Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1993, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1993, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR5. MARS1993 3 Fréttir Fyrrum framkvæmdastjóri íbúðakjamans Alviðru hf. 1 Garðabæ Ákærður fyrir 28 millj- óna auðgunarbrot gjaldþrot ákærða og hlutafélagsins samtals um 130 miiljónir Héraðsdómur Reykjavíkur hefur tekið til dóms ákæru á hendur Björgvini Víglundssyni verkfræð- ingi, fyrrum stjórnarformanni og framkvæmdastjóra Alviðru hf., sem stóð að sölu fasteigna í íbúða- kjamanum að Sjávargrund 1-15 í Garðabæ. Björgvin er ákærður fyr- ir 14,5 milljóna króna umboðssvik, 13,4 milljóna fjárdrátt, skilasvik, sem einnig er brot á hegningarlög- um, svo og hrotum á lögum um bókhald og hlutafélög. Alviðra varð gjaldþrota upp á 75 milljónir króna en persónulegt gjaldþrot Björgvins nam 56 milljón- um. Eignir á móti skuldunum námu aðeins htlu broti af þessum upphæðum. Það sem ríkissaksóknari krefst að Björgvini verði refsað fyrir er m.a. umfangsmikill fjárdráttur. Honum er gefið að sök að hafa af- salað til eiginkonu sinnar 5 íbúðum í eigu hlutafélagsins Alviðru og dregið sér um 13,4 milijónir króna af söluandvirði þeirra. Þannig hafi hann fengið kaupanda til að gefa út 35 skuldabréf á afsalsdegi upp á 200 þúsund krónur hvert, tryggð með veðum í hinum seldu eignum, en bréfin hafi hann síðan notað til eigin þarfa. Björgvin er einnig ákærður fyrir umboðssvik - hann hafi misnotað aðstöðu sína gagnvart hlutafélag- inu Alviðru með því að veðsetja eignir í eigu þess og útbúa skulda- bréf sem notuð voru fyrir eigin skuldir hans eða til tryggingar á greiðslu þeirra. Hér var um að ræða 28 skuldabréf. Ákærða eru einnig gefin að sök skilasvik. Hann hafi afhent Verkbæ hf. allar eignir sem Alviðra átti í febrúar 1989 án þess að félagið fengi nokkra fjármuni fyrir - á sama tíma og gjaldþrot félagsins og Björgvins sjálfs blasti við. Með þessu er Björgvin ákærður fyrir að hafa skapað verulega hættu á að kröfuhafar Alviðru hf. yrðu fyrir fjártjóni vegna mikiila veðsetninga hans á eignum félagsins. Honum er jafnframt gefið að sök að hafa ekki gefið upplýsingar um hluta af framangreindum skuldabréfum þegar hann mætti í skiptarétti Reykjavíkur við uppskrift á eign- um hans. Loks er verkfræðingnum gefið að sök brot á lögum um bókhald og hlutafélög, m.a. með því að hafa ekki látið gera lögskipaðan árs- reikning fyrir Alviðru hf. fyrir árið 1987 og að hafa ekki haldið til haga fylgiskjölum né fært bókhald vegna eigin verktakastarfsemi eða Al- viðru. Fjölskipaður dómur héraðsdóms Reykjavíkur mun kveða upp dóm í máíinu á næstu vikum. -ÓTT Bæjarstjórinn 1 Eyjum um Herjólfsdeiluna: Borgum ekki ogsegjum mönnum að fara á sjó - stýrimennirnirþurfaaðtakaafskarið „Málið er ennþá í höndum ríkis- sáttasemjara og þessara aðila sem deila. Við eigum eftir að sjá hvernig þeir taka á máhnu og hvaða stefnu það tekur. Spumingin er hvort og þá hvenær bæjarfélagið eigi að koma inn í deiluna. Það verður að skýrast á sáttafundunum hvort menn æfii sér að leysa máUð eða ekki áður en við getum nokkuð rætt málið á þeim nótum að grípa inn í. Frá okkar bæj- ardyrum séð er ósköp Utið sem hægt er að gera. Það er ekki inni í mynd- inni að bæjarstjórn borgi það sem vantar upp á að launakröfum stýri- manna sé fuUnægt og segi mönnum að fara á sjó. Bæjarsjóður er með 200 manns í vinnu og sú krafa sem stýri- menn Heijólfs er með er aUs ekkert í takt við launaumræðuna í dag. Það eru því fyrst og fremst þeir sem þurfa að taka af skarið,“ sagði Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum, í samtaU við DV vegna Herjólfsdefiunnar. Sjóvegurinn milU lands og eyja hefur nú verið lokaður í mánuð og kurr kominn í bæjarbúa vegna þess. Þegar Guðjón ræddi við DV í gær- dag voru bæjarstjómarfundir í að- sigi þar sem máhð var á dagskrá. Þá hafði enginn fundur verið boðaður hjá sáttasemjara og ekki útUt fyrir fund í dag, fóstudag, eða næstu daga. Sáttasemjari sagði í samtaU við DV að Herjólfsdeilan væri afar erfið og sérstök og erfitt að leysa hana. Eins og útUtið var í gær gæti Uðið nokkur tími áður en tækist að höggva á hnút- inn. - Er ekki pressa á bæjarstjórn frá óánægðum bæjarbúum að aðhafast eitthvað í málinu? „Auðvitað eru allir hundfúUr en spumingin er hvenær og hvemig við eigum að grípa inn í. Fram til þessa hefur ekki verið rætt hvað við eigum að gera, ef þá nokkuð. Við erum bún- ir að skora á deiluaðila að taka sig saman i andUtinu og láta minni hags- muni víkja fyrir meiri,“ sagði Hjör- leifur. Það er álit viðmælenda DV að und- irmönnum hafi verið sagt upp til að þrýsta á starfsmenn Heijólfs á að fara út í hefidarkjarasamninga fyrir aUa skipveija. Mesta öryggið fyrir bæjarbúa, sem orðnir em lang- þreyttir á deilunni og samgönguerf- iðleikum sem af henni hljótast, feUst í að alUr skipverjar séu í einu stéttar- félgi og hefðu einn heildarkjara- samning. -hlh Herjólfur hefur ekki flutt fólki milli lands og eyja frá því í byrjun febrúar vegna verkfalls stýrimanna og síðan þar sem undirmönnum á skipinu var sagt upp. Herjólfsdeilan þykir ein sú erfiðasta sem komið hefur inn á borð sáttasemjara. DV-mynd Ómar «S?Í " Supnfemi, i»9ii - *nsli e *»()■} vt(uré SiirtMiíus. j. s Fegurðardrottning Suðurlands verður valin að Hótel örk í Hveragerði í kvöld. Undirbúningur er þegar hafinn og þjálfunin fer fram í æfingasal Sundhallar Selfoss undir stjórn Eyglóar Lindu. Niu stúlkur taka þátt í keppninni. Fremri röð, frá vinstri: Hrefna Steingrímsdóttir, Berglind Grétarsdóttir, Sigrún Jónsdóttir og Ingibjörg Soffia Osmo. Aftari röð: Þórunn Guðmundsdóttir, Harpa Berglind Bragadóttir, Helga Þorsteinsdóttir, Unnur Elfa Þorsteinsdóttir og Elfa Dögg Þorsteinsdóttir. DV-mynd Kristján Einarsson, Selfossi Starfsmenn í hreinsun óg hleðslu véla í utanlandsflugi: Allt á suðupunkti - nú er komið nóg - segir formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavikur „Mikill urgur er í starfsmönnum Flugafgreiðslunnar hf. í Leifsstöð. Það get ég staðfest," segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. „Það er allt á suðupunkti þar. Það hefur ver- ið stöðugur ófriður þarna síðan verk- takafyrirtækiö Flugafgreiðslan hf. tók við hreinsun og hleðslu véla eftir útboð Flugleiða fyrir fjórum árum. Samdrátturinn hefur verið stöðugur og menn eru búnir að fá nóg. Þessum starfsmönnum er full alvara.“ Verkalýðs- og sjómannafélag Kefla- víkur hefur sent Flugafgreiðslunni hf. bréf þar sem óskað er eftir við- ræðum við fyrirtækið um launa- hækkanir og kjararýmun en fyrir- tækið tilkynnti starfsmönnum sín- um nýlega um spamað og hagræð- ingu. í sumar er fyrirhugað að fáera vinnutímann fram um eina klukku- stund og afnema ýmis hlunnindi starfsmanna. „Það er rétt að starfs- menn hafa áhuga á að fara í verkfall en ég tel rétt að óska eftir samninga- viöræðum við eigendur fyrirtækisins áður en hugað er að verkfalli," sagði Kristján. VerkfaU hefði mikil áhrif á utanlandsflug Flugleiða. „Það er ljóst að rekstrarskilyrði fyrirtækisins hafa batnað að undan- fömu og því eiga þessar spamaðar- aðgerðir ekki við nein rök að styðj- ast. Það er fyrirsjáanleg aukning í utanlandsflugi í sumar, fyrirtækið þarf ekki lengur að borga aðstöðu- gjald og Flugleiðir hafa ekki lækkaö samning sinn við fyrirtækið. Flugaf- greiðslan hf. viU bara auka sinn eigin hagnað á kostnað starfsmanna," seg- irKrisfi-nGunnarsson. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.