Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1993, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDACUR 5.-MARS 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverö á mánuði 1200 kr. Verö I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Byrgjum brunninn Hvað er að gerast með bömin okkar? Hvað er að gerast í samfélagi okkar? Hvers konar þjóðfélagsþegna erum við að ala upp? Fréttimar af framferði unglinganna gagnvart eigum og munum í sumarbústöðum við Meðalfellsvatn em hrollvekjandi. Engin virðing er borin fyrir eignum ann- arra né heldm: siðferðiskennd eða samviska gagnvart umhverfinu. í ljós kemur að hér eiga einstaklingar hlut að máh, sem teljast síbrotamenn á máh lögreglu, ungl- ingar, rétt fermdir, sem hafa aðahega átt sér samastað í götunni og á unghngaheimilum. Nokkrum dögum áður hefur lögreglan í Breiðholti gefið átakanlegar lýsingar á afbrotahneigð æskufólks sem skipuleggur innbrot og líkamsmeiðingar og dregur jafnaldra sína markvisst á tálar. Aðrar og dapurlegar frásagnir eru af könnunum, sem gerðar hafa verið um hegðan og atferli barna, sem benda tíl að böm hreyfi sig mun minna en áður. Þau hafa ekki þrek, þau kunna varla að ganga í takt og eru á unga aldri orðin kyrrsetufólk. Onnur könnun upplýsir að börn og unglingar lesi minna og minna með hverju árinu. Á sama tíma hrakar árangri þeirra í námi, metnaður fer þverrandi og gervi- þarfir og menningarsnauðar afþreyingar era helstu við- fangsefnin. Kannske á ekki að spyrja hvað sé að gerast með böm- in okkar. Nær væri að spyrja hvað við séum að gera bömunum okkar? Afvegaleidd böm, hreyfilömuð og áhugalaus ungmenni era afsprengi þess uppeldis sem þeim stendur til boða. Böm verða ekki að glæpamönn- um að tilefnislausu. Böm hafa það sem fyrir þeim er haft, hvort heldur í íþróttum, lestri, námi eða tóm- stundaiðju hvers konar. Siðferði, réttarvitund og heh- brigt mat er árangur og uppskera þess umhverfis og andrúmslofts sem bömin njóta eða gjalda. Það er enginn vegur að kasta ahri ábyrgð og sök á hálfþroska ung- menni og kenna þeim um athafnir eða athafnaleysi. Spehvirkin við Meðalfehsvatn era aheiðingar af fortíð ungmennanna sem þar era að verki, orsökin hggur í uppeldi og aðstæðum en ekki grimmd eða meðfæddri illmennsku. Er ekki kominn tími th að þjóðfélagið gefi þessari alvarlegu og ískygghegu þróun gaum? Eigum við ekki að staldra við og víkja huganum að öðra heldur en karp- inu um lífsgæðin og launakjörin og huga að sjálfri alvör- unni, framtíðinni, bömunum, okkar nánasta umhverfi? Eða hvers virði era laun og lífsins gæði ef undirstöðum- ar hrynja og æskan tapar áttum? Ekkert hlutverk er merkhegra né mikhvægara en hlutverk uppalandans. Það hlutverk virðist hafa gleymst í lífsgæðakapphlaup- inu. Það hefur verið efnt th átaks um landgræðslu, átaks um vegalagningu, átaks fyrir sjúka og fatlaða. Við höfum jafnvel efnt th átaks um þyrlukaup. En er ekki tíma- bært að gera eitt stórt átak th að koma bömunum okk- ar th manns? Rækta það sem mikhvægast er: fólkið sem á að erfa landið. Mannghdi er fólgið í þekkingu, réttlætiskennd og lík- amshreysti. Aht fer þetta þverrandi meðal æskufólks. Og sökin er okkar, hinna fuhorðnu, foreldranna og for- ystumannanna í þjóðfélaginu sem hafa vanrækt að sinna þeim skyldum sem era dýrmætastar hverri þjóð; skyldunum gagnvart börnunum. Byrgjum brunninn áður en bamið dettur ofan í. Ehert B. Schram „Með nýlegum breytingum á greiðslu fyrir sérfræðilæknishjálp og lyf hefur komist á sú kerfisbreyting að nú eru gjöldin í meginatriðum hlutfallsleg," segir í grein höfundar. Hverjir greiða fyrir heilbrigðis- þjónustuna? Nýlega hafa gjöld fyrir sérfræði- læknisþjónustu verið hækkuð. Jafnframt hefur hlutdeild sjúkl- inga í lyfjakostnaði aukist. Spurt er hvað hér búi að baki og hvort sjúklingar séu famir að greiða umtalsverðan hluta heilbrigðisút- gjaldanna. Nauösyn aðhalds Fyrri spumingunni er auðsvar- að. Hemja verður þrálátan ríkis- sjóðshalla eigi að takast að ná stjóm á efnahagsmálunum og foröa okkur frá sömu örlögum og nú blasa við Færeyingum. Þar sem heilbrigðismál taka til sín um fjórð- ung af ríkisútgjöldunum verður ekki hjá því komist að taka þar til hendinni. Verið er að vinna að úttekt á því hvað náðist að draga mikið úr kostnaði ríkisins vegna heilbrigðis- mála á sl. ári. Fyrstu niðurstöður benda til þess að þar sé um nær 2 miiljarða kr. að ræða að allt að 7% af útgjöldum ríkisins til þessara mála. Með nýlegum breytingum á greiöslu fyrir sérfræðilæknishjálp og lyf hefur komist á sú kerfis- breyting aö nú em gjöldin í megin- atriðum hlutfallsleg. Notendur þjónustunnar verða þá áþreifan- lega varir við hvað hún kostar. Jafnframt þurfa læknar, tann- læknar og lyfsalar að ganga að fullu frá reikningum í viðurvist sjúklings. Hvort tveggja veitir gagnkvæmt aðhald. í umræðu er- lendis um gjaldtöku fyrir opinbera þjónustu em einmitt færð þau rök að gjaldtakan sé til aðhalds fremur en til tekjuöflunar. Heilbrigðisútgjöld almennings Þjóðin varði á síðasta ári nær þremur tugum milljarða kr. til heil- brigðismála eða um 8,4% af þjóðar- KjaUarinn Þorkell Helgason aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra útgjöldunum. Af þessari upphæð komu 13% beint frá almenningi. Afgangurinn er greiddur með al- mennum sköttum. í samanburði við önnur lönd er hin beina kostn- aðarhlutdeild lág. í ríkjum Efna- hags- og framfarastofnunar Evr- ópu, OECD, - en þeim tilheyra öll iðnríki Vesturlanda - var greiðslu- hlutfall almennings árið 1990 að meðaltali um 26% eða helmingi hærra en hjá okkur. Af 24 ríkjum OECD er hin beina þátttaka al- mennings í heilbrigðisútaöldun- um einungis í tveimur þeirra lægri en hjá okkur. Armar mælikvarði á hlutdeild almennings í heilbrigðisútgjöldum fæst með því að skoða þátt þeirra í heimilshaldi vísitölufjölskyld- unnar. Eftir gjaldahækkanimar í ársbyrjun metur Hagstofan vægi heilbrigðismála í vísitölugnmnin- um vera 2,8%. Öryggisnet Velferðarkerfið mæhst ekki að- eins í meðaltölum. Þrátt fyrir að vísitölufiölskyldan sUgist vart und- an heUbrigðisútgjöldum sínum eru umtalsverð einstaklingsbundin frávik. Því er nauðsynlegt að hafa öryggjsnet. Þaö er gert með há- marki á gjaldi fyrir hvem lyfseðU, sérgjaldskrám fyrir lífeyrisþega og að hluta fyrir böm, eða stórfeUdum afslætti þegar lækniskostnaður hefur náð vissu marki. Með þessu móti ætti að vera afar sjaldgæft að árleg fiölskylduútgjöld tíl lyfja- og læknishjálpar fari yfir 50 þús. kr. Flestir ættu að geta tekið áhættu að því marki - en ekki allir. En er í þeim tilfeUum þá ekki fleira sem á bjátar, vandamál sem leysa verð- ur með almennri félagslegri að- stoð? Ákjósanlegasta lausnin er að sjálfsögðu sú að koma í veg fyrir fátækt. Brýnast í þeim málum er að hamla gegn atvinnuleysi. Það er okkar stærsta velferðarmál nú. Þorkell Helgason „Þjóðin varði á síðasta ári nær þremur tugum milljarða kr. til heilbrigðismála eða um 8,4% af þjóðarútgjöldunum. Af þessari upphæð komu 13% beint frá almenningi. Afgangurinn er greiddin’ með almennum sköttum.“ Skoöanir annarra Kostnaður heilbrigðiskerf is „Eins og landlæknir hefur sýnt fram á eru inni í tölum heUbrigðisútgjalda hér á landi útgjöld sem erlendis eru flokkuð með félagslegum útgjöldum. Þetta var rækUega rekið ofan í heUbrigðisráðherra í fyrra - ennþá tönnlast hann samt á því að heUbrigð- iskerfið sé dýrara hér en góðu hófi gegnir. Staðreynd- in er sú að í heUbrigðisútgjöldum erum við á svipuð- um stað í röð OECD-ríkja og í þjóðartekjum á mann og það er eðlUegt. í menntamálum erum við hins vegar miklu neðar á listanum en í þjóðartekjum á mann en í heUbrigðistekjum. Það er óeðhlegt." Svavar Gestsson í Mbl. 3. mars. BJörgunarmál „Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, er það staðreynd að á suðvesturhomi landsins er björgunarsveit hersins staðsett og hefur yfir fjórum björgunarþyrlum að ráða og von er á þeirri fimmtu. Það er einnig staðreynd að þessi björgunarsveit hef- ur tekið fullan þátt í björgunarstörfum hérlendis þegur hún hefur verið köUuð til. Þetta gerir það að verkum að aUur þyrlukostur, sem tíl er í landinu, er staðsettur á einu landshomi." Leiðari í Tímanum 3. mars. Kynlíf og kynhegðun „Á meðan okkur finnst erfitt að tala um kynlíf og ráðumst á ákveðna kynhegðun með fordómum, vandlætingu og vanþekkingu verður forvamarstarf torsótt. Það reynist mim erfiðara að ná tíl þefrra sem þurfa að vera með í undirbúningi fræðslunnar og þeirra sem þurfa á henni að halda. Samfélagið verö- ur að búa þannig í haginn fyrir fólk að það sé æski- legt og auðvelt að stunda ömggara kynlíf og æ vit- lausara að „taka sjensinn“.“ Jóna Ingibjörg Jónsdóttir í Mbl. 4. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.