Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1993, Blaðsíða 12
12 Spumingin FÖSTUDAGUR 5. MARS 1993 Er skemmtilegt í leikskólanum? (Spurt í Barónsborg) Bjarni Birgisson, 5 ára: Já, sérstak- lega úti í rennibrautinni. Helgi Hafsteinsson, 5 ára: Soldið, en ég er samt að reyna að höggva grind- verkið til að geta strokið heim til Hjalta Geirs. Hjalti Geir Erlendsson, 5 ára: Nei, ég er líka að reyna að bijóta grindverk- ið til að stijúka. Ellen Helga Steingrimsdóttir, 5 ára: Já, því mér finnst svo gaman að Uta myndir. Sandra Karen Bjarnadóttir, 5 ára: Já, að vera úti og gera kökur úr sandi og renna sér. Helena Júnía Stefánsdóttir, 4 ára: Já, já. Mér finnst skemmtilegast að leika mér með dúkkumar. Lesendur Hættuleg þjóð- ernishyggja „Þvi bregður manni í brún þegar maður les um það í fjölmiðlum að Gray- son fái dóm fyrir tiltækið upp á 12 mánaða fangelsisvist,“ segir í texta bréf- ritara. 020160-7649 skrifar: Þau mál sem hafa verið hvað mest : áberandi í íslenskum íjölmiðlum undanfama mánuði em forrasðismál Sophiu Hansen og Emu Eyjóifsdótt- ur. Það hefúr verið mjög áberandi hér á íslandi hve einstrengingslega afstöðu margir hafa tekið með mæðr- unum í þessum málum þó að málin séu að flestu óskyld. Mér býður í grun að það sé ekki vegna þess að þær em mæðumar, heldur fyrst og fremst vegna þess að þær em íslend- ingar og eiga í útistöðum við útlend- inga. I mínum augum er það mjög hættu- leg afstaða sem ber keim af þjóðem- ishyggju. Það er stórhættuiegt að byggja afstöðu sína eingöngu á því að veija hlut íslendinga í viðskiptum við útlendinga án tillits til þess hvemig máiin era vaxin. Það má ekki láta tilfinningamar hlaupa með sig í gönur. Ef til dæmis er tekin afstaða tfi máls Emu Eyjólfsdóttur get ég ekki annað en haft samúð með fóðumum, James Brian Grayson, sem lagt hefur í mikið erfiði og peningaútlát tfi þess að reyna að endurheimta dóttur sína. Því má ekki gleyma að honum hafði verið dæmt forræðið yfir dóttur þeirra í Bandaríkjunum en móðirin ekki sinnt þeim dómsúrskurði. Mál Sophiu Hansen og Emu Ey- jólfsdóttur era reyndar þess eðlis að eðlfiegast hlýtur að teljast að tekin sé afstaða með þeim foreldrum sem hafa orðið fyrir því að hitt foreldrið rænir frá þeim bömunum. Gera má ráð fyrir að Grayson hafi reynt að kynna sér þá möguleika sem hann hafði tfi að endurheimta dóttur sína hér á landi eftir lagalegum leið- um og komist að þeirri niðurstöðu að þeir væra ekki miklir á því að niðurstaðan yrði sér í hag. Því hefur hann gripið tfi þess neyðarúrræðis að reyna að nema dótturina á brott, á svipaðan hátt og Ema gerði. Því bregður manni í brún þegar maður les um það í fjölmiðlum að Grayson fái dóm fyrir tiltækið upp á 12 mán- aða fangelsisvist. Minnkandi lestur unga fólksins Sigríður Matthíasdóttir skrifar: Fyrir hönd félags um almennings- bókasöfn og skólasöfn (FAS) vfi ég þakka þeim sem standa að „Lestrar- keppninni miklu“. Starfsfólk bóka- safna hefur, eins og þið lengi, haft áhyggjur af því að börn og unglingar lesi ekki nægfiega mikið. Á síðasta landsfundi Bókavarðafélags íslands sem haidinn var síðastliðið haust, ræddu bókaverðir um lestur og lýstu áhyggjum sínum yfir minnkandi lestri bama og unglinga. Einnig kom fram að söfnin reyna ýmisleg til að glæða áhuga á lestri meðal bama og unglinga. Það er gert til dæmis með höfunda- og bóka- kynningum, sögustundum, lestrar- sprettum, lestrarátaki og upplestr- um. Þð kemur okkur því spánskt fyrir sjónir að ekki skuli haft samband við almenningsbókasöfn og skólasöfn áður en farið er af stað með átak tfi að auka lestur. Eg álít að þetta sé gufiið tækifæri tfi að vekja einnig athygh á söfnunum og þeirri starf- semi sem þar fer fram. Starfsemi sem aha jafna er hljótt um, meðal annars vegna þess að söfnin hafa ekki fé tfi að auglýsa sig. Með þessu bréfi vfi ég minna á tfi- vist bókasafnanna og vonast tfi þes að okkar verði getið í áframhaldandi kynningu á „Lestrarkeppninni miklu“. Peningasóun Sjónvarpsmanna Gerður Kristjánsdóttir hringdi: Peningasóunin hjá Sjónvarpinu er nú orðin slík að ég get ekki lengur orða bundist. Ég hef greitt mitt af- notagjald samviskusamlega árum saman en ef stoftiunin ætlar að halda áfram á sömu braut mun ég endur- skoða hug minn í þessum efnum mjög alvarlega. Yfirmenn Sjónvarps- ins hafa boðið upp á ýmislegt í gegn- um árin en ég hef látið það gott heita enda treyst því að dagskráin ætti eft- ir að fara batnandi. Svo hefur þó ekki verið og nú er þohnmæði mín á þrotum. Fyrst ber að telja blessaða Söngva- keppnina. Hún kostar stórfé og aUt tal um landkynningu í þessu sam- bandi er bara ragl. Ég veit það fyrir víst að horfún á þessa keppni í öðrum löndum er sárahtfi. Það á því að leggja þessa Söngvakeppni hér heima tafarlaust niður. Með þessu sparast stórfé sem mætti nýta í margt annað skynsamlegra enda nær það t.d. ekki nokkurri átt að Norðmaður fái að semja lag fyrir íslendinga tfi keppni á alþjóðlegum vettvangi. Reglumar sem slíkar fara þó minna í taugamar á mér heldur en kostnað- urinn sem þessu fylgir. ÖUu nýrri era dæmin frá því um síðustu helgi. Þá vora tveir innlendir dagskrárUðir á skjánum og báðir vora þeir misheppnaðir. Limbó-þátt- urinn var á laugardagskvöld og þar réðu ferðinni ungir menn sem eiga margt ólært. Tveir þessara manna hafa gert ágæti hluti í útvarpi en það þýðir ekki að þeir séu góðir fyrir sjónvarp. Þetta era svo ólíkir miðlar. A sunnudagskvöldið kom síðan enn eitt dæmið um peningasóunina og vitleysuna, sjónvarpsmyndin Myrkraherbergið. Sú mynd var í stfl við flestar aðrar íslenskar sjónvarps- myndir þar sem kappkostað virðist vera að búa tfi einhverja hluti sem enginn skfiur. í þetta fer stórfé ár eftir ár og enginn grípur í taumana. Hvemig er það eiginlega, er útvarps- ráð hætt að fylgjast með gangi mála? Þó ástandið sé svart er ekki öU nótt úti enn. Hrafn Gunnlaugsson er væntanlegur tfi starfa hjá Sjónvarp- inu mjög fljótlega og ég bind miklar vonir við þann ágæta dreng. Ég held að hann sé rétti maðurinn tfi að halda af skynsemi utan um fjármál stofunarinnar og sjá tfi þess að pen- ingunum verði varið til góðrar dag- skrárgerðar. Hrafn hefúr margsýnt með þáttum sínum og kvikmyndum að þar fer snjall maður og vonandi verður hann jafn farsæU í starfi hjá Sjónvarpinu. H.S. skrifar: Ég er áskrifandi að dagskrá Stöðvar 2 og langar tfi að gera atliugasemdir við dagskrána. Þeir framhaldsþættir sem boðið og leiðinlegir. Þar nefni ég til þætti eins og Delta, ÉNG, þáttinn Á fertugsaldri. Þeir era allir ótrú- lega leiðinlegir, það er varla að aðaUeUiendurair dragi andann. Fleiri þætti mætti tína tfi eins og Hale og Pace en aulahúmorinn erfitt með að skfija. Eg er alveg viss um að þessir framhaldsþætl- ir Stöðvar 2 eru fengnlr án mikils Að lokum vil ég mmm imar. vasaklúta myndir" þannig að áhorfendur era andlega niður- brotnir eftir að horfa á þær. Væri ekki ráð að taka upp heldur hressara þátta- og myndaval? Erformaðurinn Árni St. Ámason skrifar: Þau athygUsverðu tíðindi áttu sér stað á síöasta fundi Hunda- s, einirni um- talaðasta félagsskapar á íslandi í dag, að þeir fáu stuðningsmenn formannsins, sem á fundinum voru, sáu ástæðu tfi að bera fram stuðningsyfirlýsingu á sitjandi stjóm og formann. Slíkar yfiriýsingar eiga sér fá fordæmi og lýsa bersýnflega þeirri örvæntingusem er aðgrípa um sig híá stuðningsmönnum formannsins. En af hveiju þessa örvæntingu? Ef þiö óttist að form- aöurinn sé að falla þá er ótti ykk- ar ekki ástæðulaus. Hans tími er kominn og þaö fyrir löngu. Þreytumerkin eru greinileg og endurnýjunar er þörf. ÞakkvtilKiw- Erlingur Klemenzson skrifar: Vistfólkið á Hrafnistu vill koma á framíæri þakklæti fyrir þá frá- bæra umhugsun sem Kiwanis- klúbburinn Hekla hefur sýnt á þréttándanum og þorranum með hlýjum og góðum vilja. Það hefúr glatt vistmenn mikiö í hvert sinn sem þeir koma í heimsókn. Við óskum meðlimum Kiwanis- klúbbsins alls hins besta. magnafélags- SIolTIO Upplýsingaþjónusta bænda skrif- Ámi Ámason skrifaöi l. mars síöastliðinn um kostnað ríkis- sjóðs af stéttaþingum, m.a. kirkjuþingi og búnaðarþingi, og vfidi hann láta afnema þessar greiðslur úr rfldssjóði meö öllu hið fyrsta. Viö getum glatt Áma með því að engar greiðslur renna úr ríkissjóði til búnaöarþings eöa annarra fúnda eða þinga á vegum landbúnaðarins. Bændur fjár- magna ailt félagsstarf á læirra vegum sjálfir með sérstöku gjaldi á sama hátt og launþegar fiár- magna sjáifir félagsstarf á vegum launþegasamtakanna í landinu. færi þakklæti til hótelsfjórans á Hótel Selfossi fyrir iipurð og frá- bærar móttökur er hótelgestur einn lenti í hremroingum með bílinn óveðursdag einn í vetur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.