki nákvæmnisatriði um framkvæmd á líöandi stund skyggja á þau. Það er grundvallarregla í ES að þegnar og fyrirtæki, hvar sem þau væru skráð, hafi rétt til atvinnu- rekstrar hvar sem er. Önnur regla er hvergi skráð en er afleiðing af stjómnjálastarfi í lýðræðisríkjum. Hún er viöleitni til aö jafna kjör þegnanna. Meö því að láta fyrri regluna gilda ætla menn að fá sem mest til skiptanna í ES sem heild þegar kemur að því aö jafna kjörin. Hvar kemur íslenskur sjávarút- vegur inn í dæmið ef því ætti að ráða í Brussel hverjir mættu stunda sjó hér við land og verka fisk? Mundu 0,1% ES-íbúanna fá til langframa að halda 99,9% íbúanna frá slíkum rekstri ef mikill hluti íbúa í sjávarbyggöum ES byggi við sömu kjör eða lakari en þetta prómill íbúanna? Því yrði ekki haldið fram að þaö væri til að jafna kjörin aö halda erlendum fyrir- tækjum frá veiöum hér viö land heldur væru þvert á móti rök til þess að knýja fram með einhveij- um ráðum almennan rétt fyrir- tækja í ES-ríkjum til að stunda hér sjó. Með þessar tvær meginreglur í huga - önnur er skráð í Rómarsátt- mála en hin staðfest af almennri reynslu - er ekki líklegt að íslend- ingar fengju að ráða því til lengdar hverjir hér stunduðu sjó og enn KjáUaxinn Björn S. Stefánsson dr. scient síöur fyrir það að vitað er um áhrifamikla menn í íslenskum sjávarútvegi og stjórnmálum sem ekki eru andvígir þvi að erlend út- gerðarfyrirtæki fái að athafna sig hér. Hygginn veiði- maður bíður færis Ef settir yrðu sérfræðingar til að rannsaka áhrif ES-aðildar yrðu menn á kafi við að rannsaka margt sem í sjálfu sér kann að vera at- hyglisvert. Slíkt starf skyggir auð- veldlega á kjama málsins sem er forræðið yfir og arðurinn af gjöful- um auðhndumsem eru þó ekki svo ríkulegar, ef íslendingar eiga að halda hlut sínum til jafns við ná- lægar þjóðir, að þær beri líka út- lendinga sem búa viö rýrari fiski- slóðir. Fiskislóðir við ísland hafa til skamms tíma verið veiðilendur ýmissa þessara ríkja. Hygginn veiðimaöur, sem hefur misst bráð, en sættir sig ekki við það, fer hægt að henni og styggir hana ekki, held- ur híður færis þegar hún á enga undankomu. Meðan hugsanlegt er að Noregur, Færeyjar og ísland skipist í bandalag með ES-ríkjum er þar svo mikil veiðivon að hyggi- legt er fyrir ES að fara sér hægt í samræmingu á sjávarútvegsmál- um og styggja ekki bráðina. Þegar dauðinn nálgast fara menn að hugleiða hann. Kalla má til sér- fræðinga (sálusorgara) þótt þeir viti ekki meira um aðalatriðið en aðrir. Þannig má samt sætta sig viö hlutskiptið. Það gæti veriö gott ráö til að venjast tilhugsuninni um að- ild íslands að ES að láta menn sýsla við ýmsar ES-rannsóknir og kynna almenningi niðurstöður. Aðalatr- iðið skýrist samt ekki við það. Athygli beinist frá EES-samningum Aðalverkefni utanríkisráðherra næstu mánuði er að fá Alþingi til að staðfesta samninginn um Evr- ópskt efnahagssvæði (EES) og breyta lögum í samræmi við hann. Þeir sem eru andvígir aðild að EES munu flestir telja aðild að ES enn verri kost. Með umræðu um rann- sókn á áhrifum ES-aðildar beinist athyglin frá EES-samningnum sem eru á dagskrá. Það er viðbúið að andstæðingar aðildar að ES snúist gegn utanríkisráðherra og geri til- lögu hans um rannsókn tilefni til umræðu um aðild að ES. Á meðan á slíkum deilum stend- ur er ekki víst að tekið verði eins vel eftir því að sumir sem andmæla hugmynd ráðherra um að rann- saka ES-aöild sem hugsanlegan kost eru á meöan að greiða fyrir því máli sem ráðherra varðar mestu á líðandi stund, staöfestingu Alþingis á EES-samningnum. Sú athygh, sem tillaga hans um rann- sóknina kann að valda, kann því að auðvelda honum það sem er aðalviðfangsefni hans um þessar mundir. Á næsta þingi? Þeir sem hafa haft hug á ES-aöild gera vitaskuld ekki tillögu um að sækja um aðild meðan verið er að fjalla um stærsta áfangann á þeirri leið, EES-samninginn. Alþingis- maður, sem metur einstakt ákvæöi þeirra laga sem verður að breyta í Scimræmi við hann, veit að um ófyrirsjáanlega framtíð getur Al- þingi ekki hróflað þar við stafkrók. Hins vegar getur ES í Brussel breytt slíkum lögum að eigin vild. Hvað verður ætiaður mikill tími til að athuga samninginn? Hann er umfangsmesta mál sem lagt hefur veriö fyrir Alþingi. Nú gætu lýð- ræðisflokkarnir tekið höndum saman og sannað hollustu sina við hugsjón lýðræðisins með því að afgreiða samninginn ekki fyrr en eftir nýjar þingkosningar. Það er iðulega gert aö mál eru lögð fyrir Alþingi tiL kynningar þótt ekki standi til að afgreiða þau fyrr en á næsta þingi. Með því móti fengi almenningur tækifæri til að ganga úr skugga um hversu vel hver frambjóðandi hefði athugað hann. Björn S. Stefánsson . .sumirsemandmælahugmyndráð- herra um að rannsaka ES-aðild sem hugsanlegan kost eru á meðan að greiða fyrir því máli sem ráðherra varðar mestu á líðandi stund, staðfest- ingu Alþingis á EES-samningnum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.